Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík Aron Leví Beck skrifar 1. febrúar 2018 13:59 Það eru spennandi tímar í gangi í Reykjavík. Uppbygging af öllu tagi á sér stað um allar koppagrundir, borgarhlutar ganga í gegnum endurnýjun lífdaga og loksins eru alvöru almenningssamgöngur í sjónfæri. Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. Síðast en ekki síst eru komin upp áform um Borgarlínu sem mun umbylta samgöngumálum í Reykjavík og loksins bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur í borg sem er nánast búin að skikka alla til að eiga og reka bíl með tilheyrandi kostnaði. Þetta er bara örfá dæmi en Reykjavík er eftirsóttur staður til að búa á og kemur til með að vera það áfram – sér í lagi vegna þess að borgin er komin á einstaklega spennandi vegferð. Í raun er þá ekki sérstök furða að minnihlutinn í borginni sé örlítið ráðþrota og leitar logandi ljósi að stefnumálum til að hengja sig á. Ekki einungis virðist lítil stefna vera til staðar heldur hefur reynst ansi þungbært að finna frambjóðendur. Ekki virðist liggja fyrir hverjir bjóða sig fram fyrir Framsókn eða undir hvaða nafni það framboð muni ganga og sömu sögu má segja hliðsjálf Framsóknar, Miðflokkinn og Flokk Fólksins. Um svo fátæklegan garð var að gresja meðal Sjálfstæðismanna í borginni að engum þriggja borgarfulltrúa flokksins var treyst til að leiða kosningar í vor. Tveir reyndir borgarfulltrúar nutu ekki brautargengis og oddvitinn hrökklaðist frá þegar upp komst að hann hafði ekkert til málanna að leggja. Samt bregða Sjálfstæðismenn í borginni aftur á það ráð að sækja sér kall úr sveitarstjórnarpólitíkinni utan af landi til að standa í brúnni. Eyþór Arnalds er nýr í borgarpólitíkinni og virðist ennþá vera að fóta sig í skipulagsmálunum. Í einn stað segir hann þéttingu byggðar hafa mistekist en í þann næsta stingur hann upp á 15 þúsund manna byggð í Örfirisey – ljómandi hugmynd sem er jú einmitt nákvæmlega þétting byggðar. Eyþóri er einnig flugvallarmálið hugleikið enda stofnmeðlimur samtakanna 102 Reykjavík sem hefur það að höfuðmarkmiði að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Eitthvað virðist hann þó hafa þurft að hagræða seglum eftir pólitískum vindum og segist núna varla hafa áhuga á málinu verandi samt stofnmeðlimur samtaka sem hafa það eina markmið að hafa áhuga á málinu. Auk þess hefur hann réttilega vakið athygli á meinlegu svifryksmagni á Höfuðborgarsvæðinu en vill samhliða veg einkabílsins sem mestan. Vaðallinn í oddvitanum er að mörgu leyti ákveðin birtingarmynd vandræða Sjálfstæðisflokksins í borginni sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Í pólitískum krummafót og veit ekki heldur í hvorn fótinn á að stíga. Oddvitinn nýi hefur þó bjargfasta stefnu varðandi almenningssamgöngur en hann virðist hafa einstaklega takmarkaða trú á þeim. Varla þarf hér að rekja augljósa gagnsemi og nauðsyn góðra almenningssamgangna en sumar vísur eru aldrei of oft kveðnar. Borgarbúar á Íslandi eiga skilið til jafns við borgarbúa erlendis að hafa raunhæft val um samgöngur. Í öllum heimshornum bjóða borgir upp á góðar almenningssamgöngur, hvað er því til fyrirstöðu í Reykjavík? Þegar allt kemur til alls eru það þær sem létta helst á umferðinni og svifrykinu. Reykvíkingar eiga jafnframt skilið vistvæna og fallega borg – ekki borg undirlagða malbiki, hraðbrautum, svifryki og mengun frá bílum. Síðast en ekki síst geta góðar almenningssamgöngur verið öryggisatriði enda á fólk til dæmis að geta gengið að öruggum samgöngumáta að kvöld- og næturlagi. Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur oft legið á hálsi að velja skammtímalausnir fremur en að líta til framtíðar en það stefnir í að komandi borgarstjórnarkosningar muni snúast nákvæmlega um það. Eftir örvæntingarfulla leit virðist minnihlutinn helst detta í hug nákvæmlega þær aðferðir sem hafa komið Reykjavík sem verst og kostað sem mest. Ekki nóg með að breikkun gatna, mislæg gatnamót og útþensla byggðar séu skammtímalausnir sem leysa engan vanda til framtíðar þá eru þetta líka dýrustu lausnirnar. Kostnaður sem veltist að stóru leyti á komandi kynslóðir. Mér finnst þær allavega eiga betra skilið.Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar í gangi í Reykjavík. Uppbygging af öllu tagi á sér stað um allar koppagrundir, borgarhlutar ganga í gegnum endurnýjun lífdaga og loksins eru alvöru almenningssamgöngur í sjónfæri. Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð í Vogum, Skeifunni og Kringlu og langt komin er kærkomin uppbygging í kringum RÚV við Efstaleiti. Síðast en ekki síst eru komin upp áform um Borgarlínu sem mun umbylta samgöngumálum í Reykjavík og loksins bjóða upp á hágæða almenningssamgöngur í borg sem er nánast búin að skikka alla til að eiga og reka bíl með tilheyrandi kostnaði. Þetta er bara örfá dæmi en Reykjavík er eftirsóttur staður til að búa á og kemur til með að vera það áfram – sér í lagi vegna þess að borgin er komin á einstaklega spennandi vegferð. Í raun er þá ekki sérstök furða að minnihlutinn í borginni sé örlítið ráðþrota og leitar logandi ljósi að stefnumálum til að hengja sig á. Ekki einungis virðist lítil stefna vera til staðar heldur hefur reynst ansi þungbært að finna frambjóðendur. Ekki virðist liggja fyrir hverjir bjóða sig fram fyrir Framsókn eða undir hvaða nafni það framboð muni ganga og sömu sögu má segja hliðsjálf Framsóknar, Miðflokkinn og Flokk Fólksins. Um svo fátæklegan garð var að gresja meðal Sjálfstæðismanna í borginni að engum þriggja borgarfulltrúa flokksins var treyst til að leiða kosningar í vor. Tveir reyndir borgarfulltrúar nutu ekki brautargengis og oddvitinn hrökklaðist frá þegar upp komst að hann hafði ekkert til málanna að leggja. Samt bregða Sjálfstæðismenn í borginni aftur á það ráð að sækja sér kall úr sveitarstjórnarpólitíkinni utan af landi til að standa í brúnni. Eyþór Arnalds er nýr í borgarpólitíkinni og virðist ennþá vera að fóta sig í skipulagsmálunum. Í einn stað segir hann þéttingu byggðar hafa mistekist en í þann næsta stingur hann upp á 15 þúsund manna byggð í Örfirisey – ljómandi hugmynd sem er jú einmitt nákvæmlega þétting byggðar. Eyþóri er einnig flugvallarmálið hugleikið enda stofnmeðlimur samtakanna 102 Reykjavík sem hefur það að höfuðmarkmiði að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Eitthvað virðist hann þó hafa þurft að hagræða seglum eftir pólitískum vindum og segist núna varla hafa áhuga á málinu verandi samt stofnmeðlimur samtaka sem hafa það eina markmið að hafa áhuga á málinu. Auk þess hefur hann réttilega vakið athygli á meinlegu svifryksmagni á Höfuðborgarsvæðinu en vill samhliða veg einkabílsins sem mestan. Vaðallinn í oddvitanum er að mörgu leyti ákveðin birtingarmynd vandræða Sjálfstæðisflokksins í borginni sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Í pólitískum krummafót og veit ekki heldur í hvorn fótinn á að stíga. Oddvitinn nýi hefur þó bjargfasta stefnu varðandi almenningssamgöngur en hann virðist hafa einstaklega takmarkaða trú á þeim. Varla þarf hér að rekja augljósa gagnsemi og nauðsyn góðra almenningssamgangna en sumar vísur eru aldrei of oft kveðnar. Borgarbúar á Íslandi eiga skilið til jafns við borgarbúa erlendis að hafa raunhæft val um samgöngur. Í öllum heimshornum bjóða borgir upp á góðar almenningssamgöngur, hvað er því til fyrirstöðu í Reykjavík? Þegar allt kemur til alls eru það þær sem létta helst á umferðinni og svifrykinu. Reykvíkingar eiga jafnframt skilið vistvæna og fallega borg – ekki borg undirlagða malbiki, hraðbrautum, svifryki og mengun frá bílum. Síðast en ekki síst geta góðar almenningssamgöngur verið öryggisatriði enda á fólk til dæmis að geta gengið að öruggum samgöngumáta að kvöld- og næturlagi. Góðar almenningssamgöngur eru einnig árangursríkur liður í því að fækka ökumönnum undir áhrifum áfengis, markmið sem Eyþór hlýtur að deila með mér og okkur öllum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur oft legið á hálsi að velja skammtímalausnir fremur en að líta til framtíðar en það stefnir í að komandi borgarstjórnarkosningar muni snúast nákvæmlega um það. Eftir örvæntingarfulla leit virðist minnihlutinn helst detta í hug nákvæmlega þær aðferðir sem hafa komið Reykjavík sem verst og kostað sem mest. Ekki nóg með að breikkun gatna, mislæg gatnamót og útþensla byggðar séu skammtímalausnir sem leysa engan vanda til framtíðar þá eru þetta líka dýrustu lausnirnar. Kostnaður sem veltist að stóru leyti á komandi kynslóðir. Mér finnst þær allavega eiga betra skilið.Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun