Píratískur femínismi Alexandra Briem skrifar 18. apríl 2018 19:47 Píratar eru femíniskur flokkur. Við ástundum frjálslyndan femínisma þar sem allir fá sæti við borðið. Það verður að vera rými til að vera allskonar. Þetta er mikilvægt mál sem varðar öll kyn og það þarf að finna sátt. Við viljum ekki búa til einhverja forskrift og neyða svo alla til að fylgja henni með vöndinn á loft. Það gerist of oft að hugtök, nöfn eða skilgreiningar eru gengisfelld eða dregin í svaðið á hátt sem leiðir til þess að viss hluti þeirra sem eru samt fylgjandi hugmyndunum sem hugtakið lýsir gefast upp, draga sig til baka og finna bara aðra leið til að merkja sig. Jafnréttissinni en ekki femínisti.Hagsmunir jaðarhópa Femínisminn, líkt og flestar hugmyndir, á í vandræðum með sjálfskipaða dómara um hvað sé gjaldgengur femínismi og hverjir megi vera með. Hægt hefur verið að finna mjög harðskeytta og ummæli á báða bóga. Hagsmunir jaðarhópa hafa vissulega orðið utanveltu líka. Transfólk, svartar konur og karlar sem upplifa að enginn sé að gæta sinna hagsmuna eru dæmi um slíkt. Margir karlar upplifa sig hlunnfarna enda séu þeir ekki að græða á því sem er kallað feðraveldi og efast því um tilvist þess. Vandinn sem femínisma er ætlað að takast á við bitnar ekki síður á körlum sem falla ekki að réttri týpu karlmennsku.Flótti frá efnislegri umræðu Góð hliðstæða á því hvað gerist þegar fólk hopar endalaust vegna rifrildis um orðaval er Borgarlína. Það hentar sumum pólitískt að vera á móti til að vera á móti. Þegar litið er undir yfirborðið þá er flokkurinn sem talar mest á móti Borgarlínu raunar ekki á móti markmiðunum. Raunar hafa þau lýst yfir stuðning við búta og búta borgarlínu og virðast fyrst og fremst setja sig upp á móti faglegum vinnubrögðum og heildstæðri áætlun. Því þegar á þau er gengið þá vilja fulltrúar flokksins allt það sem boðað er. Sumir stjórnmálamenn fara þá að gefa eftir og vilja bara finna nýtt orð; hætta að tala um borgarlínu, köllum það bætt samgöngukerfi, hraðavagnabrautir eða eitthvað. Látum það liggja á milli hluta hvað þessi nálgun er yfirborðskennd og raunar eins og vísvitandi flótti frá efnislegri umræðu. Vandinn við það að hopa endalaust vegna orðavals og hugtaka er að það verðlaunar þá sem stunda þá pólitík að grafa undan og skruma en hafa enga sýn. Þess utan þá getum við bara verið allskonar og af því leiðir væntanlega að við getum kallað okkur allskonar þótt aðrir kalli sig allskonar.Skemmandi staðalmyndir Hvernig tengist þetta femínisma? Jú, mér finnst þessi umræða, þar sem vissir hópar sem eru hart á móti femínisma og hafa núna lengi talað hugtakið niður og fundið allt mögulegt þeirri hugmyndafræði til foráttu en segjast þó sammála markmiðum þeirra. Þegar ólíkir hópar hlusta mest á þá reiðustu úr röðum annarra hópa og leyfa þeim sem hafa hæst að skilgreina alla anga umræðunnar verður óumflýjanlegt að við hættum að hlusta. Um leið og við hættum að hlusta er stríðið tapað. Það sem við viljum gera er að fá alla að borðinu. Femínismi Pírata snýst um jafnan rétt, jafna möguleika og frelsi frá takmarkandi og skemmandi staðalmyndum um kyn, kynhneigð og félagsleg hlutverk. Þegar við tölum um skemmandi staðalmyndir, þá eigum við ekki við að það megi ekki vera massaður karl á stórum bíl sem elskar fótbolta, eða nett prinsessa í bleikum kjól..Við viljum sameinast um að senda út þau skilaboð að einstaklingurinn sjálfur ákveðið eigin gildi, ímynd og sýn á sjálfan sig.Jafnrétti fyrir alla Blessunarlega ýta fæstir undir staðalímyndir vísvitandi. Þetta eru mest samlegðaráhrif ótal hefða og viðmiða. Væntinga sem við höfum ómeðvitað. Alls konar staðalmyndir í undirmeðvitund okkar. Þegar allt kemur til alls þá er heiðarlegt að kalla sig réttum nöfnun en ekki hlaupa undan merkjum vegna þess að því fylgir gagnrýni. Píratahugsjónin er hugsjón um þátttöku allra. Það er heiðarlegt fyrir femínista að fara ekki undan í flæmingi og merkja sig öðru hugtaki en við á. Femínismi snýst um jafnrétti fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð, kynvitund eða öðru kyngerfi. Við lítum mjög alvarlegum augum að skólakerfið virðist vera að bregðast drengjum. Skólakerfið virðist ekki kunna eða vera tilbúið að beita aðferðum sem vekja áhuga þeirra á námsefninu og finna þeim námsefni við hæfi. Áhersla Pírata er einstaklingsmiðað nám sem geri ráð fyrir þeim mun sem er milli einstaklinga. Þetta snýst um að allir eigi að geta átt aðkomu að umræðu og eignarhald í ákvarðanatöku. Enginn á að upplifa að þeirra réttindi eða tilfinningar séu að gleymast eða verða útundan.Höfundur skipar 3.sæti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar eru femíniskur flokkur. Við ástundum frjálslyndan femínisma þar sem allir fá sæti við borðið. Það verður að vera rými til að vera allskonar. Þetta er mikilvægt mál sem varðar öll kyn og það þarf að finna sátt. Við viljum ekki búa til einhverja forskrift og neyða svo alla til að fylgja henni með vöndinn á loft. Það gerist of oft að hugtök, nöfn eða skilgreiningar eru gengisfelld eða dregin í svaðið á hátt sem leiðir til þess að viss hluti þeirra sem eru samt fylgjandi hugmyndunum sem hugtakið lýsir gefast upp, draga sig til baka og finna bara aðra leið til að merkja sig. Jafnréttissinni en ekki femínisti.Hagsmunir jaðarhópa Femínisminn, líkt og flestar hugmyndir, á í vandræðum með sjálfskipaða dómara um hvað sé gjaldgengur femínismi og hverjir megi vera með. Hægt hefur verið að finna mjög harðskeytta og ummæli á báða bóga. Hagsmunir jaðarhópa hafa vissulega orðið utanveltu líka. Transfólk, svartar konur og karlar sem upplifa að enginn sé að gæta sinna hagsmuna eru dæmi um slíkt. Margir karlar upplifa sig hlunnfarna enda séu þeir ekki að græða á því sem er kallað feðraveldi og efast því um tilvist þess. Vandinn sem femínisma er ætlað að takast á við bitnar ekki síður á körlum sem falla ekki að réttri týpu karlmennsku.Flótti frá efnislegri umræðu Góð hliðstæða á því hvað gerist þegar fólk hopar endalaust vegna rifrildis um orðaval er Borgarlína. Það hentar sumum pólitískt að vera á móti til að vera á móti. Þegar litið er undir yfirborðið þá er flokkurinn sem talar mest á móti Borgarlínu raunar ekki á móti markmiðunum. Raunar hafa þau lýst yfir stuðning við búta og búta borgarlínu og virðast fyrst og fremst setja sig upp á móti faglegum vinnubrögðum og heildstæðri áætlun. Því þegar á þau er gengið þá vilja fulltrúar flokksins allt það sem boðað er. Sumir stjórnmálamenn fara þá að gefa eftir og vilja bara finna nýtt orð; hætta að tala um borgarlínu, köllum það bætt samgöngukerfi, hraðavagnabrautir eða eitthvað. Látum það liggja á milli hluta hvað þessi nálgun er yfirborðskennd og raunar eins og vísvitandi flótti frá efnislegri umræðu. Vandinn við það að hopa endalaust vegna orðavals og hugtaka er að það verðlaunar þá sem stunda þá pólitík að grafa undan og skruma en hafa enga sýn. Þess utan þá getum við bara verið allskonar og af því leiðir væntanlega að við getum kallað okkur allskonar þótt aðrir kalli sig allskonar.Skemmandi staðalmyndir Hvernig tengist þetta femínisma? Jú, mér finnst þessi umræða, þar sem vissir hópar sem eru hart á móti femínisma og hafa núna lengi talað hugtakið niður og fundið allt mögulegt þeirri hugmyndafræði til foráttu en segjast þó sammála markmiðum þeirra. Þegar ólíkir hópar hlusta mest á þá reiðustu úr röðum annarra hópa og leyfa þeim sem hafa hæst að skilgreina alla anga umræðunnar verður óumflýjanlegt að við hættum að hlusta. Um leið og við hættum að hlusta er stríðið tapað. Það sem við viljum gera er að fá alla að borðinu. Femínismi Pírata snýst um jafnan rétt, jafna möguleika og frelsi frá takmarkandi og skemmandi staðalmyndum um kyn, kynhneigð og félagsleg hlutverk. Þegar við tölum um skemmandi staðalmyndir, þá eigum við ekki við að það megi ekki vera massaður karl á stórum bíl sem elskar fótbolta, eða nett prinsessa í bleikum kjól..Við viljum sameinast um að senda út þau skilaboð að einstaklingurinn sjálfur ákveðið eigin gildi, ímynd og sýn á sjálfan sig.Jafnrétti fyrir alla Blessunarlega ýta fæstir undir staðalímyndir vísvitandi. Þetta eru mest samlegðaráhrif ótal hefða og viðmiða. Væntinga sem við höfum ómeðvitað. Alls konar staðalmyndir í undirmeðvitund okkar. Þegar allt kemur til alls þá er heiðarlegt að kalla sig réttum nöfnun en ekki hlaupa undan merkjum vegna þess að því fylgir gagnrýni. Píratahugsjónin er hugsjón um þátttöku allra. Það er heiðarlegt fyrir femínista að fara ekki undan í flæmingi og merkja sig öðru hugtaki en við á. Femínismi snýst um jafnrétti fyrir alla, óháð kyni, kynhneigð, kynvitund eða öðru kyngerfi. Við lítum mjög alvarlegum augum að skólakerfið virðist vera að bregðast drengjum. Skólakerfið virðist ekki kunna eða vera tilbúið að beita aðferðum sem vekja áhuga þeirra á námsefninu og finna þeim námsefni við hæfi. Áhersla Pírata er einstaklingsmiðað nám sem geri ráð fyrir þeim mun sem er milli einstaklinga. Þetta snýst um að allir eigi að geta átt aðkomu að umræðu og eignarhald í ákvarðanatöku. Enginn á að upplifa að þeirra réttindi eða tilfinningar séu að gleymast eða verða útundan.Höfundur skipar 3.sæti Pírata í Reykjavík.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar