Stuðningur við að komast aftur á fulla ferð í námi Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar 23. janúar 2018 08:45 Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt. Margir jafnvel eftir áralangt hlé frá námi. Tæplega sextán þúsund manns sóttu sér nám hjá símenntunarmiðstöðvum á Íslandi árið 2016. Þar af er stór hópur sem tilheyrði svokallaðri framhaldsfræðslu en samkvæmt lögum miðar hún að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Framhaldsfræðslukerfinu er ætlað að bjóða þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi tækifæri til náms. Það verkefni er samvinnuverkefni stjórnvalda og samtaka launafólks og atvinnurekenda.Með sigrunum kemur sjálfstraustFramhaldsfræðslan hefur skilað ótvíræðum árangri. Ótal margar sögur eru til um nemendur sem hafa komið sjálfum sér á óvart, tekist að klífa fjöll sem þeir töldu fyrirfram að væru ókleif. Með sigrunum kemur sjálfstraust til þess að takast á við enn stærri verkefni. Margir þeirra sem hefja nám hjá símenntunarmiðstöðvunum eftir margra ára hlé frá námi sækja sér menntun á vottuðum námsbrautum sem opna leiðina til iðnnáms, stúdentsprófs eða inn í háskólabrýr og háskóla. Þannig hefur námsbrautin Menntastoðir notið vinsælda meðal fullorðinna um árabil en námið má meta til allt að 50 eininga í framhaldsskóla. Námið nýtur stuðnings úr Fræðslusjóði en til hans ákvarðar Alþingi fjárframlög á fjárlögum hvers árs. Meginhlutverk sjóðsins er beinlínis að stuðla að því að í boði séu námstækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki.Mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningiSímenntunarmiðstöðvarnar leggja mikið upp úr persónulegri þjónustu við nemendur og náms- og starfsráðgjöf, sem miðstöðvarnar veita þeim endurgjaldslaust. Flestir sem skrá sig í Menntastoðir eru á aldrinum 25 til 30 ára og eiga það sameiginlegt að hafa lokið litlu eða engu námi á framhaldsskólastigi. Námið tekur á grunnfögum íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku og upplýsingatækni auk þess sem lögð er áhersla á að nemendur læri námstækni, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Nemendur fá því mikinn stuðning við námið enda oft stórt skref að setjast aftur á skólabekk eftir kannski langt hlé frá námi. Margir þeirra hafa jafnvel ákveðið með sjálfum sér að þeir eigi ekki erindi í bóklegt nám. Náms- og starfsráðgjafar eru ávallt til staðar og aðstoða, ásamt kennurum og öðru starfsfólki, nemendur við að komast á fulla ferð aftur í námi. Þá hafa kennararnir haldgóða reynslu af kennslu fullorðinna námsmanna. Enn fremur er mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningi nemenda sjálfra og þeir skapi sér sín eigin lærdómssamfélög. Slík samheldni er ekki síst mikilvæg til að ná árangri í námi. Elstu nemendurnir í Menntastoðum eru oft yfir fimmtugt en þrátt fyrir breitt aldursbil og ólíkan bakgrunn finnur fólk sig vel í hópunum og mikil samstaða myndast í þeim. Flestir eru sammála um að fyrsti dagurinn sé erfiðastur. Margir upplifa óræðar tilfinningar, smá ótta í bland við eftirvæntingu, þegar fyrsta skrefið er tekið til að upplifa drauminn um að setjast á skólabekk aftur en fljótlega verður allt auðveldara og jafnvel miklu betra en áður. Með auknu sjálfstrausti vex fólki fiskur um hrygg og kemur sjálfu sér mest á óvart þegar það nær raunverulegum en ófyrirséðum árangri.Við höfum verk að vinnaHvernig sem á það er litið er það samfélaginu verðmætt að hækka menntunarstigið á Íslandi. Á Íslandi er hlutfall íbúa sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2015 höfðu 25,2% eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskólastigi (41.900), samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Ef horft er til Norðurlandanna hafa mun færri íbúar allra hinna Norðurlandanna eingöngu lokið grunnmenntun (13-20%). Þá er hlutfall íbúa á aldrinum 25-64 ára, sem hefur eingöngu lokið grunnmenntun, hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD löndum, eða 25% á móti 23% innan OECD. Ef horft er til þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út árið 2010 um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild, höfum við verk að vinna. Margt hefur áunnist en við þurfum að gera enn betur til að ná yfirlýstu markmiði um að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Þar gegna símenntunarmiðstöðvar mikilvægu hlutverki. Því þarf að tryggja rekstur þeirra og enn frekari þróun og stuðning innan framhaldsfræðslukerfisins.Höfundur er framkvæmdastjóri Mímis – símenntunar, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt. Margir jafnvel eftir áralangt hlé frá námi. Tæplega sextán þúsund manns sóttu sér nám hjá símenntunarmiðstöðvum á Íslandi árið 2016. Þar af er stór hópur sem tilheyrði svokallaðri framhaldsfræðslu en samkvæmt lögum miðar hún að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Framhaldsfræðslukerfinu er ætlað að bjóða þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi tækifæri til náms. Það verkefni er samvinnuverkefni stjórnvalda og samtaka launafólks og atvinnurekenda.Með sigrunum kemur sjálfstraustFramhaldsfræðslan hefur skilað ótvíræðum árangri. Ótal margar sögur eru til um nemendur sem hafa komið sjálfum sér á óvart, tekist að klífa fjöll sem þeir töldu fyrirfram að væru ókleif. Með sigrunum kemur sjálfstraust til þess að takast á við enn stærri verkefni. Margir þeirra sem hefja nám hjá símenntunarmiðstöðvunum eftir margra ára hlé frá námi sækja sér menntun á vottuðum námsbrautum sem opna leiðina til iðnnáms, stúdentsprófs eða inn í háskólabrýr og háskóla. Þannig hefur námsbrautin Menntastoðir notið vinsælda meðal fullorðinna um árabil en námið má meta til allt að 50 eininga í framhaldsskóla. Námið nýtur stuðnings úr Fræðslusjóði en til hans ákvarðar Alþingi fjárframlög á fjárlögum hvers árs. Meginhlutverk sjóðsins er beinlínis að stuðla að því að í boði séu námstækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki.Mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningiSímenntunarmiðstöðvarnar leggja mikið upp úr persónulegri þjónustu við nemendur og náms- og starfsráðgjöf, sem miðstöðvarnar veita þeim endurgjaldslaust. Flestir sem skrá sig í Menntastoðir eru á aldrinum 25 til 30 ára og eiga það sameiginlegt að hafa lokið litlu eða engu námi á framhaldsskólastigi. Námið tekur á grunnfögum íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku og upplýsingatækni auk þess sem lögð er áhersla á að nemendur læri námstækni, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Nemendur fá því mikinn stuðning við námið enda oft stórt skref að setjast aftur á skólabekk eftir kannski langt hlé frá námi. Margir þeirra hafa jafnvel ákveðið með sjálfum sér að þeir eigi ekki erindi í bóklegt nám. Náms- og starfsráðgjafar eru ávallt til staðar og aðstoða, ásamt kennurum og öðru starfsfólki, nemendur við að komast á fulla ferð aftur í námi. Þá hafa kennararnir haldgóða reynslu af kennslu fullorðinna námsmanna. Enn fremur er mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningi nemenda sjálfra og þeir skapi sér sín eigin lærdómssamfélög. Slík samheldni er ekki síst mikilvæg til að ná árangri í námi. Elstu nemendurnir í Menntastoðum eru oft yfir fimmtugt en þrátt fyrir breitt aldursbil og ólíkan bakgrunn finnur fólk sig vel í hópunum og mikil samstaða myndast í þeim. Flestir eru sammála um að fyrsti dagurinn sé erfiðastur. Margir upplifa óræðar tilfinningar, smá ótta í bland við eftirvæntingu, þegar fyrsta skrefið er tekið til að upplifa drauminn um að setjast á skólabekk aftur en fljótlega verður allt auðveldara og jafnvel miklu betra en áður. Með auknu sjálfstrausti vex fólki fiskur um hrygg og kemur sjálfu sér mest á óvart þegar það nær raunverulegum en ófyrirséðum árangri.Við höfum verk að vinnaHvernig sem á það er litið er það samfélaginu verðmætt að hækka menntunarstigið á Íslandi. Á Íslandi er hlutfall íbúa sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2015 höfðu 25,2% eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskólastigi (41.900), samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Ef horft er til Norðurlandanna hafa mun færri íbúar allra hinna Norðurlandanna eingöngu lokið grunnmenntun (13-20%). Þá er hlutfall íbúa á aldrinum 25-64 ára, sem hefur eingöngu lokið grunnmenntun, hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD löndum, eða 25% á móti 23% innan OECD. Ef horft er til þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út árið 2010 um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild, höfum við verk að vinna. Margt hefur áunnist en við þurfum að gera enn betur til að ná yfirlýstu markmiði um að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Þar gegna símenntunarmiðstöðvar mikilvægu hlutverki. Því þarf að tryggja rekstur þeirra og enn frekari þróun og stuðning innan framhaldsfræðslukerfisins.Höfundur er framkvæmdastjóri Mímis – símenntunar, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun