Frjáls landamæri Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 4. október 2018 10:45 Alþjóðlegt samstarf getur leitt til frjálsra fólksflutninga, eflt viðskipti og viðhaldið vinaböndum. Hér á Íslandi eru lífsgæðin mikil og tækifærin mörg. Öll viljum við viðhalda árangri og bæta um betur. Þrátt fyrir það er til fólk sem heldur því fram að nú sé best að draga úr alþjóðlegu samstarfi, halda fastar í landamæri, auka tolla á innfluttar vörur og fækka innflytjendum. Fólk kann einfaldlega að spyrja, „hvers vegna að opna landamæri?“ Hvers vegna „varðveitum“ við ekki árangurinn okkar með því að þrengja að landamærum? Við myndum bara flytja inn hluti sem okkur bráðvantar eins og hnetusmjör, hárteygjur og ísskápasegla og flytja út allt sem við mögulega getum eins og fisk, hugbúnað og ferðaþjónustu. Hvað varðar innflytjendur þá gætum við bannað þeim að setjast að á Íslandi, með þeirri von um að þá gætum við „hlúð betur“ að Íslendingum. Stenst slíkt? Ísland er aðili að samstarfi sem m.a. fellir niður tolla af innfluttum (og sömuleiðis útfluttum) vörum að miklu leyti. 25 ár eru frá inngöngu Íslands í samstarfið með undirritun samnings um Evrópskt efnahagssvæði en hann mætti harðri andstöðu einangrunarsinna sem töldu að innlend framleiðsla myndi hverfa og hagkerfi landsins versna. Vissulega áttu sum fyrirtæki brattan að sækja enda jókst samkeppnin til muna, en á móti tvíefldust önnur sem fundu tækifæri í 500 milljóna manna markaði. Dómsdagspárnar rættust ekki heldur blómstraði land og þjóð í þessu alþjóðlega samstarfi, sem aldrei fyrr. Þegar talað er um að herða innflytjendalöggjöf af t.d. efnahagsástæðum gleymist í umræðunni að Íslendingar þekkja það vel að flytja af landi brott sökum efnahagsástands. Frægar eru ferðir Vestur-Íslendinga og Brasilíufaranna. Ekki þarf að fara svo langt aftur í tímann til þess að finna fleiri dæmi um flutninga Íslendinga, en tíu ár eru frá einum stærsta brottflutning Íslandssögunar. Ef slíkt sannfærir fólk ekki um réttmæti viðveru útlendinga á Íslandi þá ber að hafa í huga að nýbúar skipta sköpum fyrir gang samfélagsins hér á landi. 11,5% íbúa á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar og fimmti hver starfsmaður á Íslandi er erlendur. Ekki er hægt að halda því fram að atvinnuþátttaka útlendinga komi niður á Íslendingum þar sem atvinnuleysi er nálægt sögulegu lágmarki í ríflega 2%. Nýjasti þáttur Kveiks sýnir öllu heldur að stjórnvöld hafa brugðist stórum hópi innflytjenda sem búa við hatrammar aðstæður og eru svikin um laun. Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð og taka á slíku óréttlæti tafarlaust. Evrópska efnahagssvæðið gerir Íslendingum kleift að búa og vinna víðsvegar um Evrópu og sömuleiðis íbúum Evrópu að flytja hingað og starfa. Samstarfið er eitt hagsælasta ummerki þess að opin landamæri stuðla að frelsi íbúa. Um 47.000 Íslendingar búa erlendis, flestir innan EES. Frjáls landamæri eru ekki einungis hagkvæm á efnahagsgrundvelli heldur stuðla þau að auknum friði, fleiri tækifærum fyrir ungt fólk og fjölmenningu. Hið síðastnefnda er orð sem oft er notað sem skammaryrði en sagan sýnir okkur að frelsi og velmegun þrífst best í fjölbreyttum samfélögum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegt samstarf getur leitt til frjálsra fólksflutninga, eflt viðskipti og viðhaldið vinaböndum. Hér á Íslandi eru lífsgæðin mikil og tækifærin mörg. Öll viljum við viðhalda árangri og bæta um betur. Þrátt fyrir það er til fólk sem heldur því fram að nú sé best að draga úr alþjóðlegu samstarfi, halda fastar í landamæri, auka tolla á innfluttar vörur og fækka innflytjendum. Fólk kann einfaldlega að spyrja, „hvers vegna að opna landamæri?“ Hvers vegna „varðveitum“ við ekki árangurinn okkar með því að þrengja að landamærum? Við myndum bara flytja inn hluti sem okkur bráðvantar eins og hnetusmjör, hárteygjur og ísskápasegla og flytja út allt sem við mögulega getum eins og fisk, hugbúnað og ferðaþjónustu. Hvað varðar innflytjendur þá gætum við bannað þeim að setjast að á Íslandi, með þeirri von um að þá gætum við „hlúð betur“ að Íslendingum. Stenst slíkt? Ísland er aðili að samstarfi sem m.a. fellir niður tolla af innfluttum (og sömuleiðis útfluttum) vörum að miklu leyti. 25 ár eru frá inngöngu Íslands í samstarfið með undirritun samnings um Evrópskt efnahagssvæði en hann mætti harðri andstöðu einangrunarsinna sem töldu að innlend framleiðsla myndi hverfa og hagkerfi landsins versna. Vissulega áttu sum fyrirtæki brattan að sækja enda jókst samkeppnin til muna, en á móti tvíefldust önnur sem fundu tækifæri í 500 milljóna manna markaði. Dómsdagspárnar rættust ekki heldur blómstraði land og þjóð í þessu alþjóðlega samstarfi, sem aldrei fyrr. Þegar talað er um að herða innflytjendalöggjöf af t.d. efnahagsástæðum gleymist í umræðunni að Íslendingar þekkja það vel að flytja af landi brott sökum efnahagsástands. Frægar eru ferðir Vestur-Íslendinga og Brasilíufaranna. Ekki þarf að fara svo langt aftur í tímann til þess að finna fleiri dæmi um flutninga Íslendinga, en tíu ár eru frá einum stærsta brottflutning Íslandssögunar. Ef slíkt sannfærir fólk ekki um réttmæti viðveru útlendinga á Íslandi þá ber að hafa í huga að nýbúar skipta sköpum fyrir gang samfélagsins hér á landi. 11,5% íbúa á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar og fimmti hver starfsmaður á Íslandi er erlendur. Ekki er hægt að halda því fram að atvinnuþátttaka útlendinga komi niður á Íslendingum þar sem atvinnuleysi er nálægt sögulegu lágmarki í ríflega 2%. Nýjasti þáttur Kveiks sýnir öllu heldur að stjórnvöld hafa brugðist stórum hópi innflytjenda sem búa við hatrammar aðstæður og eru svikin um laun. Ríkisstjórnin verður að axla ábyrgð og taka á slíku óréttlæti tafarlaust. Evrópska efnahagssvæðið gerir Íslendingum kleift að búa og vinna víðsvegar um Evrópu og sömuleiðis íbúum Evrópu að flytja hingað og starfa. Samstarfið er eitt hagsælasta ummerki þess að opin landamæri stuðla að frelsi íbúa. Um 47.000 Íslendingar búa erlendis, flestir innan EES. Frjáls landamæri eru ekki einungis hagkvæm á efnahagsgrundvelli heldur stuðla þau að auknum friði, fleiri tækifærum fyrir ungt fólk og fjölmenningu. Hið síðastnefnda er orð sem oft er notað sem skammaryrði en sagan sýnir okkur að frelsi og velmegun þrífst best í fjölbreyttum samfélögum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar