Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík Aron Leví Beck skrifar 1. febrúar 2018 13:59 Það eru spennandi tímar í gangi í Reykjavík. Uppbygging af öllu tagi á sér stað um allar koppagrundir, borgarhlutar ganga í gegnum endurnýjun lífdaga og loksins eru alvöru almenningssamgöngur í sjónfæri. Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. Síðast en ekki síst eru komin upp áform um Borgarlínu sem mun umbylta samgöngumálum í Reykjavík og loksins bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur í borg sem er nánast búin að skikka alla til að eiga og reka bíl með tilheyrandi kostnaði. Þetta er bara örfá dæmi en Reykjavík er eftirsóttur staður til að búa á og kemur til með að vera það áfram – sér í lagi vegna þess að borgin er komin á einstaklega spennandi vegferð. Í raun er þá ekki sérstök furða að minnihlutinn í borginni sé örlítið ráðþrota og leitar logandi ljósi að stefnumálum til að hengja sig á. Ekki einungis virðist lítil stefna vera til staðar heldur hefur reynst ansi þungbært að finna frambjóðendur. Ekki virðist liggja fyrir hverjir bjóða sig fram fyrir Framsókn eða undir hvaða nafni það framboð muni ganga og sömu sögu má segja hliðsjálf Framsóknar, Miðflokkinn og Flokk Fólksins. Um svo fátæklegan garð var að gresja meðal Sjálfstæðismanna í borginni að engum þriggja borgarfulltrúa flokksins var treyst til að leiða kosningar í vor. Tveir reyndir borgarfulltrúar nutu ekki brautargengis og oddvitinn hrökklaðist frá þegar upp komst að hann hafði ekkert til málanna að leggja. Samt bregða Sjálfstæðismenn í borginni aftur á það ráð að sækja sér kall úr sveitarstjórnarpólitíkinni utan af landi til að standa í brúnni. Eyþór Arnalds er nýr í borgarpólitíkinni og virðist ennþá vera að fóta sig í skipulagsmálunum. Í einn stað segir hann þéttingu byggðar hafa mistekist en í þann næsta stingur hann upp á 15 þúsund manna byggð í Örfirisey – ljómandi hugmynd sem er jú einmitt nákvæmlega þétting byggðar. Eyþóri er einnig flugvallarmálið hugleikið enda stofnmeðlimur samtakanna 102 Reykjavík sem hefur það að höfuðmarkmiði að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Eitthvað virðist hann þó hafa þurft að hagræða seglum eftir pólitískum vindum og segist núna varla hafa áhuga á málinu verandi samt stofnmeðlimur samtaka sem hafa það eina markmið að hafa áhuga á málinu. Auk þess hefur hann réttilega vakið athygli á meinlegu svifryksmagni á Höfuðborgarsvæðinu en vill samhliða veg einkabílsins sem mestan. Vaðallinn í oddvitanum er að mörgu leyti ákveðin birtingarmynd vandræða Sjálfstæðisflokksins í borginni sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Í pólitískum krummafót og veit ekki heldur í hvorn fótinn á að stíga. Oddvitinn nýi hefur þó bjargfasta stefnu varðandi almenningssamgöngur en hann virðist hafa einstaklega takmarkaða trú á þeim. Varla þarf hér að rekja augljósa gagnsemi og nauðsyn góðra almenningssamgangna en sumar vísur eru aldrei of oft kveðnar. Borgarbúar á Íslandi eiga skilið til jafns við borgarbúa erlendis að hafa raunhæft val um samgöngur. Í öllum heimshornum bjóða borgir upp á góðar almenningssamgöngur, hvað er því til fyrirstöðu í Reykjavík? Þegar allt kemur til alls eru það þær sem létta helst á umferðinni og svifrykinu. Reykvíkingar eiga jafnframt skilið vistvæna og fallega borg – ekki borg undirlagða malbiki, hraðbrautum, svifryki og mengun frá bílum. Síðast en ekki síst geta góðar almenningssamgöngur verið öryggisatriði enda á fólk til dæmis að geta gengið að öruggum samgöngumáta að kvöld- og næturlagi. Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur oft legið á hálsi að velja skammtímalausnir fremur en að líta til framtíðar en það stefnir í að komandi borgarstjórnarkosningar muni snúast nákvæmlega um það. Eftir örvæntingarfulla leit virðist minnihlutinn helst detta í hug nákvæmlega þær aðferðir sem hafa komið Reykjavík sem verst og kostað sem mest. Ekki nóg með að breikkun gatna, mislæg gatnamót og útþensla byggðar séu skammtímalausnir sem leysa engan vanda til framtíðar þá eru þetta líka dýrustu lausnirnar. Kostnaður sem veltist að stóru leyti á komandi kynslóðir. Mér finnst þær allavega eiga betra skilið.Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar í gangi í Reykjavík. Uppbygging af öllu tagi á sér stað um allar koppagrundir, borgarhlutar ganga í gegnum endurnýjun lífdaga og loksins eru alvöru almenningssamgöngur í sjónfæri. Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. Síðast en ekki síst eru komin upp áform um Borgarlínu sem mun umbylta samgöngumálum í Reykjavík og loksins bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur í borg sem er nánast búin að skikka alla til að eiga og reka bíl með tilheyrandi kostnaði. Þetta er bara örfá dæmi en Reykjavík er eftirsóttur staður til að búa á og kemur til með að vera það áfram – sér í lagi vegna þess að borgin er komin á einstaklega spennandi vegferð. Í raun er þá ekki sérstök furða að minnihlutinn í borginni sé örlítið ráðþrota og leitar logandi ljósi að stefnumálum til að hengja sig á. Ekki einungis virðist lítil stefna vera til staðar heldur hefur reynst ansi þungbært að finna frambjóðendur. Ekki virðist liggja fyrir hverjir bjóða sig fram fyrir Framsókn eða undir hvaða nafni það framboð muni ganga og sömu sögu má segja hliðsjálf Framsóknar, Miðflokkinn og Flokk Fólksins. Um svo fátæklegan garð var að gresja meðal Sjálfstæðismanna í borginni að engum þriggja borgarfulltrúa flokksins var treyst til að leiða kosningar í vor. Tveir reyndir borgarfulltrúar nutu ekki brautargengis og oddvitinn hrökklaðist frá þegar upp komst að hann hafði ekkert til málanna að leggja. Samt bregða Sjálfstæðismenn í borginni aftur á það ráð að sækja sér kall úr sveitarstjórnarpólitíkinni utan af landi til að standa í brúnni. Eyþór Arnalds er nýr í borgarpólitíkinni og virðist ennþá vera að fóta sig í skipulagsmálunum. Í einn stað segir hann þéttingu byggðar hafa mistekist en í þann næsta stingur hann upp á 15 þúsund manna byggð í Örfirisey – ljómandi hugmynd sem er jú einmitt nákvæmlega þétting byggðar. Eyþóri er einnig flugvallarmálið hugleikið enda stofnmeðlimur samtakanna 102 Reykjavík sem hefur það að höfuðmarkmiði að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Eitthvað virðist hann þó hafa þurft að hagræða seglum eftir pólitískum vindum og segist núna varla hafa áhuga á málinu verandi samt stofnmeðlimur samtaka sem hafa það eina markmið að hafa áhuga á málinu. Auk þess hefur hann réttilega vakið athygli á meinlegu svifryksmagni á Höfuðborgarsvæðinu en vill samhliða veg einkabílsins sem mestan. Vaðallinn í oddvitanum er að mörgu leyti ákveðin birtingarmynd vandræða Sjálfstæðisflokksins í borginni sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Í pólitískum krummafót og veit ekki heldur í hvorn fótinn á að stíga. Oddvitinn nýi hefur þó bjargfasta stefnu varðandi almenningssamgöngur en hann virðist hafa einstaklega takmarkaða trú á þeim. Varla þarf hér að rekja augljósa gagnsemi og nauðsyn góðra almenningssamgangna en sumar vísur eru aldrei of oft kveðnar. Borgarbúar á Íslandi eiga skilið til jafns við borgarbúa erlendis að hafa raunhæft val um samgöngur. Í öllum heimshornum bjóða borgir upp á góðar almenningssamgöngur, hvað er því til fyrirstöðu í Reykjavík? Þegar allt kemur til alls eru það þær sem létta helst á umferðinni og svifrykinu. Reykvíkingar eiga jafnframt skilið vistvæna og fallega borg – ekki borg undirlagða malbiki, hraðbrautum, svifryki og mengun frá bílum. Síðast en ekki síst geta góðar almenningssamgöngur verið öryggisatriði enda á fólk til dæmis að geta gengið að öruggum samgöngumáta að kvöld- og næturlagi. Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur oft legið á hálsi að velja skammtímalausnir fremur en að líta til framtíðar en það stefnir í að komandi borgarstjórnarkosningar muni snúast nákvæmlega um það. Eftir örvæntingarfulla leit virðist minnihlutinn helst detta í hug nákvæmlega þær aðferðir sem hafa komið Reykjavík sem verst og kostað sem mest. Ekki nóg með að breikkun gatna, mislæg gatnamót og útþensla byggðar séu skammtímalausnir sem leysa engan vanda til framtíðar þá eru þetta líka dýrustu lausnirnar. Kostnaður sem veltist að stóru leyti á komandi kynslóðir. Mér finnst þær allavega eiga betra skilið.Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun