Erlent

Tvö hundruð slasaðir í lestarslysi í Suður-Afríku

Kjartan Kjartansson skrifar
Germiston er um tuttugu kílómetra austur af Jóhannesarborg.
Germiston er um tuttugu kílómetra austur af Jóhannesarborg. Google Maps
Tvær lestir rákust saman nærri Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun með þeim afleiðingum að um tvö hundruð manns slösuðust að sögn viðbragðsaðila. Farþegarnir eru sagðir hafa orðið fyrir litlum eða takmörkuðum meiðslum og engar fréttir hafa enn borist af mannskaða.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu nú en suður-afrískir fjölmiðlar segja að svo virðist sem að lest hafi rekist aftan á aðra sem var kyrrstæð. Margir farþeganna eru sagðir hafa verið fólk á leið til vinnu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Slysið átti sér stað í bæninum Germiston, um tuttugu kílómetra austur af Jóhannesarborg.

Aðeins er vika liðin frá banvænu lestarslysi í Suður-Afríku. Nítján manns fórust þegar lest rakst á bíl í Kroonstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×