Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarþjálfari hans Gunnar Magnússon. Vísir/Vílhelm Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Arion banka í gær. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ sem ákvað að framlengja ekki samning Geirs Sveinssonar sem hefur stýrt íslenska liðinu síðan 2016. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur tekur við íslenska landsliðinu. Hann þjálfaði það fyrst á árunum 2001-04 og svo aftur frá 2008 til 2012. Undir stjórn Guðmundar vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlauna á EM í Austurríki tveimur árum síðar. Þá lenti íslenska liðið í 4. sæti á EM 2002 í Svíþjóð, 5. sæti á Ólympíuleikunum 2012, 6. sæti á HM 2011 og 7. sæti á HM 2003. Guðmundur gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum 2016 en hætti þjálfun þess eftir HM 2017 og tók við bareinska landsliðinu. Guðmundur stýrði Barein til silfurverðlauna á Asíuleikunum í síðasta mánuði og hart var lagt að honum að halda áfram með bareinska liðið. „Ég er nýkominn heim frá Barein og var með mjög álitlegt tilboð þaðan. Síðan hafði HSÍ samband við mig og ég ákvað að fara í viðræður. Og eftir að hafa kannað hvernig menn horfa á þetta ákvað ég að stökkva á þetta,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir að það hefði reynst erfitt að segja nei við íslenska landsliðið. „Það er mjög erfitt og mér hefur alltaf liðið vel þegar ég hef starfað fyrir HSÍ. Ég hef notið þess að þjálfa íslenska landsliðið. Svo fæ ég til liðs við mig frábæra aðstoðarmenn,“ sagði Guðmundur. Honum til aðstoðar með íslenska liðið verða Gunnar Magnússon og Thomas Svensson. Guðmundur og Gunnar hafa unnið lengi saman og Guðmundur vann með Svensson hjá danska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen. Hinn sænski Svensson var á sínum tíma í hópi bestu markvarða heims og gerði Íslendingum oftar en ekki lífið leitt.Vísir/VílhelmÁrangur íslenska liðsins á síðustu stórmótum hefur ekki verið beysinn og ljóst er að verkefnið sem bíður Guðmundar er ærið. „Íslenska liðið stendur á tímamótum. Það verður krefjandi verkefni að vinna með það, ná meiri stöðugleika og vonandi betri árangri,“ sagði Guðmundur sem hefur fylgst náið með gangi íslenska liðsins eftir að hann hætti sem þjálfari þess eftir Ólympíuleikana í London 2012. Fyrsta verkefni Guðmundar með íslenska liðið er fjögurra þjóða mót í Noregi í byrjun apríl. Þar mæta Íslendingar heimamönnum, Dönum og Frökkum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir umspil um laust sæti á HM 2019 þar sem Ísland mætir Litháen. Guðmundur hefur alltaf borið mikla virðingu fyrir andstæðingnum, sama hversu sterkur hann er, og Litháar eru engin undantekning. „Þetta er tækifæri sem við þurfum að nýta. Það er ekkert gefins í þessu. Við spiluðum við þá þegar ég var með danska landsliðið og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Þetta var góður dráttur fyrir íslenska liðið en það þýðir ekki að ég vanmeti þá,“ sagði Guðmundur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira