Hinn vitiborni Lára G: Sigurðardóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Langamma mín varð níu barna ekkja 33 ára gömul þegar hafið tók langafa árið 1912. Hún missti ekki einungis manninn sinn heldur fyrirvinnu. Bústofninn var settur á uppboð og hún sá fyrir sér að missa lífsviðurværi fjölskyldunnar. Enginn mætti á uppboðið og langamma fékk tækifæri til að rétta af hag sinn. Sem hún gerði. Með því sýndu Hafnfirðingar Guðrúnu í Ási dygga samkennd. Þegar fréttir bárust af drengjum innlyksa í helli í Taílandi hélt heimurinn niðri í sér andanum á meðan færustu kafarar heims lögðu sig í lífshættu til að frelsa drengina úr prísundinni. Allt gekk eins og í sögu fyrir utan sorgarfréttina um kafarann sem lést. Og maður fann fyrir létti þegar drengirnir og björgunarteymið voru komin í faðm fjölskyldunnar. Á sama tíma og menn leggja líf sitt að veði til að sameina börn og foreldra þeirra aftur berast fregnir af þjóðarleiðtoga sem vísvitandi aðskilur börn frá foreldrum með einni ómannúðlegustu innflytjendastefnu sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum getur sama dýrategundin – hinn vitiborni maður – sýnt á sér svo ólíkar hliðar: djúpa samkennd með því að setja sig í lífshættu fyrir aðra og verstu grimmd með því að skaða meðvitað ósjálfbjarga börn? Þróunarfræðilega erum við með tvenns konar heila: gamlan heila sem svipar til dýraheila og stjórnast af eiginhagsmunum án tilfinninga, og nýjan heila sem aðgreinir okkur frá dýrum. Við tökum meðvitaðar ákvarðanir með nýja heilanum sem er í miklum samskiptum við þann gamla. Getur verið að nýi heilinn sé við stýrið hjá björgunarmönnunum en sá gamli fjarstýri þjóðarleiðtoganum? Menn sem bera hagsmuni annarra fyrir brjósti standa undir nafni sem hinn vitiborni maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Langamma mín varð níu barna ekkja 33 ára gömul þegar hafið tók langafa árið 1912. Hún missti ekki einungis manninn sinn heldur fyrirvinnu. Bústofninn var settur á uppboð og hún sá fyrir sér að missa lífsviðurværi fjölskyldunnar. Enginn mætti á uppboðið og langamma fékk tækifæri til að rétta af hag sinn. Sem hún gerði. Með því sýndu Hafnfirðingar Guðrúnu í Ási dygga samkennd. Þegar fréttir bárust af drengjum innlyksa í helli í Taílandi hélt heimurinn niðri í sér andanum á meðan færustu kafarar heims lögðu sig í lífshættu til að frelsa drengina úr prísundinni. Allt gekk eins og í sögu fyrir utan sorgarfréttina um kafarann sem lést. Og maður fann fyrir létti þegar drengirnir og björgunarteymið voru komin í faðm fjölskyldunnar. Á sama tíma og menn leggja líf sitt að veði til að sameina börn og foreldra þeirra aftur berast fregnir af þjóðarleiðtoga sem vísvitandi aðskilur börn frá foreldrum með einni ómannúðlegustu innflytjendastefnu sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum getur sama dýrategundin – hinn vitiborni maður – sýnt á sér svo ólíkar hliðar: djúpa samkennd með því að setja sig í lífshættu fyrir aðra og verstu grimmd með því að skaða meðvitað ósjálfbjarga börn? Þróunarfræðilega erum við með tvenns konar heila: gamlan heila sem svipar til dýraheila og stjórnast af eiginhagsmunum án tilfinninga, og nýjan heila sem aðgreinir okkur frá dýrum. Við tökum meðvitaðar ákvarðanir með nýja heilanum sem er í miklum samskiptum við þann gamla. Getur verið að nýi heilinn sé við stýrið hjá björgunarmönnunum en sá gamli fjarstýri þjóðarleiðtoganum? Menn sem bera hagsmuni annarra fyrir brjósti standa undir nafni sem hinn vitiborni maður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar