
Pólitísk hentistefna og siðferðilegt gjaldþrot
Katrín telur ekki ástæðu til að dómsmálaráðherra, sem braut stjórnsýslulög við skipun dómara í Landsrétt þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, axli ábyrgð með því að segja af sér. Af orðum hennar má ráða að hún aðhyllist siðferðilega afstæðishyggju – að sinn er siður í hverju landi – og þá tegund „pólitískrar hentistefnu“ sem hefur löngum verið aðalsmerki Framsóknarflokksins.
Meginréttlæting Katrínar fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – sem hún og aðrir fulltrúar VG höfðu þráfaldlega sagt að væri óstjórntækur vegna spillingar og valdníðslu – er að völdin skapi forsendur eða tækifæri til að hrinda hugsjónum eða stefnumiðum flokksins í framkvæmd. Samkvæmt þessu, að hennar mati, felst pólitísk ábyrgð í því að lúta niðurstöðum kosninga og nýta tækifærin sem bjóðast til að byggja betra samfélag. Ríkisstjórnarþátttaka VG á þannig að skapa mótvægi við hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins og sveigja landsstjórnina í áttina að félagshyggju og náttúruvernd. Hér helgar tilgangurinn meðalið.
Auk þess að flagga pólitískri hentistefnu lítur Katrín Jakobsdóttir svo á að pólitísk ábyrgð sé „að mörgu leyti menningarbundin“ og að á Íslandi sé ekki hefð fyrir því að „láta ráðherra segja af sér“. Siðferði sem byggist á hefðum og venjum en ekki almennum reglum eða lögmálum er afstætt. Á hinn bóginn segir Katrín að hlutverk hennar, sem forsætisráðherra, sé að „stuðla að því að við tölum um þessi mál með nýrri eða öðruvísi hætti en gert hefur verið“. Þetta er mikilvægt svo langt sem það nær. Við sköpum og endursköpum siðferðið með því að ræða saman um það, en vandséð er að hún muni sjálf leggja eitthvað nýtt til málanna í slíkum samræðum.
Fyrir síðustu Alþingiskosningar var það yfirlýst keppikefli formanns VG að bola Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir kosningar var komið nýtt hljóð í strokkinn og ekki lengur neitt því til fyrirstöðu að flokkarnir störfuðu saman. Vinstri græn sögðu eitt en gerðu annað. Katrín bendir þó réttilega á að hún hafi ekki kallað eftir afsögn dómsmálaráðherra síðastliðið vor og geri það ekki núna: „[Ég] hef ekki almennt lagt það í vana minn hvorki í stjórnarandstöðu né ríkistjórn að horfa á það að ráðherra beri að segja af sér þegar svona kemur upp.“ Þessi afstaða ræðst ekki af almennri reglu heldur því sem Katrín leggur eða leggur ekki „í vana sinn“. Þannig sýnir hún vissa samkvæmni. En eins og bandaríski hugsuðurinn og ljóðskáldið Ralph Waldo Emerson segir: Heimskuleg samkvæmni er húsálfur þeirra sem hugsa smátt.
Loks klykkir forsætisráðherrann út með því að öllu máli skipti hvernig „við lærum af þessum dómi“ Hæstaréttar. Í stað þess að Sigríður Á. Andersen sæti ábyrgð eigum „við“ að draga lærdóm af því sem gerðist. „Við eigum að horfa á það hvernig við getum látið þetta kerfi virka þannig að það sé hafið yfir vafa.“ Ábyrgð og traust eru tvær hliðar á sama peningi og eina leiðin til að skapa traust á einstaklingum og kerfinu er að persónur og leikendur innan þess axli ábyrgð sína. Traust á kerfinu verður aldrei meira en traustið á þeim sem þar starfa eða eru í fyrirsvari.
Sannur leiðtogi er fremstur meðal jafningja. Hann tekur af skarið, veitir ákveðna leiðsögn, er fyrirmynd og sýnir gott fordæmi. Hér er sterk dómgreind lykilatriði; hún byggist á greiningarhæfni, prinsippfestu og innsæi í mannlegt eðli og aðstæður. Martin Luther King og Nelson Mandela eru skýr dæmi um svona leiðtoga. Forsætisráðherra sem hagar seglum eftir vindi, daðrar við siðferðilega afstæðishyggju, segir eitt í dag og annað á morgun, þverbrýtur margyfirlýst prinsipp og varpar ábyrgðinni á gerðum dómsmálaráðherra yfir á okkur og kerfið, er ekki leiðtogi í þessum skilningi. Slíkur forystumaður er í rauninni siðferðilega gjaldþrota.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar