Ef þetta er upphafið, hver er endirinn? Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir skrifar 8. október 2018 11:10 Tillaga um að stórbreyta bæjarásýnd Ísafjarðar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 4. október síðastliðnum eftir stuttan og vafasaman feril málsins innan stjórnsýslunnar. Flestir þekkja Gamla Sjúkrahúsið sem stendur friðað á Eyrartúni í vernduðu umhverfi, sem hluti af fyrsta lögformlega skipulagi á Íslandi frá 1927. Byggingin, túnið, götumyndin og umhverfið er eitt helsta bæjareinkenni Ísafjarðar og hluti af menningarsögu þjóðarinnar. Með samþykkt bæjarstjórnar um að auglýsa nýtt deiliskipulag skapast stórhætta á að fordæmi verði fyrir því að hægt sé að vanvirða gildandi stefnu um að svæðið sé fullbyggt. Einnig að það sé hægt að komast framhjá ákvæðum um afmarkandi skilmála um varðveislu skipulagsheildarinnar frá 1927 sem hefur menningarsögulegt gildi fyrir sveitarfélagið. Með samþykktinni er fallið frá þeim ákvæðum sem gilda í núverandi deiliskipulagi að engar nýbyggingar séu leyfðar á reit Safnahússins eða í nágrenni þess. Áður hefur enginn lagt sig fram við að eyðileggja þá fyrirmynd sem stendur fyrr en nú. Við upphaf málsins heimilaði bæjarstjórn aðeins vinnu við deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum Eyrarskjól, á þeim fundi var sérstaklega tilgreint að ekki væri gert ráð fyrir neinum breytingum utan lóðamarka Eyrarskjóls. Brýn þörf er á framtaki í leikskólamálum, en hún má ekki bitna á aldargömlum viðmiðum sem fyrri kynslóðir hafa staðið vörð um fyrir núverandi samfélag.Án umræðu eða samráðs við íbúa Ísafjarðarbæjar var tillögu að 600 fermetra byggingu fyrir ótilgreinda þjónustu við Safnahúsið smokrað inn á skipulagið með vafasömum aðferðum. Bygging sem samþykkt er að staðsetja á vernduðu Eyrartúni við Túngötu. Að því virðist má ekki finna í fundargögnum ósk um slíkt menningarhús, heldur er það talið sem uppátæki embættismanna. Engin þarfa- eða kostnaðargreining á slíkum breytingum liggur fyrir. Enn og aftur fer þessi sýn þvert á stefnu aðalskipulags um að ekki sé þörf á nýjum byggingum fyrir menningarstarfsemi heldur skuli standa vörð um þá starfsemi sem þegar er til staðar. Til marks um stefnuleysið er aðeins mánuður síðan að hugmyndir bæjarins snérust um að koma fyrir tveim einkalóðum á Eyrartúni fyrir sitthvort 580 fermetra húsnæðið. Hver telur sig þess megnugan að fótumtroða það svæði sem á svo sterkan stað í hjörtum Ísfirðinga? Ísafjarðarbær tók ákvörðun um að auglýsa samþykkt sína í stað þess að sýna ígrundun og gæta að vönduðum vinnubrögðum á vinnslustigi málsins. Mín sýn er sú að verulegar breytingar sem þessar á menningarsögu og bæjarmynd Ísafjarðar varða alla sem bera virðingu fyrir samfélaginu sem hér er. Það skal ekki gleyma mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar í ákvörðunartöku. Stefna og framtíðarsýn sveitarfélagsins á ekki að vera óvissuþáttur í augum íbúa.Alberta Gullveig GuðbjartsdóttirÍbúi á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Tillaga um að stórbreyta bæjarásýnd Ísafjarðar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 4. október síðastliðnum eftir stuttan og vafasaman feril málsins innan stjórnsýslunnar. Flestir þekkja Gamla Sjúkrahúsið sem stendur friðað á Eyrartúni í vernduðu umhverfi, sem hluti af fyrsta lögformlega skipulagi á Íslandi frá 1927. Byggingin, túnið, götumyndin og umhverfið er eitt helsta bæjareinkenni Ísafjarðar og hluti af menningarsögu þjóðarinnar. Með samþykkt bæjarstjórnar um að auglýsa nýtt deiliskipulag skapast stórhætta á að fordæmi verði fyrir því að hægt sé að vanvirða gildandi stefnu um að svæðið sé fullbyggt. Einnig að það sé hægt að komast framhjá ákvæðum um afmarkandi skilmála um varðveislu skipulagsheildarinnar frá 1927 sem hefur menningarsögulegt gildi fyrir sveitarfélagið. Með samþykktinni er fallið frá þeim ákvæðum sem gilda í núverandi deiliskipulagi að engar nýbyggingar séu leyfðar á reit Safnahússins eða í nágrenni þess. Áður hefur enginn lagt sig fram við að eyðileggja þá fyrirmynd sem stendur fyrr en nú. Við upphaf málsins heimilaði bæjarstjórn aðeins vinnu við deiliskipulag vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskólanum Eyrarskjól, á þeim fundi var sérstaklega tilgreint að ekki væri gert ráð fyrir neinum breytingum utan lóðamarka Eyrarskjóls. Brýn þörf er á framtaki í leikskólamálum, en hún má ekki bitna á aldargömlum viðmiðum sem fyrri kynslóðir hafa staðið vörð um fyrir núverandi samfélag.Án umræðu eða samráðs við íbúa Ísafjarðarbæjar var tillögu að 600 fermetra byggingu fyrir ótilgreinda þjónustu við Safnahúsið smokrað inn á skipulagið með vafasömum aðferðum. Bygging sem samþykkt er að staðsetja á vernduðu Eyrartúni við Túngötu. Að því virðist má ekki finna í fundargögnum ósk um slíkt menningarhús, heldur er það talið sem uppátæki embættismanna. Engin þarfa- eða kostnaðargreining á slíkum breytingum liggur fyrir. Enn og aftur fer þessi sýn þvert á stefnu aðalskipulags um að ekki sé þörf á nýjum byggingum fyrir menningarstarfsemi heldur skuli standa vörð um þá starfsemi sem þegar er til staðar. Til marks um stefnuleysið er aðeins mánuður síðan að hugmyndir bæjarins snérust um að koma fyrir tveim einkalóðum á Eyrartúni fyrir sitthvort 580 fermetra húsnæðið. Hver telur sig þess megnugan að fótumtroða það svæði sem á svo sterkan stað í hjörtum Ísfirðinga? Ísafjarðarbær tók ákvörðun um að auglýsa samþykkt sína í stað þess að sýna ígrundun og gæta að vönduðum vinnubrögðum á vinnslustigi málsins. Mín sýn er sú að verulegar breytingar sem þessar á menningarsögu og bæjarmynd Ísafjarðar varða alla sem bera virðingu fyrir samfélaginu sem hér er. Það skal ekki gleyma mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar í ákvörðunartöku. Stefna og framtíðarsýn sveitarfélagsins á ekki að vera óvissuþáttur í augum íbúa.Alberta Gullveig GuðbjartsdóttirÍbúi á Ísafirði
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun