HSÍ og Íslandshótel hafa skrifað undir samstarfssamning sín á milli en merki Íslandshótela munu koma inn á búninga íslensku landsliðanna.
Samningurinn var undirritaður í síðustu viku en Íslandshótel eiga sautján hótel um allt landið. Þar er væntanlega frægast Grand Hótel í Reykjavík sem er stærsta ráðstefnuhótel landsins.
„Stuðningur frá íslensku atvinnulífi er sambandinu ómetanlegur nú sem áður. Báðir aðilar lýsa yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf í framtíðinni,“ segir í tilkynningu HSÍ.
Næstu verkefni HSÍ eru í janúar en þá fer íslenska A-landslið karla á stórmót er liðið keppir á HM í Þýskalandi og Danmörku.
Nýtt merki á búningum landsliðanna í handbolta
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs
Enski boltinn


Aurier í bann vegna lifrarbólgu
Fótbolti

Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið
Íslenski boltinn
