Grínistinn með rangeygðu stjórnmálamennina hrellti líka Íslandsbanka Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 13:30 Erlingi Sigvaldasyni tókst að hrella bæði stjórnmálamenn og heila bankastofnun. Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall hefur framhaldsskólanemanum Erlingi Sigvaldasyni tekist að hrella bæði stjórnmálamenn og heila bankastofnun með uppátækjum sínum á netinu. Dagatal með völdu stjórnmálafólki í örlítið breyttri mynd rýkur út eins og heitar lummur og gervi-Twitter reikningur Íslandsbanka vakti vægast sagt athygli fyrir nokkrum mánuðum síðan.Taka vel í framtakið Erlingur greindi frá því í tísti á dögunum að hann hefði til sölu dagatöl með rangeygðum stjórnmálamönnum. Til stóð að bjóða upp á 30 eintök, en uppátækið vakti fljótt mikla athygli og ákvað hann því að margfalda framboðið. Erlingur segir að þeir tólf stjórnmálamenn sem rötuðu í dagatalið séu einfaldlega sínir uppáhalds. Þeir hafi almennt tekið vel í framtakið og einn þeirra hefur þegar tryggt sér eintak. „Það er Andrés Ingi, hann er kominn á listann. Ég tekk hann „next level“, hann er sá eini sem ég lagfæri bæði augun á,“ segir Erlingur.„Stunda vændi eða Siggi frændi?“ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem grínverkefni Erlings vekur athygli, en fyrir um ári síðan tók hann herferð Íslandsbanka og sneri rækilega út úr henni á nýjum Twitter aðgangi.Sjá einnig:Falskur aðgangur Íslandsbanka á Twitter gerir grín að auglýsingaherferð bankansÍ herferðinni voru borgarar hvattir til að spara peninga, með auglýsingum á strætóskýlum á borð við „Ísbúð eða íbúð?“. Á Twitter reikningi Erlings var aftur á móti farið í umtalsvert grófara rím á borð við „Drekka safa eða kýla afa?“ og annað í þeim dúr. „Svo var „Stunda vændi eða Siggi frændi?“. Þetta var svolítið gróft, en þetta sló í gegn,“ segir Erlingur. Erlingur verður einn viðmælenda Íslands í dag, klukkan 18:55 í kvöld, strax eftir kvöldfréttir. Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall hefur framhaldsskólanemanum Erlingi Sigvaldasyni tekist að hrella bæði stjórnmálamenn og heila bankastofnun með uppátækjum sínum á netinu. Dagatal með völdu stjórnmálafólki í örlítið breyttri mynd rýkur út eins og heitar lummur og gervi-Twitter reikningur Íslandsbanka vakti vægast sagt athygli fyrir nokkrum mánuðum síðan.Taka vel í framtakið Erlingur greindi frá því í tísti á dögunum að hann hefði til sölu dagatöl með rangeygðum stjórnmálamönnum. Til stóð að bjóða upp á 30 eintök, en uppátækið vakti fljótt mikla athygli og ákvað hann því að margfalda framboðið. Erlingur segir að þeir tólf stjórnmálamenn sem rötuðu í dagatalið séu einfaldlega sínir uppáhalds. Þeir hafi almennt tekið vel í framtakið og einn þeirra hefur þegar tryggt sér eintak. „Það er Andrés Ingi, hann er kominn á listann. Ég tekk hann „next level“, hann er sá eini sem ég lagfæri bæði augun á,“ segir Erlingur.„Stunda vændi eða Siggi frændi?“ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem grínverkefni Erlings vekur athygli, en fyrir um ári síðan tók hann herferð Íslandsbanka og sneri rækilega út úr henni á nýjum Twitter aðgangi.Sjá einnig:Falskur aðgangur Íslandsbanka á Twitter gerir grín að auglýsingaherferð bankansÍ herferðinni voru borgarar hvattir til að spara peninga, með auglýsingum á strætóskýlum á borð við „Ísbúð eða íbúð?“. Á Twitter reikningi Erlings var aftur á móti farið í umtalsvert grófara rím á borð við „Drekka safa eða kýla afa?“ og annað í þeim dúr. „Svo var „Stunda vændi eða Siggi frændi?“. Þetta var svolítið gróft, en þetta sló í gegn,“ segir Erlingur. Erlingur verður einn viðmælenda Íslands í dag, klukkan 18:55 í kvöld, strax eftir kvöldfréttir.
Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira