Fólkið í borginni er komið með nóg Áslaug Friðriksdóttir skrifar 18. janúar 2018 07:00 Ekkert lát er á því hvernig borgarstjórn seilist í veski og pyngjur borgarbúa en í staðinn er þjónustan af skornum skammti. Hvernig stendur á því að þegar íbúar borgarinnar borga meira en nokkurn tíma áður í borgarsjóð að þjónustan sem þeim stendur til boða standi svona höllum fæti.Almenn þjónusta á einfaldlega að virka Meginþorri borgarbúa vill fá að vera í friði og komast í gegnum sín daglegu verkefni án þess að ákvarðanir í borgarstjórn séu þar að flækjast fyrir. Þeir eru ekki kröfuharðir. Það eina sem þeir vilja er að almenn þjónusta virki. Sveitarfélag hefur ekki svo flóknum skyldum að gegna. Megináherslan á að vera að aðstoða fólk að komast leiðar sinnar, hreinsa, sópa og salta götur og stíga eftir þörfum og sinna viðhaldi gatnakerfisins. Sinna sorphirðu þannig að vel sé, veita öldruðum og fötluðum mannsæmandi þjónustu. Tryggja að skólakerfið veiti börnum nauðsynlega menntun og leikskólabörnum vist svo foreldrar komist til vinnu sinnar. Þetta er ekki flókið. Kannski finnst meirihlutanum í Reykjavík þetta ekki nógu spennandi verkefni. Alla vega geta þau seint kallast uppáhaldsverkefni hans. Upplifun íbúanna í borginni er að þeir þurfi að greiða borgarsjóði af tekjum sínum í stórum stíl en fái ekki sanngjarna þjónustu fyrir. Þetta viðhorf er afar slæmt og til þess fallið að veikja samstöðu íbúa við uppbyggingu og þróun þjónustu í borginni. Þeir sem sest hefðu að í borginni taka frekar þá ákvörðun að fara annað þar sem þjónustan er til staðar. Um leið fjölgar útsvarsgreiðendum ekki í borginni og geta til að reka sterkt velferðar- og skólakerfi veikist.Virðingu á að bera fyrir fjármunum borgarbúa Á næsta kjörtímabili þarf að kjósa forystu sem ber virðingu fyrir fjármunum borgarbúa. Sú virðing er ein meginforsenda þess að fólk sé tilbúið til að leggja fé til sameiginlegra sjóða. Og það að fólk sé tilbúið til þess er grundvöllur velferðarkerfisins sem við þekkjum. Reksturinn þarf að taka föstum tökum og gera sjálfbæran. Þau skilaboð er að finna frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlunum síðustu ára. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á þetta fyrir daufum eyrum meirihlutans. Svo virðist sem þeim finnist önnur verkefni skemmtilegri. Í komandi kosningum verður að skipta um meirihluta í Reykjavík. Meirihluta sem tekur grunnþjónustumálin alvarlega og snýr alvarlegri þróun í borginni við. Sjálfstæðismenn velja sér leiðtoga til þess verkefnis í komandi prófkjöri. Nauðsynlegt er að velja leiðtoga sem hefur hugrekki og ákveðni til að knýja breytingar fram og nær til breiðs kjósendahóps í kosningunum í vor. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fylgi til að komast í meirihluta og út frá því þarf að velja leiðtoga. Ég býð mig fram, hef þá eiginleika sem þarf til að stýra verkefninu í höfn í þágu borgarbúa og óska eftir stuðningi til þess í komandi leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ekkert lát er á því hvernig borgarstjórn seilist í veski og pyngjur borgarbúa en í staðinn er þjónustan af skornum skammti. Hvernig stendur á því að þegar íbúar borgarinnar borga meira en nokkurn tíma áður í borgarsjóð að þjónustan sem þeim stendur til boða standi svona höllum fæti.Almenn þjónusta á einfaldlega að virka Meginþorri borgarbúa vill fá að vera í friði og komast í gegnum sín daglegu verkefni án þess að ákvarðanir í borgarstjórn séu þar að flækjast fyrir. Þeir eru ekki kröfuharðir. Það eina sem þeir vilja er að almenn þjónusta virki. Sveitarfélag hefur ekki svo flóknum skyldum að gegna. Megináherslan á að vera að aðstoða fólk að komast leiðar sinnar, hreinsa, sópa og salta götur og stíga eftir þörfum og sinna viðhaldi gatnakerfisins. Sinna sorphirðu þannig að vel sé, veita öldruðum og fötluðum mannsæmandi þjónustu. Tryggja að skólakerfið veiti börnum nauðsynlega menntun og leikskólabörnum vist svo foreldrar komist til vinnu sinnar. Þetta er ekki flókið. Kannski finnst meirihlutanum í Reykjavík þetta ekki nógu spennandi verkefni. Alla vega geta þau seint kallast uppáhaldsverkefni hans. Upplifun íbúanna í borginni er að þeir þurfi að greiða borgarsjóði af tekjum sínum í stórum stíl en fái ekki sanngjarna þjónustu fyrir. Þetta viðhorf er afar slæmt og til þess fallið að veikja samstöðu íbúa við uppbyggingu og þróun þjónustu í borginni. Þeir sem sest hefðu að í borginni taka frekar þá ákvörðun að fara annað þar sem þjónustan er til staðar. Um leið fjölgar útsvarsgreiðendum ekki í borginni og geta til að reka sterkt velferðar- og skólakerfi veikist.Virðingu á að bera fyrir fjármunum borgarbúa Á næsta kjörtímabili þarf að kjósa forystu sem ber virðingu fyrir fjármunum borgarbúa. Sú virðing er ein meginforsenda þess að fólk sé tilbúið til að leggja fé til sameiginlegra sjóða. Og það að fólk sé tilbúið til þess er grundvöllur velferðarkerfisins sem við þekkjum. Reksturinn þarf að taka föstum tökum og gera sjálfbæran. Þau skilaboð er að finna frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlunum síðustu ára. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á þetta fyrir daufum eyrum meirihlutans. Svo virðist sem þeim finnist önnur verkefni skemmtilegri. Í komandi kosningum verður að skipta um meirihluta í Reykjavík. Meirihluta sem tekur grunnþjónustumálin alvarlega og snýr alvarlegri þróun í borginni við. Sjálfstæðismenn velja sér leiðtoga til þess verkefnis í komandi prófkjöri. Nauðsynlegt er að velja leiðtoga sem hefur hugrekki og ákveðni til að knýja breytingar fram og nær til breiðs kjósendahóps í kosningunum í vor. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fylgi til að komast í meirihluta og út frá því þarf að velja leiðtoga. Ég býð mig fram, hef þá eiginleika sem þarf til að stýra verkefninu í höfn í þágu borgarbúa og óska eftir stuðningi til þess í komandi leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar