Þungir dagar Ásgeir Hvítaskáld skrifar 9. janúar 2018 11:05 Þessa dagana er þungt yfir fólki. Framtakssemin er í lágmarki, deyfð og vonleysi fyllir hugi margra. Sjálfur hangi ég í sófanum, hugsa en framkvæmi ekkert. Framkvæmdalistinn er orðin ansi langur og pappírinn hleðst upp. Ég sötra kaffi, nennir ekki að ryksuga eða setja í vél, langar í bíltúr en kemst ekki upp úr sófanum. Það er nákvæmlega ekkert í sjónvarpinu. Hérna ligg ég í sófanum og læt mig dreyma um sólarlandaferðir. Undir niðri kraumar nú samt löngunin til að koma einhverju í verk. En það er ekki bara ég sem hef það svona, því þetta er verstu dagar ársins. Þetta eru bláir dagar. Nákvæmlega þriðji mánudagur ársins, 22 janúar í ár, er semsagt leiðinlegasti dagur ársins; kallaður blái mánudagurinn. Þetta hefur verið reiknað út með vísindalegum aðferðum og dagurinn greindur sem mest niðurdrepandi dagur ársins, allavega fyrir þá sem búa á norðurhveli jarðar. Notuð var flókin jafna til að reikna þetta út. Breyturnar voru veðurfar, birtustig, skuldir, greiðslugeta, tíminn sem liðin var frá jólum, fjöldi nýársheita, tilfinningar og hvatning. Þetta þekkjum við öll? Kreditkortareikningurinn er í mínus eftir jólin. Á Íslandi er kalt og dimmt, ís og krap á gangstéttunum. Ýmist er snjókoma eða ausandi rigning og margar lægðir á leiðinni. Nýárið er sá tími sem fólk hugsar sinn gang og vill breyta til. Margir ákveða að fara í megrun og mæta í ræktina. Samkvæmt tölum frá Bretlandi er orðið skilnaður mun oftar slegið inn í leitarvél Google í janúar en aðra mánuði. Fyrsta mánudag á árinu nær þessi áhugi hápunkti samkvæmt vefsíðu skilnaðarfyrirtækisins Amicable. Fólki líður greinilega ekki vel þessa dagana. Sannleikurinn er sá að það var ferðaskrifstofa sem vildi reikna út versta dag ársins, til að geta betur selt fólki sólarlandaferðir. Ráðnir voru sérstakir stærðfræðingar til að gera útreikningana og fá fram; hvenær væri mesta deyfð yfir fólki og þar með mestur vilji til að bóka utanlandsferð. Takið eftir að þessa daganna eru margar ferðaskrifstofur einmitt að senda út auglýsingar alveg á útopnu. Fyrirtæki nota Bláa mánudaginn líka til að selja blá-taumótt jakkaföt, bláan ís, eða bláan varalit. Og mánudagsblús er fyrsta blúskvöld ársins. 22. janúar og allir næstu dagar eru bláir dagar, hjá mér allavega. Í ofanálagið er fólk dauft út af hræðilegum sorgartíðundum undanfarið. Á síðasta ári dóu margir elskaðir tónlistarmenn og leikarara, sem minnir okkur á dauðleika okkar allra. Margir óttast hryðjuverkafaraldur og fólk hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. En það kemur betri tíð. Það er nefnilega líka búið að reikna út ánægjulegasta og hamingjuríkasta dag ársins. Sá dagur reynist vera 24 júní, sem er Jónsmessan. Það er þá sem kýrnar fara út, við kveikjum bálköstur á ströndinni, það er miðsumar og bjart alla nóttina, vindurinn hlýr og við kaupum ís handa börnunum. Blái mánudagurinn er því tímamót þar sem einu ferli lýkur og annað tekur við, semsagt tími til breytinga. Nú er tilvalið að taka ákvarðanir um að hætta að reykja, rækta líkamann, skipta um starf og ákveða sumarfríið. Þessvegna er það alveg eðlilegt að flatmaga í sófanum og íhuga. Maður verður að vökva blómið sitt. Taktu ákvarðanir og lifðu lífinu eins og þú villt. Farðu um borð í draumaskipið, þitt draumaskip og þú getur siglt hvert sem er. Þú átt tímann. Ef búið er að selja þér utanlandsferð, þá tóks þeim að nota bláa mánudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Þessa dagana er þungt yfir fólki. Framtakssemin er í lágmarki, deyfð og vonleysi fyllir hugi margra. Sjálfur hangi ég í sófanum, hugsa en framkvæmi ekkert. Framkvæmdalistinn er orðin ansi langur og pappírinn hleðst upp. Ég sötra kaffi, nennir ekki að ryksuga eða setja í vél, langar í bíltúr en kemst ekki upp úr sófanum. Það er nákvæmlega ekkert í sjónvarpinu. Hérna ligg ég í sófanum og læt mig dreyma um sólarlandaferðir. Undir niðri kraumar nú samt löngunin til að koma einhverju í verk. En það er ekki bara ég sem hef það svona, því þetta er verstu dagar ársins. Þetta eru bláir dagar. Nákvæmlega þriðji mánudagur ársins, 22 janúar í ár, er semsagt leiðinlegasti dagur ársins; kallaður blái mánudagurinn. Þetta hefur verið reiknað út með vísindalegum aðferðum og dagurinn greindur sem mest niðurdrepandi dagur ársins, allavega fyrir þá sem búa á norðurhveli jarðar. Notuð var flókin jafna til að reikna þetta út. Breyturnar voru veðurfar, birtustig, skuldir, greiðslugeta, tíminn sem liðin var frá jólum, fjöldi nýársheita, tilfinningar og hvatning. Þetta þekkjum við öll? Kreditkortareikningurinn er í mínus eftir jólin. Á Íslandi er kalt og dimmt, ís og krap á gangstéttunum. Ýmist er snjókoma eða ausandi rigning og margar lægðir á leiðinni. Nýárið er sá tími sem fólk hugsar sinn gang og vill breyta til. Margir ákveða að fara í megrun og mæta í ræktina. Samkvæmt tölum frá Bretlandi er orðið skilnaður mun oftar slegið inn í leitarvél Google í janúar en aðra mánuði. Fyrsta mánudag á árinu nær þessi áhugi hápunkti samkvæmt vefsíðu skilnaðarfyrirtækisins Amicable. Fólki líður greinilega ekki vel þessa dagana. Sannleikurinn er sá að það var ferðaskrifstofa sem vildi reikna út versta dag ársins, til að geta betur selt fólki sólarlandaferðir. Ráðnir voru sérstakir stærðfræðingar til að gera útreikningana og fá fram; hvenær væri mesta deyfð yfir fólki og þar með mestur vilji til að bóka utanlandsferð. Takið eftir að þessa daganna eru margar ferðaskrifstofur einmitt að senda út auglýsingar alveg á útopnu. Fyrirtæki nota Bláa mánudaginn líka til að selja blá-taumótt jakkaföt, bláan ís, eða bláan varalit. Og mánudagsblús er fyrsta blúskvöld ársins. 22. janúar og allir næstu dagar eru bláir dagar, hjá mér allavega. Í ofanálagið er fólk dauft út af hræðilegum sorgartíðundum undanfarið. Á síðasta ári dóu margir elskaðir tónlistarmenn og leikarara, sem minnir okkur á dauðleika okkar allra. Margir óttast hryðjuverkafaraldur og fólk hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. En það kemur betri tíð. Það er nefnilega líka búið að reikna út ánægjulegasta og hamingjuríkasta dag ársins. Sá dagur reynist vera 24 júní, sem er Jónsmessan. Það er þá sem kýrnar fara út, við kveikjum bálköstur á ströndinni, það er miðsumar og bjart alla nóttina, vindurinn hlýr og við kaupum ís handa börnunum. Blái mánudagurinn er því tímamót þar sem einu ferli lýkur og annað tekur við, semsagt tími til breytinga. Nú er tilvalið að taka ákvarðanir um að hætta að reykja, rækta líkamann, skipta um starf og ákveða sumarfríið. Þessvegna er það alveg eðlilegt að flatmaga í sófanum og íhuga. Maður verður að vökva blómið sitt. Taktu ákvarðanir og lifðu lífinu eins og þú villt. Farðu um borð í draumaskipið, þitt draumaskip og þú getur siglt hvert sem er. Þú átt tímann. Ef búið er að selja þér utanlandsferð, þá tóks þeim að nota bláa mánudaginn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar