Þakið rifið af leiguþökum Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 6. nóvember 2018 10:13 Peningar, hver vill þá ekki? Þú þarft þá til að gera allt. Borða, keyra, læra, skemmta þér og til að eiga húsaskjól. Flest fáum við pening með því að selja vinnuveitanda tíma okkar, svo bíðum við spennt eftir mánaðamótunum, þegar allur arfur strytisins kemur í hendurnar á okkur, í gegnum blessaðan heimabankann. Eitthvað fer af peningnum í skattinn, en það verður að hafa það, en svo stendur fengurinn eftir, „eftir skatt.“ En þá er ekki sagan öll. Nú þarf að skipta niður sjóðinum í bensín, mat, föt, kannski fjögur stykki vetrardekk, skó, wifi, inneign á farsímann og svo íbúðina. En þá kemur babb í bátinn. Íbúðin er dýrari en í síðasta mánuði, og þann mánuðinn var hún dýrari en mánuðinn á undan. Þetta er veruleiki margra Íslendinga, sem sjá allan þennan eftirsótta pening gufa upp í höndunum á sér, gleyptann af leigumarkaðinum. Markaði sem er algerlega útþaninn og ónáttúrulegur, með verð sem ættu ekki að líðast. Þá er ekki skrýtið að fólk leyti lausna. Ein þeirra, sem er með þeim vinsælli nú til dags, er að setja þak á húsaleigu. Þessi lausn hefur verið lögð fram af einstaklingum á borð við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherrra okkar¹, og er eitt af megin baráttumálum Samtaka leigjenda á Íslandi. Hugmyndin var einnig nýlega tekin til greina af Ásmundi Einar Daðasyni, Félags-og jafnréttismála ráðherra, í viðtali hans á Stöð 2². Þetta er í raun mjög skiljanlegt svar við veruleika dagsins í dag. En er það skynsamlegt? Ekki er hægt að búast við því að löggjöf að slíkum toga hafi ekki fleiri áhrif en ætlast er. Hagkerfið er flókinn vefur af samningum, reglum og venjum sem teygist yfir allt samfélagið okkar. Þegar snert er við einum þræði, skapar það skjálfta sem dreifist út í alla anga hans, og má finna fyrir ófyrirséðum áhrifum á furðulegustu stöðum. Lítum á þetta frá því sjónarhorni að þú átt það mikið á milli handana, að þú hyggist fjárfesta í íbúð, í þeim tilgangi að leigja hana út. Nú er ákveðin kostnaður við það að kaupa húsið, eða að byggja það ef þess þarf, og þar með eru ákveðnar hindranir sem þarf að koma sér framhjá í regluverkinu. Eftir það, þarf að viðhalda húsnæðinu. Eins og er, eru þetta hindranir sem eru þess virði, því hægt er að krefjast um hátt verð, bæði vegna þess að aðrir útleigjendur þurfa að glíma við sama kostnað, en líka vegna þess að mikil eftirspurn er fyrir lóðum og leiguhúsnæði. Segjum sem svo að þak sé sett á leiguverð. Jafnvel þótt að verðið sé aðeins lækkað það mikið að þú græðir enn á lóðinni, þá hefur það áhrif á ákvarðanatöku þína. Nú er fjárfestingin orðin óstöðugri, þar sem minna svigrúm er til að halda sér á floti yfir sveiflum markaðarins. Þú hefur líka litla ástæðu til að viðhalda húsnæðinu ef þú færð ekkert út úr því. Við þessar aðstæður þætti þér örugglega skynsamara að fjárfesta peningnum þínum annarstaðar. Jafnvel ef þú ætlaðir að fjárfesta í íbúð, þá myndirðu mikið frekar leigja hana túristum. Ef reglur á húsnæðismarkaði verða of þungar, gæti það orðið til þess að þú og allir hinir fjárfestarnir yfirgefið hann alveg. Ég gef ekki upp þetta dæmi til að vekja vorkunn í hjarta þér fyrir öllu aumingja ríka fólkinu, því það spjarar sig. Fólkið sem lendir verst í þessu verður fólkið sem á það nú þegar erfiðast á þessum grimma markaði. Fólkið sem hver þúsundkall skiptir máli fyrir. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna, að þar sem verðþök hafa verð lögð, skapast skortur. Sem dæmi má nefna húsnæðismarkaðina í Lundúnum, Berlín, New York og Los Angeles. Enda er það líka samþykkt af um 93% hagfræðinga³, hvort sem þeir hallist til hægri eða vinstri, að leiguþök eru með verstu lausnum við háu verði. Ef leiguþaki verður stillt á hér á landi mun það aðeins auka húsnæðisskort, og gera aðstæður leigjenda verri. Því lengur sem þakið stæði, því verri yrði skorturinn, þar sem fjárfestar hafa litlar ástæður til að byggja frekari húsnæði til leigu, og fólk neyðist til að leigja húsnæði sem er ekki haldið við af eigendunum. En hvað er þá hægt að gera í málunum. Hér er greinilega vandamál, eigum við bara að sitja hjá og leifa því að éta í sundur bankareikningana okkar, og svo veskin í eftirrétt? Það kemur svo vel til að það eru til lausnir á vandanum. Til að nefna nokkur dæmi, það má lækka skatt á húsnæðisleigu, liðka til um byggingarreglugerðir og einfaldlega opna meira land til lóðakaupa í stað þess að vinna alltaf að “þéttingu”, það er ekki eins og það sé skortur á móa.Höfundur er varaformaður Sambands frjálslyndra framhaldsskólanema. 1. https://www.althingi.is/skodalid.php?lthing=144&lidur=lid20150604T100924 2. https://www.visir.is/g/2018181039878 3. https://econpapers.repec.org/article/aeaaecrev/v_3a82_3ay_3a1992_3ai_3a2_3ap_3a203-09.htm Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Peningar, hver vill þá ekki? Þú þarft þá til að gera allt. Borða, keyra, læra, skemmta þér og til að eiga húsaskjól. Flest fáum við pening með því að selja vinnuveitanda tíma okkar, svo bíðum við spennt eftir mánaðamótunum, þegar allur arfur strytisins kemur í hendurnar á okkur, í gegnum blessaðan heimabankann. Eitthvað fer af peningnum í skattinn, en það verður að hafa það, en svo stendur fengurinn eftir, „eftir skatt.“ En þá er ekki sagan öll. Nú þarf að skipta niður sjóðinum í bensín, mat, föt, kannski fjögur stykki vetrardekk, skó, wifi, inneign á farsímann og svo íbúðina. En þá kemur babb í bátinn. Íbúðin er dýrari en í síðasta mánuði, og þann mánuðinn var hún dýrari en mánuðinn á undan. Þetta er veruleiki margra Íslendinga, sem sjá allan þennan eftirsótta pening gufa upp í höndunum á sér, gleyptann af leigumarkaðinum. Markaði sem er algerlega útþaninn og ónáttúrulegur, með verð sem ættu ekki að líðast. Þá er ekki skrýtið að fólk leyti lausna. Ein þeirra, sem er með þeim vinsælli nú til dags, er að setja þak á húsaleigu. Þessi lausn hefur verið lögð fram af einstaklingum á borð við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherrra okkar¹, og er eitt af megin baráttumálum Samtaka leigjenda á Íslandi. Hugmyndin var einnig nýlega tekin til greina af Ásmundi Einar Daðasyni, Félags-og jafnréttismála ráðherra, í viðtali hans á Stöð 2². Þetta er í raun mjög skiljanlegt svar við veruleika dagsins í dag. En er það skynsamlegt? Ekki er hægt að búast við því að löggjöf að slíkum toga hafi ekki fleiri áhrif en ætlast er. Hagkerfið er flókinn vefur af samningum, reglum og venjum sem teygist yfir allt samfélagið okkar. Þegar snert er við einum þræði, skapar það skjálfta sem dreifist út í alla anga hans, og má finna fyrir ófyrirséðum áhrifum á furðulegustu stöðum. Lítum á þetta frá því sjónarhorni að þú átt það mikið á milli handana, að þú hyggist fjárfesta í íbúð, í þeim tilgangi að leigja hana út. Nú er ákveðin kostnaður við það að kaupa húsið, eða að byggja það ef þess þarf, og þar með eru ákveðnar hindranir sem þarf að koma sér framhjá í regluverkinu. Eftir það, þarf að viðhalda húsnæðinu. Eins og er, eru þetta hindranir sem eru þess virði, því hægt er að krefjast um hátt verð, bæði vegna þess að aðrir útleigjendur þurfa að glíma við sama kostnað, en líka vegna þess að mikil eftirspurn er fyrir lóðum og leiguhúsnæði. Segjum sem svo að þak sé sett á leiguverð. Jafnvel þótt að verðið sé aðeins lækkað það mikið að þú græðir enn á lóðinni, þá hefur það áhrif á ákvarðanatöku þína. Nú er fjárfestingin orðin óstöðugri, þar sem minna svigrúm er til að halda sér á floti yfir sveiflum markaðarins. Þú hefur líka litla ástæðu til að viðhalda húsnæðinu ef þú færð ekkert út úr því. Við þessar aðstæður þætti þér örugglega skynsamara að fjárfesta peningnum þínum annarstaðar. Jafnvel ef þú ætlaðir að fjárfesta í íbúð, þá myndirðu mikið frekar leigja hana túristum. Ef reglur á húsnæðismarkaði verða of þungar, gæti það orðið til þess að þú og allir hinir fjárfestarnir yfirgefið hann alveg. Ég gef ekki upp þetta dæmi til að vekja vorkunn í hjarta þér fyrir öllu aumingja ríka fólkinu, því það spjarar sig. Fólkið sem lendir verst í þessu verður fólkið sem á það nú þegar erfiðast á þessum grimma markaði. Fólkið sem hver þúsundkall skiptir máli fyrir. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna, að þar sem verðþök hafa verð lögð, skapast skortur. Sem dæmi má nefna húsnæðismarkaðina í Lundúnum, Berlín, New York og Los Angeles. Enda er það líka samþykkt af um 93% hagfræðinga³, hvort sem þeir hallist til hægri eða vinstri, að leiguþök eru með verstu lausnum við háu verði. Ef leiguþaki verður stillt á hér á landi mun það aðeins auka húsnæðisskort, og gera aðstæður leigjenda verri. Því lengur sem þakið stæði, því verri yrði skorturinn, þar sem fjárfestar hafa litlar ástæður til að byggja frekari húsnæði til leigu, og fólk neyðist til að leigja húsnæði sem er ekki haldið við af eigendunum. En hvað er þá hægt að gera í málunum. Hér er greinilega vandamál, eigum við bara að sitja hjá og leifa því að éta í sundur bankareikningana okkar, og svo veskin í eftirrétt? Það kemur svo vel til að það eru til lausnir á vandanum. Til að nefna nokkur dæmi, það má lækka skatt á húsnæðisleigu, liðka til um byggingarreglugerðir og einfaldlega opna meira land til lóðakaupa í stað þess að vinna alltaf að “þéttingu”, það er ekki eins og það sé skortur á móa.Höfundur er varaformaður Sambands frjálslyndra framhaldsskólanema. 1. https://www.althingi.is/skodalid.php?lthing=144&lidur=lid20150604T100924 2. https://www.visir.is/g/2018181039878 3. https://econpapers.repec.org/article/aeaaecrev/v_3a82_3ay_3a1992_3ai_3a2_3ap_3a203-09.htm
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun