Guðjón Valur stoltur af Ljónunum sem létu ekki bjóða sér bullið hjá EHF Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2018 08:00 Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson fara líklega ekki áfram í Meistaradeildinni. vísir/getty Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen munu senda varaliðið sitt í fyrri leikinn á móti Evrópumeisturum Kielce frá Póllandi í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem rígurinn á milli evrópska handknattleikssambandsins og þess þýska heldur áfram. Staðan er þannig að Ljónin þurfa að spila stórleik á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel 25. mars klukkan tíu mínútur yfir sex að þýskum tíma en klukkan fjögur sama dag á Löwen að vera í Póllandi. Það gengur augljóslega ekki upp. Fyrr á leiktíðinni þurftu þýsku meistararnir að spila heimaleik gegn Leipzig í deildinni og svo Meistaradeildarleik á útivelli gegn stórliði Barcelona en vandræðin á milli EHF og þýska sambandsins eru mikil. Valdabaráttan er í algleymingi og stefnir í að aðeins eitt þýskt lið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð þar sem evrópska sambandið hefur engan áhuga á að vinna með því þýska og finna leikdaga í kringum þessa sterkustu deild heims.Skaðar íþróttina Forsvarsmenn Rhein-Neckar Löwen tóku þá ákvörðun í gær að láta ekki bjóða sér þetta bull og ætla að senda varaliðið til leiks á móti Kielce en óhætt er að segja að þar með eru möguleika þess á að komast áfram úr sögunni. „Félagið okkar hefur barist hart gegn þessari stöðu og við munum ekki gefa heimaleikinn okkar eins og við höfum verið beðin um,“ segir Jennifer Ketteman, framkvæmdastjóri Löwen, en lausn EHF var að liðin mundu skipta á heimaleikjum. „Við erum búin að lofa okkur í þennan leik á móti Kiel sem verður sýndur beint á ARD og á Sky og við ætlum að standa við orð okkar. Persónulega vonaðist ég til þess að það sem gerðist fyrr í vetur myndi opna augu EHF en sú er ekki raunin. Þetta skaðar íþróttina okkar og við hörmum þessa valdabaráttu,“ segir Ketteman. Ljóst er að Ljónin njóta fulls stuðnings leikmanna liðsins en íslenski landsliðsfyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, sem er ekki bara ein skærasta stjarna Löwen heldur handboltaheimsins, styður ákvörðun sinna manna. „Ég hef alltaf gert allt fyrir mitt félag, sama hvaða treyju ég hef klæðst. Í dag er ég sérstaklega stoltur af því að vera hluti af Rhein-Neckar Löwen. Sambönd og forráðamenn eiga aldrei að vera stærri en íþróttin okkar og íþróttamennirnir. Við stigum niður fæti fyrir handboltann og handboltamenn í dag,“ segir hann í Instagram-færslu. I have always given everything for my club, no matter what jersey I've worn. But today I am particularly proud to be part of the @rnloewen . Federations and officials should never be more important than our sport and we athletes. We have made a statement for handball and handball players today! Ich habe immer alles für meinen Verein gegeben, egal welches Trikot ich getragen habe. Heute aber bin ich besonders stolz, Teil der @rnloewen zu sein. Verbände und Funktionäre dürfen niemals wichtiger sein als unsere Sportart und wir Sportler. Für den Handball und Handballspieler haben wir heute ein Zeichen gesetzt! #handball #1team1ziel A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on Mar 8, 2018 at 1:50pm PST Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Þýskalandsmeistarar Rhein-Neckar Löwen munu senda varaliðið sitt í fyrri leikinn á móti Evrópumeisturum Kielce frá Póllandi í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem rígurinn á milli evrópska handknattleikssambandsins og þess þýska heldur áfram. Staðan er þannig að Ljónin þurfa að spila stórleik á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel 25. mars klukkan tíu mínútur yfir sex að þýskum tíma en klukkan fjögur sama dag á Löwen að vera í Póllandi. Það gengur augljóslega ekki upp. Fyrr á leiktíðinni þurftu þýsku meistararnir að spila heimaleik gegn Leipzig í deildinni og svo Meistaradeildarleik á útivelli gegn stórliði Barcelona en vandræðin á milli EHF og þýska sambandsins eru mikil. Valdabaráttan er í algleymingi og stefnir í að aðeins eitt þýskt lið verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð þar sem evrópska sambandið hefur engan áhuga á að vinna með því þýska og finna leikdaga í kringum þessa sterkustu deild heims.Skaðar íþróttina Forsvarsmenn Rhein-Neckar Löwen tóku þá ákvörðun í gær að láta ekki bjóða sér þetta bull og ætla að senda varaliðið til leiks á móti Kielce en óhætt er að segja að þar með eru möguleika þess á að komast áfram úr sögunni. „Félagið okkar hefur barist hart gegn þessari stöðu og við munum ekki gefa heimaleikinn okkar eins og við höfum verið beðin um,“ segir Jennifer Ketteman, framkvæmdastjóri Löwen, en lausn EHF var að liðin mundu skipta á heimaleikjum. „Við erum búin að lofa okkur í þennan leik á móti Kiel sem verður sýndur beint á ARD og á Sky og við ætlum að standa við orð okkar. Persónulega vonaðist ég til þess að það sem gerðist fyrr í vetur myndi opna augu EHF en sú er ekki raunin. Þetta skaðar íþróttina okkar og við hörmum þessa valdabaráttu,“ segir Ketteman. Ljóst er að Ljónin njóta fulls stuðnings leikmanna liðsins en íslenski landsliðsfyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, sem er ekki bara ein skærasta stjarna Löwen heldur handboltaheimsins, styður ákvörðun sinna manna. „Ég hef alltaf gert allt fyrir mitt félag, sama hvaða treyju ég hef klæðst. Í dag er ég sérstaklega stoltur af því að vera hluti af Rhein-Neckar Löwen. Sambönd og forráðamenn eiga aldrei að vera stærri en íþróttin okkar og íþróttamennirnir. Við stigum niður fæti fyrir handboltann og handboltamenn í dag,“ segir hann í Instagram-færslu. I have always given everything for my club, no matter what jersey I've worn. But today I am particularly proud to be part of the @rnloewen . Federations and officials should never be more important than our sport and we athletes. We have made a statement for handball and handball players today! Ich habe immer alles für meinen Verein gegeben, egal welches Trikot ich getragen habe. Heute aber bin ich besonders stolz, Teil der @rnloewen zu sein. Verbände und Funktionäre dürfen niemals wichtiger sein als unsere Sportart und wir Sportler. Für den Handball und Handballspieler haben wir heute ein Zeichen gesetzt! #handball #1team1ziel A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on Mar 8, 2018 at 1:50pm PST
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira