Forseti Írans segir landsmenn hafa rétt á að gagnrýna valdamenn Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 14:15 Rouhani (t.h.) ýjar að því að mótmælin í Íran hafi beinst að harðlínuöflum í landinu. Vísir/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranar hafi rétt á að gagnrýna hvern sem er og kallar eftir því að aðgangur að félagsmiðlum sem lokað var á í tengslum við fjöldamótmæli verði opnaður aftur. Hann segir mótmælendur ekki aðeins hafa beint spjótum sínum að efnahag landsins heldur að pólitískum og félagslegum þáttum. Ummæli forsetans um mótmælin sem brutust undir lok síðasta árs hafa verið túlkuð sem skot á íhaldsmenn í Íran. Rouhani hefur viljað auka borgararéttindi Írana og talað fyrir þýðu í samskiptum við önnur ríki. „Það væru rangfærslur og einnig móðgun við írönsku þjóðina að segja að hún hafi aðeins verið með efnahagslegar kröfur. Fólkið hafði efnahagslega, pólitískar og félagslegar kröfur,“ segir Rouhani. Upphaflega beindust mótmælin að dýrtíð og spillingu í landinu en fljótlega fór að bera á andófi gegn Ali Khameini, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Kröfðust mótmælendur þess að hann segði af sér. Rouhani sagði í dag að landsmenn ættu að vera frjálsir til að gagnrýna alla embættismenn án undantekninga, að því er segir í frétt Reuters. „Enginn er saklaus og fólkið hefur leyfi til að gagnrýna hvern sem er,“ sagði forsetinn. Hann hefur einnig vísað á bug kröfum harðlínumanna um að félagsmiðlar og samskiptaforrit verði varanlega bönnuð. Stjórnvöld lokuðu fyrir aðgang að vinsælum félagsmiðlum eins og Instagram og Telegram þegar mótmælin hófust. Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00 Íran bannar enskukennslu í grunnskólum landsins Yfirvöld í Íran hafa lagt bann á enskukennslu í grunnskólum landsins. 7. janúar 2018 16:06 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranar hafi rétt á að gagnrýna hvern sem er og kallar eftir því að aðgangur að félagsmiðlum sem lokað var á í tengslum við fjöldamótmæli verði opnaður aftur. Hann segir mótmælendur ekki aðeins hafa beint spjótum sínum að efnahag landsins heldur að pólitískum og félagslegum þáttum. Ummæli forsetans um mótmælin sem brutust undir lok síðasta árs hafa verið túlkuð sem skot á íhaldsmenn í Íran. Rouhani hefur viljað auka borgararéttindi Írana og talað fyrir þýðu í samskiptum við önnur ríki. „Það væru rangfærslur og einnig móðgun við írönsku þjóðina að segja að hún hafi aðeins verið með efnahagslegar kröfur. Fólkið hafði efnahagslega, pólitískar og félagslegar kröfur,“ segir Rouhani. Upphaflega beindust mótmælin að dýrtíð og spillingu í landinu en fljótlega fór að bera á andófi gegn Ali Khameini, æðstaklerki og æðsta leiðtoga Írans. Kröfðust mótmælendur þess að hann segði af sér. Rouhani sagði í dag að landsmenn ættu að vera frjálsir til að gagnrýna alla embættismenn án undantekninga, að því er segir í frétt Reuters. „Enginn er saklaus og fólkið hefur leyfi til að gagnrýna hvern sem er,“ sagði forsetinn. Hann hefur einnig vísað á bug kröfum harðlínumanna um að félagsmiðlar og samskiptaforrit verði varanlega bönnuð. Stjórnvöld lokuðu fyrir aðgang að vinsælum félagsmiðlum eins og Instagram og Telegram þegar mótmælin hófust.
Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00 Íran bannar enskukennslu í grunnskólum landsins Yfirvöld í Íran hafa lagt bann á enskukennslu í grunnskólum landsins. 7. janúar 2018 16:06 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála. 3. janúar 2018 19:00
Íran bannar enskukennslu í grunnskólum landsins Yfirvöld í Íran hafa lagt bann á enskukennslu í grunnskólum landsins. 7. janúar 2018 16:06
Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00