Netverslun – hvað þarf að hafa í huga? Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Netverslun hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Samkvæmt þjóðarpúls Gallup keyptu rúmlega 40 prósent landsmanna jólagjafir á netinu fyrir síðustu jól. Er þetta töluverð aukning frá árinu áður og ljóst er að bæði innlend og erlend netverslun eykst ár frá ári. Íslensk verslun á sem aldrei fyrr í samkeppni við erlenda verslun. Nú eru það ekki einungis utanlandsferðir landans sem verslanir þurfa að hafa áhyggjur af heldur einnig stóraukin erlend netverslun. Þessi þróun hlýtur að vekja verslanir til umhugsunar og eru margar líklega nú þegar lagðar af stað til að taka þátt í henni. Í boði eru ýmsar lausnir, sérsmíðaðar sem og fullbúnar alþjóðlegar lausnir (t.d. Shopify, Woocommerce, Magento, BigCommerce o.fl.), sem eru í stöðugri þróun. Hvað þarf hins vegar að hafa í huga þegar kemur að því að velja lausn fyrir netverslun? Þarfir eru ólíkar og áður en lausn er valin þarf meðal annars að skoða eftirfarandi atriði: Kostnaður Hvað hefur fyrirtækið mikið fjármagn í að þróa og reka vefverslun? Það er til dæmis almennt ódýrara að velja fullbúna vefverslunarlausn en sérsmíðaða. Tækniþekking Hversu mikilli tækniþekkingu býr fyrirtækið yfir? Þeim mun meiri tækniþekking, þeim mun meiri geta til að takast á við flóknari lausnir. Notendaviðmót Hversu notendavæn er lausnin? Notendaviðmótið er oftast það sem gefur vefverslunum forskot á markaði. Betri upplifun notenda ýtir undir sölu og viðskiptatryggð. Hins vegar kostar slík þróun peninga. Þjónusta Hversu góð er þjónusta fyrirtækisins sem þróar netverslunina? Fyrirtæki sem þróa og sérsmíða eigin lausnir bjóða upp á fulla þjónustu en fullbúnar staðlaðar lausnir bjóða oft upp á takmarkaða þjónustu, ekki nema að það sé milligönguaðili sem þjónustar lausnina. Sveigjanleiki og aðlögun Er hægt að laga lausnina að þörfum fyrirtækisins hvað varðar útlit, uppsetningu o.fl.? Þeim mun meira sem fyrirtækið aðlagar lausnina sínum þörfum, þeim mun líklegra er að það þurfi að búa yfir góðri tækniþekkingu eða treysta á góða tækniþjónustu. Auk þess sem kostnaður verður meiri. Hraði og öryggi Hversu hröð og örugg er vefverslunin? Flestar fullbúnar lausnir bjóða upp á hýsingu og stýra auk þess öryggismálunum. Ef fyrirtækið er með sérþarfir hvað þetta varðar, henta hugsanlega sérsmíðaðar lausnir betur. Binding Ef fyrirtækið velur fullbúna lausn þá er líklegt að það geti skipt um þjónustuaðila á einfaldan hátt þar sem margir þjónustuaðilar sérhæfa sig í lausninni. Með sérsmíðaða lausn er fyrirtækið í raun og veru fast hjá sama þjónustuaðilanum ef upp kemur óánægja. Leitarvélabestun og stafræn markaðssetning Þær lausnir sem eru í boði eru misvel þróaðar fyrir leitarvélabestun og stafræna markaðssetningu. Sum kerfi bjóða til dæmis upp á einfaldar tengingar við samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Netverslun hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Samkvæmt þjóðarpúls Gallup keyptu rúmlega 40 prósent landsmanna jólagjafir á netinu fyrir síðustu jól. Er þetta töluverð aukning frá árinu áður og ljóst er að bæði innlend og erlend netverslun eykst ár frá ári. Íslensk verslun á sem aldrei fyrr í samkeppni við erlenda verslun. Nú eru það ekki einungis utanlandsferðir landans sem verslanir þurfa að hafa áhyggjur af heldur einnig stóraukin erlend netverslun. Þessi þróun hlýtur að vekja verslanir til umhugsunar og eru margar líklega nú þegar lagðar af stað til að taka þátt í henni. Í boði eru ýmsar lausnir, sérsmíðaðar sem og fullbúnar alþjóðlegar lausnir (t.d. Shopify, Woocommerce, Magento, BigCommerce o.fl.), sem eru í stöðugri þróun. Hvað þarf hins vegar að hafa í huga þegar kemur að því að velja lausn fyrir netverslun? Þarfir eru ólíkar og áður en lausn er valin þarf meðal annars að skoða eftirfarandi atriði: Kostnaður Hvað hefur fyrirtækið mikið fjármagn í að þróa og reka vefverslun? Það er til dæmis almennt ódýrara að velja fullbúna vefverslunarlausn en sérsmíðaða. Tækniþekking Hversu mikilli tækniþekkingu býr fyrirtækið yfir? Þeim mun meiri tækniþekking, þeim mun meiri geta til að takast á við flóknari lausnir. Notendaviðmót Hversu notendavæn er lausnin? Notendaviðmótið er oftast það sem gefur vefverslunum forskot á markaði. Betri upplifun notenda ýtir undir sölu og viðskiptatryggð. Hins vegar kostar slík þróun peninga. Þjónusta Hversu góð er þjónusta fyrirtækisins sem þróar netverslunina? Fyrirtæki sem þróa og sérsmíða eigin lausnir bjóða upp á fulla þjónustu en fullbúnar staðlaðar lausnir bjóða oft upp á takmarkaða þjónustu, ekki nema að það sé milligönguaðili sem þjónustar lausnina. Sveigjanleiki og aðlögun Er hægt að laga lausnina að þörfum fyrirtækisins hvað varðar útlit, uppsetningu o.fl.? Þeim mun meira sem fyrirtækið aðlagar lausnina sínum þörfum, þeim mun líklegra er að það þurfi að búa yfir góðri tækniþekkingu eða treysta á góða tækniþjónustu. Auk þess sem kostnaður verður meiri. Hraði og öryggi Hversu hröð og örugg er vefverslunin? Flestar fullbúnar lausnir bjóða upp á hýsingu og stýra auk þess öryggismálunum. Ef fyrirtækið er með sérþarfir hvað þetta varðar, henta hugsanlega sérsmíðaðar lausnir betur. Binding Ef fyrirtækið velur fullbúna lausn þá er líklegt að það geti skipt um þjónustuaðila á einfaldan hátt þar sem margir þjónustuaðilar sérhæfa sig í lausninni. Með sérsmíðaða lausn er fyrirtækið í raun og veru fast hjá sama þjónustuaðilanum ef upp kemur óánægja. Leitarvélabestun og stafræn markaðssetning Þær lausnir sem eru í boði eru misvel þróaðar fyrir leitarvélabestun og stafræna markaðssetningu. Sum kerfi bjóða til dæmis upp á einfaldar tengingar við samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar