Einstakt tækifæri í menningarmálum Björn B. Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Menningarmál eru einn minnsti málaflokkurinn í íslenska stjórnkerfinu og sá sem við verjum hvað minnstum fjármunum til. Þó eru allir sammála um að skapandi greinar verði að vera ein af gildustu stoðum hagsældar á Íslandi framtíðarinnar. Lítið er samt gert til að leggja drög að þessari framtíð þó gamlir lesendur Litlu gulu hænunnar eigi að vita að til þess að uppskera sé nauðsynlegt að sá. Um þessar mundir eru uppi aðstæður sem skapa tækifæri til að margfalda uppskeru okkar á menningarsviðinu svo að framleiðsla og útflutningur menningarafurða verði umtalsverð stærð í hagkerfinu. Þessar aðstæður eru þær breytingar sem hafa orðið í dreifingu sjónvarpsefnis með nýjum efnisveitum og miklu betra aðgengi fólks að slíkum afurðum í gegnum síma og tölvur. Þessi þróun hefur leitt til sprengingar í eftirspurn eftir efni, ekki síst því sem við köllum leikið sjónvarpsefni. Þessi aukna eftirspurn hefur m.a. beinst að norrænu sjónvarpsefni vegna þess að þar hefur verið framleitt vandað sjónvarpsefni um árabil. Íslenskt efni er þar engin undantekning enda hafa íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir verið sýnd um víða veröld á undanförnum misserum við góðan orðstír. Á erlendum mörkuðum er eftirspurnin mikil. Við gætum selt miklu meira af leiknu sjónvarpsefni á íslensku til erlendra efnisveitna en við gerum núna. Á innlenda markaðnum er staðan sú að þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar vilja hver um sig kaupa a.m.k. tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir á hverju ári eða sex samtals. Við getum hins vegar aðeins framleitt tvær á ári. Flöskuhálsinn er að sá hluti Kvikmyndasjóðs sem ætlaður er leiknu sjónvarpsefni er svo grátlega lítill. En án stuðnings frá kvikmyndasjóði heimalands er eðlilega mjög erfitt að fjármagna framleiðslu á kvikmyndaefni. Framlag Kvikmyndasjóðs er þó að jafnaði aðeins um 10-15% af framleiðslukostnaði leikins sjónvarpsefnis á Íslandi. Útgjöldin engin Góðu fréttirnar eru þær að þeir skattpeningar, sem settir eru í þessa framleiðslu í gegnum Kvikmyndasjóð og endurgreiðslukerfið, ávaxtast og skila sér til baka svo ríkið græðir á öllu saman eins og fjölmargar úttektir og skýrslur hafa sýnt. Útgjöldin eru því í raun engin. Meginkosturinn við leikið íslenskt efni er auðvitað sá að þetta eru íslenskar sögur sagðar á íslensku og stóraukin framleiðsla á slíku efni er örugglega eitt það besta sem við getum gert til að verja og styrkja íslenskuna í stafrænum heimi nútímans. Annar kostur við slíka framleiðslu er að hún styrkir flestar stoðir lista og skapandi greina. Framleiðslan skapar ekki eingöngu störf fyrir kvikmyndagerðarmenn heldur einnig tónlistarmenn, leikara, rithöfunda, hönnuði af ýmsum toga og tæknifólk í mynd- og hljóðvinnslu. Allt eru þetta störf sem ungt fólk hefur mikinn áhuga á. Þau tækifæri sem nú eru á þessum markaði bíða ekki eftir okkur. Við verðum að grípa þau eða sitja eftir. Tækifærið til að koma hér upp varanlegri framleiðslu íslenskra menningarafurða sem seljast um allan heim er núna. Við höfum fólk með hæfileika og þekkingu til verksins en það sem vantar eru stjórnmálamenn sem hafa áhuga og nennu til að setja sig inn í málið – og framsýni og kjark til að vera í fararbroddi.Höfundur er kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Menningarmál eru einn minnsti málaflokkurinn í íslenska stjórnkerfinu og sá sem við verjum hvað minnstum fjármunum til. Þó eru allir sammála um að skapandi greinar verði að vera ein af gildustu stoðum hagsældar á Íslandi framtíðarinnar. Lítið er samt gert til að leggja drög að þessari framtíð þó gamlir lesendur Litlu gulu hænunnar eigi að vita að til þess að uppskera sé nauðsynlegt að sá. Um þessar mundir eru uppi aðstæður sem skapa tækifæri til að margfalda uppskeru okkar á menningarsviðinu svo að framleiðsla og útflutningur menningarafurða verði umtalsverð stærð í hagkerfinu. Þessar aðstæður eru þær breytingar sem hafa orðið í dreifingu sjónvarpsefnis með nýjum efnisveitum og miklu betra aðgengi fólks að slíkum afurðum í gegnum síma og tölvur. Þessi þróun hefur leitt til sprengingar í eftirspurn eftir efni, ekki síst því sem við köllum leikið sjónvarpsefni. Þessi aukna eftirspurn hefur m.a. beinst að norrænu sjónvarpsefni vegna þess að þar hefur verið framleitt vandað sjónvarpsefni um árabil. Íslenskt efni er þar engin undantekning enda hafa íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþættir verið sýnd um víða veröld á undanförnum misserum við góðan orðstír. Á erlendum mörkuðum er eftirspurnin mikil. Við gætum selt miklu meira af leiknu sjónvarpsefni á íslensku til erlendra efnisveitna en við gerum núna. Á innlenda markaðnum er staðan sú að þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar vilja hver um sig kaupa a.m.k. tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir á hverju ári eða sex samtals. Við getum hins vegar aðeins framleitt tvær á ári. Flöskuhálsinn er að sá hluti Kvikmyndasjóðs sem ætlaður er leiknu sjónvarpsefni er svo grátlega lítill. En án stuðnings frá kvikmyndasjóði heimalands er eðlilega mjög erfitt að fjármagna framleiðslu á kvikmyndaefni. Framlag Kvikmyndasjóðs er þó að jafnaði aðeins um 10-15% af framleiðslukostnaði leikins sjónvarpsefnis á Íslandi. Útgjöldin engin Góðu fréttirnar eru þær að þeir skattpeningar, sem settir eru í þessa framleiðslu í gegnum Kvikmyndasjóð og endurgreiðslukerfið, ávaxtast og skila sér til baka svo ríkið græðir á öllu saman eins og fjölmargar úttektir og skýrslur hafa sýnt. Útgjöldin eru því í raun engin. Meginkosturinn við leikið íslenskt efni er auðvitað sá að þetta eru íslenskar sögur sagðar á íslensku og stóraukin framleiðsla á slíku efni er örugglega eitt það besta sem við getum gert til að verja og styrkja íslenskuna í stafrænum heimi nútímans. Annar kostur við slíka framleiðslu er að hún styrkir flestar stoðir lista og skapandi greina. Framleiðslan skapar ekki eingöngu störf fyrir kvikmyndagerðarmenn heldur einnig tónlistarmenn, leikara, rithöfunda, hönnuði af ýmsum toga og tæknifólk í mynd- og hljóðvinnslu. Allt eru þetta störf sem ungt fólk hefur mikinn áhuga á. Þau tækifæri sem nú eru á þessum markaði bíða ekki eftir okkur. Við verðum að grípa þau eða sitja eftir. Tækifærið til að koma hér upp varanlegri framleiðslu íslenskra menningarafurða sem seljast um allan heim er núna. Við höfum fólk með hæfileika og þekkingu til verksins en það sem vantar eru stjórnmálamenn sem hafa áhuga og nennu til að setja sig inn í málið – og framsýni og kjark til að vera í fararbroddi.Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun