„Finnum að konur eru ragari við að koma fram“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2018 14:30 Eva Laufey og Edda Hermannsdætur hafa komið fram í fjölmiðlum undanfarin ár. „Við höfum báðar verið ungar að koma okkur á framfæri og stigið vel út fyrir þægindarammann. Við ætlum því á námskeiðinu að deila því sem við hefðum viljað vita fyrr og fara yfir þá hluti sem hafa gagnast okkur vel. Við erum í dag í mjög ólíkum störfum og höfum farið ólíkar leiðir þó fjölmiðlabakterían hafi verið í okkur báðum enda ekki langt að sækja það,“ segir þær systur Eva Laufey Kjaran og Edda Hermannsdætur sem standa fyrir námskeiðinu Hvernig nærðu árangri? 13. september en eins og nafnið gefur til kynna fjallar námskeiðið um hvernig best sé að ná árangri í því sem maður hefur fyrir stafni. „Það hefur verið dýrmætt fyrir okkur báðar að hjálpast að og fá góð ráð frá fólk í kringum okkur sem við viljum deila með öðrum konum á þessu námskeiði,“ segja þær í samtali við Vísi. Eva Laufey segir að þær hafi báðar byrjað í fjölmiðlum. Edda sem spyrill í Gettu betur og síðar aðstoðarritstjóri hjá Viðskiptablaðinu og hún sjálf með matreiðsluþætti. Þar hafi þær lært að koma fram.Edda Hermannsdóttir starfar sem samskiptastjóri Íslandsbanka.vísir/anton brink„Í dag sinni ég dagskrárgerð hjá Stöð 2 og bókaútgáfu og Edda er samskiptastjóri hjá Íslandsbanka og þessum störfum fylgir að koma mikið fram. Við höfum líka tekið viðtöl í gegnum tíðina og finnum að konur eru ragari við að koma fram eins og sést á tölum Creditinfo um konur í fjölmiðlum. Okkur finnst við hafa farið fljótt í djúpu laugina og margt heppnast vel og annað misvel. Við hlæjum líka reglulega að því að við höfum báðar farið í sjónvarp stuttu eftir að við eignuðumst seinni börnin okkar sem hefur verið fyndið púsluspil, að vera heima með ungabörn að undirbúa sig fyrir útsendingu kvöldsins,“ segir Eva sem vonar þær geti aukið sjálfstraust kvenna á þessu námskeiði til að koma fram og hjálpa þeim að stíga út fyrir þægindarammann. Edda segir að þær systur hafi hjálpað hvor annarri mikið í gegnum tíðina. „Okkur leiðist því ekki að taka efnið saman en þetta er mest byggt upp á atriðum sem hafa nýst okkur vel. Hvort sem það er fyrirlestur, ræða, sjónvarps- eða útvarpsviðtal, fundarstjórn eða greinaskrif. Fyrst og fremst hvernig hægt sé að koma efni vel á framfæri og líða vel á meðan það er gert. Við sitjum því við þessa dagana að klára að útbúa námskeiðið og ræðum þess á milli hvernig kökur við ætlum að bjóða upp á,“ segir Edda og bætir við að búast megið við skemmtilegu námskeiði með helling af fróðleik sem geti nýst í ólíkum störfum.Eva Laufey hefur verið sjónvarpskokkur í nokkur ár.„Þetta er alls ekki bara fyrir fólk sem hefur áhuga á fjölmiðlum heldur einnig fólk sem þarf að koma sínu efni eða verkefnum á framfærum sem er í ansi mörgum störfum. Þetta er líka skemmtilegt tækifæri til að ræða hluti eins og tengslanet og launaviðræður en það er eitthvað sem við konur þurfum að muna að standa okkur vel í.“ Eva Laufey segir að þær muni deila persónulegum sögum á námskeiðinu. „Því sem hefur gengið vel og auðvitað líka því sem hefur verið alveg ferlegt hjá okkur. Við eigum það sameiginlegt að taka okkur ekki of alvarlega og því vonumst við til að stemningin verði létt og umræðurnar líflegar. Skráningin hefur gengið vonum framar svo við erum spenntar að hitta allar þessar konur.“ Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda nafn og kennitölu á netfangið framkomunamskeid@gmail.com og einnig er hægt að sjá nánari lýsingu námskeiðinu hér. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira
„Við höfum báðar verið ungar að koma okkur á framfæri og stigið vel út fyrir þægindarammann. Við ætlum því á námskeiðinu að deila því sem við hefðum viljað vita fyrr og fara yfir þá hluti sem hafa gagnast okkur vel. Við erum í dag í mjög ólíkum störfum og höfum farið ólíkar leiðir þó fjölmiðlabakterían hafi verið í okkur báðum enda ekki langt að sækja það,“ segir þær systur Eva Laufey Kjaran og Edda Hermannsdætur sem standa fyrir námskeiðinu Hvernig nærðu árangri? 13. september en eins og nafnið gefur til kynna fjallar námskeiðið um hvernig best sé að ná árangri í því sem maður hefur fyrir stafni. „Það hefur verið dýrmætt fyrir okkur báðar að hjálpast að og fá góð ráð frá fólk í kringum okkur sem við viljum deila með öðrum konum á þessu námskeiði,“ segja þær í samtali við Vísi. Eva Laufey segir að þær hafi báðar byrjað í fjölmiðlum. Edda sem spyrill í Gettu betur og síðar aðstoðarritstjóri hjá Viðskiptablaðinu og hún sjálf með matreiðsluþætti. Þar hafi þær lært að koma fram.Edda Hermannsdóttir starfar sem samskiptastjóri Íslandsbanka.vísir/anton brink„Í dag sinni ég dagskrárgerð hjá Stöð 2 og bókaútgáfu og Edda er samskiptastjóri hjá Íslandsbanka og þessum störfum fylgir að koma mikið fram. Við höfum líka tekið viðtöl í gegnum tíðina og finnum að konur eru ragari við að koma fram eins og sést á tölum Creditinfo um konur í fjölmiðlum. Okkur finnst við hafa farið fljótt í djúpu laugina og margt heppnast vel og annað misvel. Við hlæjum líka reglulega að því að við höfum báðar farið í sjónvarp stuttu eftir að við eignuðumst seinni börnin okkar sem hefur verið fyndið púsluspil, að vera heima með ungabörn að undirbúa sig fyrir útsendingu kvöldsins,“ segir Eva sem vonar þær geti aukið sjálfstraust kvenna á þessu námskeiði til að koma fram og hjálpa þeim að stíga út fyrir þægindarammann. Edda segir að þær systur hafi hjálpað hvor annarri mikið í gegnum tíðina. „Okkur leiðist því ekki að taka efnið saman en þetta er mest byggt upp á atriðum sem hafa nýst okkur vel. Hvort sem það er fyrirlestur, ræða, sjónvarps- eða útvarpsviðtal, fundarstjórn eða greinaskrif. Fyrst og fremst hvernig hægt sé að koma efni vel á framfæri og líða vel á meðan það er gert. Við sitjum því við þessa dagana að klára að útbúa námskeiðið og ræðum þess á milli hvernig kökur við ætlum að bjóða upp á,“ segir Edda og bætir við að búast megið við skemmtilegu námskeiði með helling af fróðleik sem geti nýst í ólíkum störfum.Eva Laufey hefur verið sjónvarpskokkur í nokkur ár.„Þetta er alls ekki bara fyrir fólk sem hefur áhuga á fjölmiðlum heldur einnig fólk sem þarf að koma sínu efni eða verkefnum á framfærum sem er í ansi mörgum störfum. Þetta er líka skemmtilegt tækifæri til að ræða hluti eins og tengslanet og launaviðræður en það er eitthvað sem við konur þurfum að muna að standa okkur vel í.“ Eva Laufey segir að þær muni deila persónulegum sögum á námskeiðinu. „Því sem hefur gengið vel og auðvitað líka því sem hefur verið alveg ferlegt hjá okkur. Við eigum það sameiginlegt að taka okkur ekki of alvarlega og því vonumst við til að stemningin verði létt og umræðurnar líflegar. Skráningin hefur gengið vonum framar svo við erum spenntar að hitta allar þessar konur.“ Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda nafn og kennitölu á netfangið framkomunamskeid@gmail.com og einnig er hægt að sjá nánari lýsingu námskeiðinu hér.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira