Netverslun – hvað þarf að hafa í huga? Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Netverslun hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Samkvæmt þjóðarpúls Gallup keyptu rúmlega 40 prósent landsmanna jólagjafir á netinu fyrir síðustu jól. Er þetta töluverð aukning frá árinu áður og ljóst er að bæði innlend og erlend netverslun eykst ár frá ári. Íslensk verslun á sem aldrei fyrr í samkeppni við erlenda verslun. Nú eru það ekki einungis utanlandsferðir landans sem verslanir þurfa að hafa áhyggjur af heldur einnig stóraukin erlend netverslun. Þessi þróun hlýtur að vekja verslanir til umhugsunar og eru margar líklega nú þegar lagðar af stað til að taka þátt í henni. Í boði eru ýmsar lausnir, sérsmíðaðar sem og fullbúnar alþjóðlegar lausnir (t.d. Shopify, Woocommerce, Magento, BigCommerce o.fl.), sem eru í stöðugri þróun. Hvað þarf hins vegar að hafa í huga þegar kemur að því að velja lausn fyrir netverslun? Þarfir eru ólíkar og áður en lausn er valin þarf meðal annars að skoða eftirfarandi atriði: Kostnaður Hvað hefur fyrirtækið mikið fjármagn í að þróa og reka vefverslun? Það er til dæmis almennt ódýrara að velja fullbúna vefverslunarlausn en sérsmíðaða. Tækniþekking Hversu mikilli tækniþekkingu býr fyrirtækið yfir? Þeim mun meiri tækniþekking, þeim mun meiri geta til að takast á við flóknari lausnir. Notendaviðmót Hversu notendavæn er lausnin? Notendaviðmótið er oftast það sem gefur vefverslunum forskot á markaði. Betri upplifun notenda ýtir undir sölu og viðskiptatryggð. Hins vegar kostar slík þróun peninga. Þjónusta Hversu góð er þjónusta fyrirtækisins sem þróar netverslunina? Fyrirtæki sem þróa og sérsmíða eigin lausnir bjóða upp á fulla þjónustu en fullbúnar staðlaðar lausnir bjóða oft upp á takmarkaða þjónustu, ekki nema að það sé milligönguaðili sem þjónustar lausnina. Sveigjanleiki og aðlögun Er hægt að laga lausnina að þörfum fyrirtækisins hvað varðar útlit, uppsetningu o.fl.? Þeim mun meira sem fyrirtækið aðlagar lausnina sínum þörfum, þeim mun líklegra er að það þurfi að búa yfir góðri tækniþekkingu eða treysta á góða tækniþjónustu. Auk þess sem kostnaður verður meiri. Hraði og öryggi Hversu hröð og örugg er vefverslunin? Flestar fullbúnar lausnir bjóða upp á hýsingu og stýra auk þess öryggismálunum. Ef fyrirtækið er með sérþarfir hvað þetta varðar, henta hugsanlega sérsmíðaðar lausnir betur. Binding Ef fyrirtækið velur fullbúna lausn þá er líklegt að það geti skipt um þjónustuaðila á einfaldan hátt þar sem margir þjónustuaðilar sérhæfa sig í lausninni. Með sérsmíðaða lausn er fyrirtækið í raun og veru fast hjá sama þjónustuaðilanum ef upp kemur óánægja. Leitarvélabestun og stafræn markaðssetning Þær lausnir sem eru í boði eru misvel þróaðar fyrir leitarvélabestun og stafræna markaðssetningu. Sum kerfi bjóða til dæmis upp á einfaldar tengingar við samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Netverslun hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Samkvæmt þjóðarpúls Gallup keyptu rúmlega 40 prósent landsmanna jólagjafir á netinu fyrir síðustu jól. Er þetta töluverð aukning frá árinu áður og ljóst er að bæði innlend og erlend netverslun eykst ár frá ári. Íslensk verslun á sem aldrei fyrr í samkeppni við erlenda verslun. Nú eru það ekki einungis utanlandsferðir landans sem verslanir þurfa að hafa áhyggjur af heldur einnig stóraukin erlend netverslun. Þessi þróun hlýtur að vekja verslanir til umhugsunar og eru margar líklega nú þegar lagðar af stað til að taka þátt í henni. Í boði eru ýmsar lausnir, sérsmíðaðar sem og fullbúnar alþjóðlegar lausnir (t.d. Shopify, Woocommerce, Magento, BigCommerce o.fl.), sem eru í stöðugri þróun. Hvað þarf hins vegar að hafa í huga þegar kemur að því að velja lausn fyrir netverslun? Þarfir eru ólíkar og áður en lausn er valin þarf meðal annars að skoða eftirfarandi atriði: Kostnaður Hvað hefur fyrirtækið mikið fjármagn í að þróa og reka vefverslun? Það er til dæmis almennt ódýrara að velja fullbúna vefverslunarlausn en sérsmíðaða. Tækniþekking Hversu mikilli tækniþekkingu býr fyrirtækið yfir? Þeim mun meiri tækniþekking, þeim mun meiri geta til að takast á við flóknari lausnir. Notendaviðmót Hversu notendavæn er lausnin? Notendaviðmótið er oftast það sem gefur vefverslunum forskot á markaði. Betri upplifun notenda ýtir undir sölu og viðskiptatryggð. Hins vegar kostar slík þróun peninga. Þjónusta Hversu góð er þjónusta fyrirtækisins sem þróar netverslunina? Fyrirtæki sem þróa og sérsmíða eigin lausnir bjóða upp á fulla þjónustu en fullbúnar staðlaðar lausnir bjóða oft upp á takmarkaða þjónustu, ekki nema að það sé milligönguaðili sem þjónustar lausnina. Sveigjanleiki og aðlögun Er hægt að laga lausnina að þörfum fyrirtækisins hvað varðar útlit, uppsetningu o.fl.? Þeim mun meira sem fyrirtækið aðlagar lausnina sínum þörfum, þeim mun líklegra er að það þurfi að búa yfir góðri tækniþekkingu eða treysta á góða tækniþjónustu. Auk þess sem kostnaður verður meiri. Hraði og öryggi Hversu hröð og örugg er vefverslunin? Flestar fullbúnar lausnir bjóða upp á hýsingu og stýra auk þess öryggismálunum. Ef fyrirtækið er með sérþarfir hvað þetta varðar, henta hugsanlega sérsmíðaðar lausnir betur. Binding Ef fyrirtækið velur fullbúna lausn þá er líklegt að það geti skipt um þjónustuaðila á einfaldan hátt þar sem margir þjónustuaðilar sérhæfa sig í lausninni. Með sérsmíðaða lausn er fyrirtækið í raun og veru fast hjá sama þjónustuaðilanum ef upp kemur óánægja. Leitarvélabestun og stafræn markaðssetning Þær lausnir sem eru í boði eru misvel þróaðar fyrir leitarvélabestun og stafræna markaðssetningu. Sum kerfi bjóða til dæmis upp á einfaldar tengingar við samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar