Fær kaldar kveðjur eftir úrsögn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 09:14 Örlað hefur á illdeilum innan Vinnslustöðvar Vestmannaeyja á síðustu árum. Vísir/pjetur Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) síðastliðinn föstudag, 9. nóvember. Á vef útgerðarinnar segir að ákvörðun hans hafi legið fyrir í kjölfar stjórnarfundar þar sem rædd var tillaga Seilar ehf., sem er stærsti hluthafi félagsins, um að boða til hluthafafundar og afgreiða vantrauststillögu um Magnús. „Fyrir lá að enginn hluthafi VSV óskaði lengur eftir kröftum hans í stjórn VSV,“ segir á vef útgerðarinnar og því til útskýringar bent á að Magnús hafi verið kjörinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þá hafi hann notið stuðnings Brims hf., félags Guðmundar Kristjánssonar, sem nú ber nafnið Útgerðarfélag Reykjavíkur.Sjá einnig: Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Félagið seldi hlut sinn í VSV í haust. „Eyjamenn, eigendur meirihluta hlutafjár VSV, gerðu þá ráð fyrir því að Magnús Helgi myndi segja sig strax úr stjórn félagsins.“ Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en á föstudag, sem fyrr segir, því þá hafi Magnúsi verið ljóst að fram væri komin vantrauststillaga á hann. Magnús Helgi er sagður hafa sent stjórnarmönnum VSV tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins þar sem hann fór þess á leit við stjórnina að hún kannaði nánar „tiltekna þætti í viðskiptum félagsins erlendis.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er sagður eiga hlut í máli.BrimLjóst er að sú beiðni hefur farið öfugt ofan í aðra stjórnarmenn enda er haft eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV og eins eigenda Seilar, að tölvupóstarnir „sverji sig í ætt við annað úr þeirri átt.“ „Enn einn kafli langrar sögu þar sem þeir Magnús Helgi og Guðmundur Kristjánsson hafi farið gegn stjórnendum og stærstu eigendum VSV með dylgjum, mannorðsmeiðingum og rakalausum þvættingi um misferli og lögbrot,“ á Sigurgeir að hafa sagt um póstana.Sjá einnig: Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni „Magnús Helgi heldur áfram að reyna að gera okkur stjórnendur VSV tortryggilega á alla lund og vill láta líta svo út að úrsögn hans snúist um eitthvað allt annað en þá staðreynd að hann átti ekkert bakland lengur í eigendahópi VSV. Vinnubrögðin eru kunnugleg og í samræmi við annað sem við höfum áður kynnst í samskiptum við manninn.“ Á vef VSV er sýn Sigurgeirs á málið reifuð í löngu máli. Þar drepur hann á sigri Samherja gegn Seðlabankanum á dögunum og segir hann tilefni til að rifja upp samskipti VSV við Seðlabankann - „og hvernig atgangur þáverandi minnihlutaeigenda í félaginu, með Guðmund Kristjánsson og Magnús Helga fremsta í flokki, kann að hafa stuðlað að því að leiða Seðlabankann á villigötur.“ Nánar má fræðast um sýn Sigurgeirs á málið á vef Vinnslustöðvarinnar. Samgöngur Vistaskipti Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) síðastliðinn föstudag, 9. nóvember. Á vef útgerðarinnar segir að ákvörðun hans hafi legið fyrir í kjölfar stjórnarfundar þar sem rædd var tillaga Seilar ehf., sem er stærsti hluthafi félagsins, um að boða til hluthafafundar og afgreiða vantrauststillögu um Magnús. „Fyrir lá að enginn hluthafi VSV óskaði lengur eftir kröftum hans í stjórn VSV,“ segir á vef útgerðarinnar og því til útskýringar bent á að Magnús hafi verið kjörinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þá hafi hann notið stuðnings Brims hf., félags Guðmundar Kristjánssonar, sem nú ber nafnið Útgerðarfélag Reykjavíkur.Sjá einnig: Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Félagið seldi hlut sinn í VSV í haust. „Eyjamenn, eigendur meirihluta hlutafjár VSV, gerðu þá ráð fyrir því að Magnús Helgi myndi segja sig strax úr stjórn félagsins.“ Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en á föstudag, sem fyrr segir, því þá hafi Magnúsi verið ljóst að fram væri komin vantrauststillaga á hann. Magnús Helgi er sagður hafa sent stjórnarmönnum VSV tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins þar sem hann fór þess á leit við stjórnina að hún kannaði nánar „tiltekna þætti í viðskiptum félagsins erlendis.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er sagður eiga hlut í máli.BrimLjóst er að sú beiðni hefur farið öfugt ofan í aðra stjórnarmenn enda er haft eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV og eins eigenda Seilar, að tölvupóstarnir „sverji sig í ætt við annað úr þeirri átt.“ „Enn einn kafli langrar sögu þar sem þeir Magnús Helgi og Guðmundur Kristjánsson hafi farið gegn stjórnendum og stærstu eigendum VSV með dylgjum, mannorðsmeiðingum og rakalausum þvættingi um misferli og lögbrot,“ á Sigurgeir að hafa sagt um póstana.Sjá einnig: Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni „Magnús Helgi heldur áfram að reyna að gera okkur stjórnendur VSV tortryggilega á alla lund og vill láta líta svo út að úrsögn hans snúist um eitthvað allt annað en þá staðreynd að hann átti ekkert bakland lengur í eigendahópi VSV. Vinnubrögðin eru kunnugleg og í samræmi við annað sem við höfum áður kynnst í samskiptum við manninn.“ Á vef VSV er sýn Sigurgeirs á málið reifuð í löngu máli. Þar drepur hann á sigri Samherja gegn Seðlabankanum á dögunum og segir hann tilefni til að rifja upp samskipti VSV við Seðlabankann - „og hvernig atgangur þáverandi minnihlutaeigenda í félaginu, með Guðmund Kristjánsson og Magnús Helga fremsta í flokki, kann að hafa stuðlað að því að leiða Seðlabankann á villigötur.“ Nánar má fræðast um sýn Sigurgeirs á málið á vef Vinnslustöðvarinnar.
Samgöngur Vistaskipti Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30
Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41