Tennur táninga Guðríður Lára Þrastardóttir skrifar 9. janúar 2018 13:48 Undanfarið hefur töluvert borið á umfjöllun um aldursgreiningar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Rauði krossinn á Íslandi hefur sinnt talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd síðan í ágúst 2014 og ítrekað gagnrýnt ákvarðanir stjórnvalda er lúta að aldri einstaklinga sem hingað koma án löglegra skilríkja og segjast vera yngri en 18 ára. Réttarstaða barna og fullorðinna einstaklinga í hælisleit er ekki að öllu leyti sú sama og eru börnum tryggð ýmis réttindi samkvæmt íslenskum lögum, Dyflinnarreglugerðinni og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Lög um útlendingaÚtlendingalögin og reglugerð um útlendinga eru að nokkuð afdráttarlaus og ljóst að samkvæmt þeim ber að meta vafa umsækjendum í hag auk þess sem gerð er krafa um að heildstætt mat fari fram þegar tekin er ákvörðun um aldur einstaklinga. Fjallað er um aldursgreiningar í lögum um útlendinga nr. 80/2016. Í III. kafla í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 80/2016 segir að helstu nýmæli frumvarpsins sé áhersla á réttindi barna og umbætur, m.a. með sértækum ákvæðum um réttindi barna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, skilgreiningu á því sem barni er fyrir bestu og endurskoðun á reglum um aldursgreiningu og um fylgdarlaus börn. Í f. lið sama kafla er fjallað um fylgdarlaus börn en þar er lagt til, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og ábendingar sérfræðinga í málaflokknum, að; gengið verði út frá því að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem segist vera barn sé álitinn barn við meðferð máls nema það þyki afar ósennilegt eða annað komi í ljós með aldursgreiningu eða öðrum hætti. Nokkru neðar segir; ef ekki hefur tekist að leiða í ljós aldur umsækjandans með nægilega tryggum hætti, þrátt fyrir aldursgreiningu, skal viðkomandi njóta vafans og vera meðhöndlaður sem barn. Er þetta í samræmi við lokamálslið 1. mgr. 113. gr. laganna þar sem kveðið er á um að niðurstaða úr líkamsrannsókn skuli metin í samhengi við önnur atriði málsins og vafi metinn umsækjanda í hag. Í 39. gr. reglugerðar um útlendinga nr. 540/2017 segir að við ákvörðun á aldri skuli fara fram heildstætt mat á aðstæðum einstaklings og frásagnar hans af ævi sinni en auk þess megi beita líkamsrannsókn til greiningar á aldri.Úrbóta er þörfRauði krossinn á Íslandi telur að úrbóta sé þörf þegar kemur að mati á aldri umsækjenda um alþjóðlega vernd. Hér á landi eru allir þeir sem segjast vera yngri en 18 ára að aldri og hafa ekki vegabréf sem sanna á þeim deili gert að gangast undir röntgenrannsókn á tönnum. Tannrannsóknin gengur að stærstum hluta út á að skoða þroska endajaxla viðkomandi. Útlendingastofnun ákvarðar aldur viðkomandi út frá niðurstöðu rannsóknarinnar en ekkert mat fer fram á aðstæðum einstaklings og frásögn af ævi hans líkt og kveðið er á um í reglugerð um útlendinga. Ekkert viðtal er tekið við umsækjanda þar sem lagt er mat á þroska hans eða stöðu. Enginn sérfræðingur í málefnum barna kemur að greiningu á aldri en tveir tannlæknar sem starfa við tannlæknadeild Háskóla Íslands framkvæma tannrannsóknina í húsakynnum Háskóla Íslands. Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir, frjáls félagasamtök og erlend læknafélög hafa lagst gegn notkun líkamsrannsókna til ákvörðunar á aldri. Í skýrslu Evrópuráðsins sem ber heitið Age Assessment: Council of Europe member states´policies, procedures and practices respectful of children´s rights in the context of migration, sem kom út í september síðastliðnum er fjallað um það hvað felist í heildstæðu mati en þar kemur fram að ef framkvæma eigi alhliða og nákvæma aldursgreiningu þurfi að fara fram heildstætt mat sem feli í sér mismunandi viðmið og aðferðir. Við matið þurfi að taka tillit til líkamlegra, andlegra, þróunarlegra, umhverfislegra, samfélags- og menningarlegra þátta. Til þess að meta þessa þætti saman þurfi að kalla til sérfræðinga á mismunandi sviðum en sérfræðingar í þroska barna skuli hafa leiðandi hlutverk við aldursgreiningu, t.a.m. barnalæknar og barnasálfræðingar. Í skýrslunni er einnig lögð þung áhersla á að líkamsrannsóknir skuli einungis nota sem lokaúrræði þegar verulegur vafi leiki á aldri viðkomandi, í samræmi við bestu hagsmuni barnsins og þegar aðrar aðferðir til greiningar á aldri hafa verið reyndar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út leiðbeiningarreglur um aldursgreiningar (e. Technical Note for UNHCR Operations on Age Assessment) í maí 2016 þar sem fram kemur að læknisfræðilegar rannsóknir til ákvörðunar á aldri séu afar umdeildar og að í þeim felist mikill vafi, slíkar rannsóknir geti í besta falli leitt af sér ígrundaða ágiskun (e. educated guess). Að auki veki læknisfræðilegar rannsóknir til ákvörðunar á aldri upp spurningar um hvort nægilega sé hugað að öryggi, mannlegri reisn, virðingu fyrir ólíkri menningu og hagsmunum barnsins. Þá kemur fram að starfsmenn Flóttamannastofnunarinnar skuli ekki notast við læknisfræðilegar rannsóknir til ákvörðunar á aldri. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) gaf út leiðbeiningar árið 2013 um aldursgreiningar (Age Assessment: A Technical Note) þar sem settar eru fram 11 viðmiðunarreglur sem fylgja ber við aldursgreiningar. Áttunda viðmiðunarreglan fjallar um heildstætt mat en þar kemur fram að taka beri mið af og vega saman marga þætti við mat á aldri og að því mati ættu að koma sérfræðingar á mismunandi sviðum. Samtökin Doctors of the World (fr. Médecins du monde) gáfu árið 2015 út skýrslu sem fjallar um aldursgreiningar en þar er einnig sett fram hörð gagnrýni á notkun röntgenrannsókna á tönnum við ákvörðun á aldri. Þar segir að sérfræðingar í tannlækningum séu ekki sammála um áreiðanleika og gildi tannrannsókna til ákvörðunar á aldri. Fram kemur að þrátt fyrir að flestir fái ekki endajaxla fyrr en eftir 18 ára aldur þá séu til heimildir um að börn allt niður í 13 ára hafi verið komin með endajaxla í ríkjum á borð við Indland, Úganda, Kenýa, Nígeríu og Japan. Nýlega hafa samtök þýskra barnalækna lagst gegn notkun líkamsrannsókna við ákvörðun á aldri. Hið sama hafa læknafélög í Bretlandi, Noregi og Svíþjóð gert sem og tannlæknafélög í Bretlandi og Hollandi. Önnur gagnrýni á líkamsrannsóknir snýr að því að aðferðirnar séu siðferðislega ámælisverðar, vísindagrunnur þeirra sé veikur m.a. vegna þess að þeir viðmiðunarhópar sem rannsóknirnar byggja á séu vestrænir unglingar og að munur geti verið á tannþroska eftir uppruna, uppeldisskilyrðum og umhverfi. Rauði krossinn telur að hverfa skuli alfarið frá líkamsrannsóknum til ákvörðunar á aldri. Stjórnvöld ættu að hafa forystu um að þróa heildstæða, alhliða aðferð í samvinnu við fjölbreyttan hóp fræðimanna til að meta aldur umsækjenda um alþjóðlega vernd en þar skuli mannúðarsjónarmið og viðkvæm staða viðkomandi vega þyngst.Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur töluvert borið á umfjöllun um aldursgreiningar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Rauði krossinn á Íslandi hefur sinnt talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd síðan í ágúst 2014 og ítrekað gagnrýnt ákvarðanir stjórnvalda er lúta að aldri einstaklinga sem hingað koma án löglegra skilríkja og segjast vera yngri en 18 ára. Réttarstaða barna og fullorðinna einstaklinga í hælisleit er ekki að öllu leyti sú sama og eru börnum tryggð ýmis réttindi samkvæmt íslenskum lögum, Dyflinnarreglugerðinni og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Lög um útlendingaÚtlendingalögin og reglugerð um útlendinga eru að nokkuð afdráttarlaus og ljóst að samkvæmt þeim ber að meta vafa umsækjendum í hag auk þess sem gerð er krafa um að heildstætt mat fari fram þegar tekin er ákvörðun um aldur einstaklinga. Fjallað er um aldursgreiningar í lögum um útlendinga nr. 80/2016. Í III. kafla í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 80/2016 segir að helstu nýmæli frumvarpsins sé áhersla á réttindi barna og umbætur, m.a. með sértækum ákvæðum um réttindi barna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, skilgreiningu á því sem barni er fyrir bestu og endurskoðun á reglum um aldursgreiningu og um fylgdarlaus börn. Í f. lið sama kafla er fjallað um fylgdarlaus börn en þar er lagt til, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og ábendingar sérfræðinga í málaflokknum, að; gengið verði út frá því að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem segist vera barn sé álitinn barn við meðferð máls nema það þyki afar ósennilegt eða annað komi í ljós með aldursgreiningu eða öðrum hætti. Nokkru neðar segir; ef ekki hefur tekist að leiða í ljós aldur umsækjandans með nægilega tryggum hætti, þrátt fyrir aldursgreiningu, skal viðkomandi njóta vafans og vera meðhöndlaður sem barn. Er þetta í samræmi við lokamálslið 1. mgr. 113. gr. laganna þar sem kveðið er á um að niðurstaða úr líkamsrannsókn skuli metin í samhengi við önnur atriði málsins og vafi metinn umsækjanda í hag. Í 39. gr. reglugerðar um útlendinga nr. 540/2017 segir að við ákvörðun á aldri skuli fara fram heildstætt mat á aðstæðum einstaklings og frásagnar hans af ævi sinni en auk þess megi beita líkamsrannsókn til greiningar á aldri.Úrbóta er þörfRauði krossinn á Íslandi telur að úrbóta sé þörf þegar kemur að mati á aldri umsækjenda um alþjóðlega vernd. Hér á landi eru allir þeir sem segjast vera yngri en 18 ára að aldri og hafa ekki vegabréf sem sanna á þeim deili gert að gangast undir röntgenrannsókn á tönnum. Tannrannsóknin gengur að stærstum hluta út á að skoða þroska endajaxla viðkomandi. Útlendingastofnun ákvarðar aldur viðkomandi út frá niðurstöðu rannsóknarinnar en ekkert mat fer fram á aðstæðum einstaklings og frásögn af ævi hans líkt og kveðið er á um í reglugerð um útlendinga. Ekkert viðtal er tekið við umsækjanda þar sem lagt er mat á þroska hans eða stöðu. Enginn sérfræðingur í málefnum barna kemur að greiningu á aldri en tveir tannlæknar sem starfa við tannlæknadeild Háskóla Íslands framkvæma tannrannsóknina í húsakynnum Háskóla Íslands. Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir, frjáls félagasamtök og erlend læknafélög hafa lagst gegn notkun líkamsrannsókna til ákvörðunar á aldri. Í skýrslu Evrópuráðsins sem ber heitið Age Assessment: Council of Europe member states´policies, procedures and practices respectful of children´s rights in the context of migration, sem kom út í september síðastliðnum er fjallað um það hvað felist í heildstæðu mati en þar kemur fram að ef framkvæma eigi alhliða og nákvæma aldursgreiningu þurfi að fara fram heildstætt mat sem feli í sér mismunandi viðmið og aðferðir. Við matið þurfi að taka tillit til líkamlegra, andlegra, þróunarlegra, umhverfislegra, samfélags- og menningarlegra þátta. Til þess að meta þessa þætti saman þurfi að kalla til sérfræðinga á mismunandi sviðum en sérfræðingar í þroska barna skuli hafa leiðandi hlutverk við aldursgreiningu, t.a.m. barnalæknar og barnasálfræðingar. Í skýrslunni er einnig lögð þung áhersla á að líkamsrannsóknir skuli einungis nota sem lokaúrræði þegar verulegur vafi leiki á aldri viðkomandi, í samræmi við bestu hagsmuni barnsins og þegar aðrar aðferðir til greiningar á aldri hafa verið reyndar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út leiðbeiningarreglur um aldursgreiningar (e. Technical Note for UNHCR Operations on Age Assessment) í maí 2016 þar sem fram kemur að læknisfræðilegar rannsóknir til ákvörðunar á aldri séu afar umdeildar og að í þeim felist mikill vafi, slíkar rannsóknir geti í besta falli leitt af sér ígrundaða ágiskun (e. educated guess). Að auki veki læknisfræðilegar rannsóknir til ákvörðunar á aldri upp spurningar um hvort nægilega sé hugað að öryggi, mannlegri reisn, virðingu fyrir ólíkri menningu og hagsmunum barnsins. Þá kemur fram að starfsmenn Flóttamannastofnunarinnar skuli ekki notast við læknisfræðilegar rannsóknir til ákvörðunar á aldri. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) gaf út leiðbeiningar árið 2013 um aldursgreiningar (Age Assessment: A Technical Note) þar sem settar eru fram 11 viðmiðunarreglur sem fylgja ber við aldursgreiningar. Áttunda viðmiðunarreglan fjallar um heildstætt mat en þar kemur fram að taka beri mið af og vega saman marga þætti við mat á aldri og að því mati ættu að koma sérfræðingar á mismunandi sviðum. Samtökin Doctors of the World (fr. Médecins du monde) gáfu árið 2015 út skýrslu sem fjallar um aldursgreiningar en þar er einnig sett fram hörð gagnrýni á notkun röntgenrannsókna á tönnum við ákvörðun á aldri. Þar segir að sérfræðingar í tannlækningum séu ekki sammála um áreiðanleika og gildi tannrannsókna til ákvörðunar á aldri. Fram kemur að þrátt fyrir að flestir fái ekki endajaxla fyrr en eftir 18 ára aldur þá séu til heimildir um að börn allt niður í 13 ára hafi verið komin með endajaxla í ríkjum á borð við Indland, Úganda, Kenýa, Nígeríu og Japan. Nýlega hafa samtök þýskra barnalækna lagst gegn notkun líkamsrannsókna við ákvörðun á aldri. Hið sama hafa læknafélög í Bretlandi, Noregi og Svíþjóð gert sem og tannlæknafélög í Bretlandi og Hollandi. Önnur gagnrýni á líkamsrannsóknir snýr að því að aðferðirnar séu siðferðislega ámælisverðar, vísindagrunnur þeirra sé veikur m.a. vegna þess að þeir viðmiðunarhópar sem rannsóknirnar byggja á séu vestrænir unglingar og að munur geti verið á tannþroska eftir uppruna, uppeldisskilyrðum og umhverfi. Rauði krossinn telur að hverfa skuli alfarið frá líkamsrannsóknum til ákvörðunar á aldri. Stjórnvöld ættu að hafa forystu um að þróa heildstæða, alhliða aðferð í samvinnu við fjölbreyttan hóp fræðimanna til að meta aldur umsækjenda um alþjóðlega vernd en þar skuli mannúðarsjónarmið og viðkvæm staða viðkomandi vega þyngst.Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar