Konur og karlar – grein II Gunnar Árnason skrifar 24. október 2018 16:32 Hvað er svona merkilegt við það að konur séu með kjaftinn fyrir neðan nefið. Um það bil þriðji hver karl gæti fallið undir skilgreininguna. Þetta eru hvorki nákvæm vísindi né áreiðanlegar mælingar á körlum, en greinarhöfundur vonar að lesendur virði það við hann. Kona sem lætur í sér heyra svo eftir er tekið, gæti hafa veitt því athygli að karl sem notar sterk orð til að lýsa hlutunum og lemur hnefanum samtímis í borðið, nær árangri. En málið er flóknara. Sumum körlum virðist fyrirmunað að líta yfir stóra sviðið til að glöggva sig nánar á heildarmyndinni, eða vakir mögulega eitthvað annað fyrir þeim? Að þagga niður í konum? Að hamla framgöngu þeirra? Konum og stúlkum hefur verið nauðgað og þær hafa verið barðar, þær hafa verið skotnar í andlitið í strætó á leið til skóla og sýru hefur verið skvett á andlit þeirra á tröppum heimilisins og þær hafa verið limlestar og grýttar á torgum úti og brenndar á báli. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. En af hverju? Það liggur ekki fyrir. Nærtækasta skýringin er sú að hryllingurinn sé gerður í því skyni að halda kynsystrum þeirra í skefjum og eigi að vera öðrum konum víti til varnaðar. Allan þennan yfirgengilega hrylling sjá karlar um að framkvæma með einhverjum örfáum undantekningum. Tvær hugrakkar og ósérhlífnar konur, sem sést úr langri fjarlægð að hafa falleg og uppbyggileg viðhorf til samfélagsins alls og bera hlýjan hug til mikilvægra málaflokka, hafa undanfarið verið í forystu fyrir nauðsynlegri og beittri umræðu hérlendis um þann ófögnuð sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga af hálfu karla og þurfa enn. Í kjarnann varðar málið aldalanga kúgun og misrétti, ójafnræði og ósanngirni sem kynsystur umræddra kvenna hafa þurft að þola. Og þær eru með kjaftinn fyrir neðan nefið. Sem er þó ekkert tiltökumál eins og ætla mætti af viðbrögðum margra karla að dæma. Nær væri að tala um að það skíni sól þegar þær há hildi svo það birtir um dal og ey. Fyrir framtakið ber að klappa þeim ötullega á bakið og fyrir að vera svo hugdjarfar og óeigingjarnar í málflutningi sínum ber að faðma þær að sér. Karlar sem enn hafa ekki áttað sig til fulls á umræddu þurfa að setjast niður með sjálfum sér og hugleiða málið betur. Karlar sem bregðast við með því að hóta umræddum konum starfs- og réttindamissi og virðast til alls líklegir í þeim efnum þurfa að ræða sín mál við þriðja aðila við fyrsta tækifæri og við eigum að hlúa að þeim. Þeir eru pínulítið týndir í einhverskonar hugsun um að í konum felist hræðileg ógn og þeirri hugsun virðast þeir einhverra hluta vegna hafa leyft að vaxa í hugarfylgsnum pervertismans. Til hamingju með daginn konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við það að konur séu með kjaftinn fyrir neðan nefið. Um það bil þriðji hver karl gæti fallið undir skilgreininguna. Þetta eru hvorki nákvæm vísindi né áreiðanlegar mælingar á körlum, en greinarhöfundur vonar að lesendur virði það við hann. Kona sem lætur í sér heyra svo eftir er tekið, gæti hafa veitt því athygli að karl sem notar sterk orð til að lýsa hlutunum og lemur hnefanum samtímis í borðið, nær árangri. En málið er flóknara. Sumum körlum virðist fyrirmunað að líta yfir stóra sviðið til að glöggva sig nánar á heildarmyndinni, eða vakir mögulega eitthvað annað fyrir þeim? Að þagga niður í konum? Að hamla framgöngu þeirra? Konum og stúlkum hefur verið nauðgað og þær hafa verið barðar, þær hafa verið skotnar í andlitið í strætó á leið til skóla og sýru hefur verið skvett á andlit þeirra á tröppum heimilisins og þær hafa verið limlestar og grýttar á torgum úti og brenndar á báli. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. En af hverju? Það liggur ekki fyrir. Nærtækasta skýringin er sú að hryllingurinn sé gerður í því skyni að halda kynsystrum þeirra í skefjum og eigi að vera öðrum konum víti til varnaðar. Allan þennan yfirgengilega hrylling sjá karlar um að framkvæma með einhverjum örfáum undantekningum. Tvær hugrakkar og ósérhlífnar konur, sem sést úr langri fjarlægð að hafa falleg og uppbyggileg viðhorf til samfélagsins alls og bera hlýjan hug til mikilvægra málaflokka, hafa undanfarið verið í forystu fyrir nauðsynlegri og beittri umræðu hérlendis um þann ófögnuð sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga af hálfu karla og þurfa enn. Í kjarnann varðar málið aldalanga kúgun og misrétti, ójafnræði og ósanngirni sem kynsystur umræddra kvenna hafa þurft að þola. Og þær eru með kjaftinn fyrir neðan nefið. Sem er þó ekkert tiltökumál eins og ætla mætti af viðbrögðum margra karla að dæma. Nær væri að tala um að það skíni sól þegar þær há hildi svo það birtir um dal og ey. Fyrir framtakið ber að klappa þeim ötullega á bakið og fyrir að vera svo hugdjarfar og óeigingjarnar í málflutningi sínum ber að faðma þær að sér. Karlar sem enn hafa ekki áttað sig til fulls á umræddu þurfa að setjast niður með sjálfum sér og hugleiða málið betur. Karlar sem bregðast við með því að hóta umræddum konum starfs- og réttindamissi og virðast til alls líklegir í þeim efnum þurfa að ræða sín mál við þriðja aðila við fyrsta tækifæri og við eigum að hlúa að þeim. Þeir eru pínulítið týndir í einhverskonar hugsun um að í konum felist hræðileg ógn og þeirri hugsun virðast þeir einhverra hluta vegna hafa leyft að vaxa í hugarfylgsnum pervertismans. Til hamingju með daginn konur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun