Grínistinn með rangeygðu stjórnmálamennina hrellti líka Íslandsbanka Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 13:30 Erlingi Sigvaldasyni tókst að hrella bæði stjórnmálamenn og heila bankastofnun. Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall hefur framhaldsskólanemanum Erlingi Sigvaldasyni tekist að hrella bæði stjórnmálamenn og heila bankastofnun með uppátækjum sínum á netinu. Dagatal með völdu stjórnmálafólki í örlítið breyttri mynd rýkur út eins og heitar lummur og gervi-Twitter reikningur Íslandsbanka vakti vægast sagt athygli fyrir nokkrum mánuðum síðan.Taka vel í framtakið Erlingur greindi frá því í tísti á dögunum að hann hefði til sölu dagatöl með rangeygðum stjórnmálamönnum. Til stóð að bjóða upp á 30 eintök, en uppátækið vakti fljótt mikla athygli og ákvað hann því að margfalda framboðið. Erlingur segir að þeir tólf stjórnmálamenn sem rötuðu í dagatalið séu einfaldlega sínir uppáhalds. Þeir hafi almennt tekið vel í framtakið og einn þeirra hefur þegar tryggt sér eintak. „Það er Andrés Ingi, hann er kominn á listann. Ég tekk hann „next level“, hann er sá eini sem ég lagfæri bæði augun á,“ segir Erlingur.„Stunda vændi eða Siggi frændi?“ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem grínverkefni Erlings vekur athygli, en fyrir um ári síðan tók hann herferð Íslandsbanka og sneri rækilega út úr henni á nýjum Twitter aðgangi.Sjá einnig:Falskur aðgangur Íslandsbanka á Twitter gerir grín að auglýsingaherferð bankansÍ herferðinni voru borgarar hvattir til að spara peninga, með auglýsingum á strætóskýlum á borð við „Ísbúð eða íbúð?“. Á Twitter reikningi Erlings var aftur á móti farið í umtalsvert grófara rím á borð við „Drekka safa eða kýla afa?“ og annað í þeim dúr. „Svo var „Stunda vændi eða Siggi frændi?“. Þetta var svolítið gróft, en þetta sló í gegn,“ segir Erlingur. Erlingur verður einn viðmælenda Íslands í dag, klukkan 18:55 í kvöld, strax eftir kvöldfréttir. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall hefur framhaldsskólanemanum Erlingi Sigvaldasyni tekist að hrella bæði stjórnmálamenn og heila bankastofnun með uppátækjum sínum á netinu. Dagatal með völdu stjórnmálafólki í örlítið breyttri mynd rýkur út eins og heitar lummur og gervi-Twitter reikningur Íslandsbanka vakti vægast sagt athygli fyrir nokkrum mánuðum síðan.Taka vel í framtakið Erlingur greindi frá því í tísti á dögunum að hann hefði til sölu dagatöl með rangeygðum stjórnmálamönnum. Til stóð að bjóða upp á 30 eintök, en uppátækið vakti fljótt mikla athygli og ákvað hann því að margfalda framboðið. Erlingur segir að þeir tólf stjórnmálamenn sem rötuðu í dagatalið séu einfaldlega sínir uppáhalds. Þeir hafi almennt tekið vel í framtakið og einn þeirra hefur þegar tryggt sér eintak. „Það er Andrés Ingi, hann er kominn á listann. Ég tekk hann „next level“, hann er sá eini sem ég lagfæri bæði augun á,“ segir Erlingur.„Stunda vændi eða Siggi frændi?“ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem grínverkefni Erlings vekur athygli, en fyrir um ári síðan tók hann herferð Íslandsbanka og sneri rækilega út úr henni á nýjum Twitter aðgangi.Sjá einnig:Falskur aðgangur Íslandsbanka á Twitter gerir grín að auglýsingaherferð bankansÍ herferðinni voru borgarar hvattir til að spara peninga, með auglýsingum á strætóskýlum á borð við „Ísbúð eða íbúð?“. Á Twitter reikningi Erlings var aftur á móti farið í umtalsvert grófara rím á borð við „Drekka safa eða kýla afa?“ og annað í þeim dúr. „Svo var „Stunda vændi eða Siggi frændi?“. Þetta var svolítið gróft, en þetta sló í gegn,“ segir Erlingur. Erlingur verður einn viðmælenda Íslands í dag, klukkan 18:55 í kvöld, strax eftir kvöldfréttir.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Sjá meira