Konur og karlar – grein II Gunnar Árnason skrifar 24. október 2018 16:32 Hvað er svona merkilegt við það að konur séu með kjaftinn fyrir neðan nefið. Um það bil þriðji hver karl gæti fallið undir skilgreininguna. Þetta eru hvorki nákvæm vísindi né áreiðanlegar mælingar á körlum, en greinarhöfundur vonar að lesendur virði það við hann. Kona sem lætur í sér heyra svo eftir er tekið, gæti hafa veitt því athygli að karl sem notar sterk orð til að lýsa hlutunum og lemur hnefanum samtímis í borðið, nær árangri. En málið er flóknara. Sumum körlum virðist fyrirmunað að líta yfir stóra sviðið til að glöggva sig nánar á heildarmyndinni, eða vakir mögulega eitthvað annað fyrir þeim? Að þagga niður í konum? Að hamla framgöngu þeirra? Konum og stúlkum hefur verið nauðgað og þær hafa verið barðar, þær hafa verið skotnar í andlitið í strætó á leið til skóla og sýru hefur verið skvett á andlit þeirra á tröppum heimilisins og þær hafa verið limlestar og grýttar á torgum úti og brenndar á báli. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. En af hverju? Það liggur ekki fyrir. Nærtækasta skýringin er sú að hryllingurinn sé gerður í því skyni að halda kynsystrum þeirra í skefjum og eigi að vera öðrum konum víti til varnaðar. Allan þennan yfirgengilega hrylling sjá karlar um að framkvæma með einhverjum örfáum undantekningum. Tvær hugrakkar og ósérhlífnar konur, sem sést úr langri fjarlægð að hafa falleg og uppbyggileg viðhorf til samfélagsins alls og bera hlýjan hug til mikilvægra málaflokka, hafa undanfarið verið í forystu fyrir nauðsynlegri og beittri umræðu hérlendis um þann ófögnuð sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga af hálfu karla og þurfa enn. Í kjarnann varðar málið aldalanga kúgun og misrétti, ójafnræði og ósanngirni sem kynsystur umræddra kvenna hafa þurft að þola. Og þær eru með kjaftinn fyrir neðan nefið. Sem er þó ekkert tiltökumál eins og ætla mætti af viðbrögðum margra karla að dæma. Nær væri að tala um að það skíni sól þegar þær há hildi svo það birtir um dal og ey. Fyrir framtakið ber að klappa þeim ötullega á bakið og fyrir að vera svo hugdjarfar og óeigingjarnar í málflutningi sínum ber að faðma þær að sér. Karlar sem enn hafa ekki áttað sig til fulls á umræddu þurfa að setjast niður með sjálfum sér og hugleiða málið betur. Karlar sem bregðast við með því að hóta umræddum konum starfs- og réttindamissi og virðast til alls líklegir í þeim efnum þurfa að ræða sín mál við þriðja aðila við fyrsta tækifæri og við eigum að hlúa að þeim. Þeir eru pínulítið týndir í einhverskonar hugsun um að í konum felist hræðileg ógn og þeirri hugsun virðast þeir einhverra hluta vegna hafa leyft að vaxa í hugarfylgsnum pervertismans. Til hamingju með daginn konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við það að konur séu með kjaftinn fyrir neðan nefið. Um það bil þriðji hver karl gæti fallið undir skilgreininguna. Þetta eru hvorki nákvæm vísindi né áreiðanlegar mælingar á körlum, en greinarhöfundur vonar að lesendur virði það við hann. Kona sem lætur í sér heyra svo eftir er tekið, gæti hafa veitt því athygli að karl sem notar sterk orð til að lýsa hlutunum og lemur hnefanum samtímis í borðið, nær árangri. En málið er flóknara. Sumum körlum virðist fyrirmunað að líta yfir stóra sviðið til að glöggva sig nánar á heildarmyndinni, eða vakir mögulega eitthvað annað fyrir þeim? Að þagga niður í konum? Að hamla framgöngu þeirra? Konum og stúlkum hefur verið nauðgað og þær hafa verið barðar, þær hafa verið skotnar í andlitið í strætó á leið til skóla og sýru hefur verið skvett á andlit þeirra á tröppum heimilisins og þær hafa verið limlestar og grýttar á torgum úti og brenndar á báli. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. En af hverju? Það liggur ekki fyrir. Nærtækasta skýringin er sú að hryllingurinn sé gerður í því skyni að halda kynsystrum þeirra í skefjum og eigi að vera öðrum konum víti til varnaðar. Allan þennan yfirgengilega hrylling sjá karlar um að framkvæma með einhverjum örfáum undantekningum. Tvær hugrakkar og ósérhlífnar konur, sem sést úr langri fjarlægð að hafa falleg og uppbyggileg viðhorf til samfélagsins alls og bera hlýjan hug til mikilvægra málaflokka, hafa undanfarið verið í forystu fyrir nauðsynlegri og beittri umræðu hérlendis um þann ófögnuð sem konur hafa þurft að láta yfir sig ganga af hálfu karla og þurfa enn. Í kjarnann varðar málið aldalanga kúgun og misrétti, ójafnræði og ósanngirni sem kynsystur umræddra kvenna hafa þurft að þola. Og þær eru með kjaftinn fyrir neðan nefið. Sem er þó ekkert tiltökumál eins og ætla mætti af viðbrögðum margra karla að dæma. Nær væri að tala um að það skíni sól þegar þær há hildi svo það birtir um dal og ey. Fyrir framtakið ber að klappa þeim ötullega á bakið og fyrir að vera svo hugdjarfar og óeigingjarnar í málflutningi sínum ber að faðma þær að sér. Karlar sem enn hafa ekki áttað sig til fulls á umræddu þurfa að setjast niður með sjálfum sér og hugleiða málið betur. Karlar sem bregðast við með því að hóta umræddum konum starfs- og réttindamissi og virðast til alls líklegir í þeim efnum þurfa að ræða sín mál við þriðja aðila við fyrsta tækifæri og við eigum að hlúa að þeim. Þeir eru pínulítið týndir í einhverskonar hugsun um að í konum felist hræðileg ógn og þeirri hugsun virðast þeir einhverra hluta vegna hafa leyft að vaxa í hugarfylgsnum pervertismans. Til hamingju með daginn konur.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun