Konur í fótbolta eru annars flokks íþróttaiðkendur Margrét Ástvaldsdóttir skrifar 18. apríl 2018 15:26 Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun