Konur í fótbolta eru annars flokks íþróttaiðkendur Margrét Ástvaldsdóttir skrifar 18. apríl 2018 15:26 Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun