Í ræktinni með kolvetnisfíklinum og stressætunni: „Var búinn að ná hámarki í þyngd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2018 12:30 Sigmundur hefur tekið af sér þrjátíu kíló. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að missa þrjátíu kíló undanfarna mánuði og er hvergi nærri hættur. Sigmund þekkja líklega flestir sem fyrrum forsætisráðherra, formann Miðflokksins og sjónvarpsmann í fyrri tíð. Hersir Aron Ólafsson fór með Sigumundi Davíð í ræktina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Færri þekkja hann hins vegar sem mikinn líkamsræktarfrömuð, en þar hefur hann látið til sín taka undanfarna mánuði. Átakið byrjaði þegar kílóin voru orðin 127 á vigtinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Ég er búinn að missa þrjátíu kíló og þarf að missa kannski tíu í viðbót. Þegar maður fer að sjá þennan árangur og finna muninn þá langar mann til að hvetja aðra til þess að ná sama árangri. Þetta er löng saga hjá mér og ég er oft búinn að reyna fara í megrun og léttast. Stundum hef ég náð einhverjum árangri í einhvern tíma en aldrei náð eins miklum árangri og núna. Svo held ég að ég hafi verið búinn að ná hámarki í þyngd og maður ákvað bara að maður yrði að gera þetta.“Sama nálgun og í pólitíkinni Sigmundur segist hafa ákveðið að hætta að fresta hlutunum og veita sér ákveðnar undanþágur. „Þetta var í raun sama nálgun og í pólitíkinni. Maður ákvað að ætla sér að klára þetta verkefni og láta ekkert stöðva mann.“ Nokkrir Miðflokksmenn ákváðu að snúa við blaðinu að frumkvæði þingmannsins Bergþórs Ólasonar, enda hafi þingflokkur þeirra verið orðinn sá lang þyngsti.Sigmundur með dóttur sinni þegar hann var sem þyngstur.„Þá kom Beggi með þessa hugmynd, að við ættum að sammælast um það að sá sem næði ekki að missa fimmtán kíló fyrir tiltekna dagsetningu þyrfti að greiða í eigin nafni 100 þúsund krónur í kosningasjóð Samfylkingarinnar,“ segir Sigmundur og bætir við að þetta hafi verið ágætis hvatti. Sigmundur var orðinn 127,4 kíló þegar hann var sem þyngstur. „Ég komst loksins nýverið undir 100 kíló en sá að það dugar ekki alveg til og nú er stefnan sett á 90 kíló. Það væri freistandi að fara niður í 87,4 kíló til að hafa misst fjörutíu kíló,“ segir Sigmundur en hann hefur í gegnum tíðina verið mikill kolvetnafíkill. „Öll þessi sterkja. Brauð, pasta, hrísgrjón og kartöflur. Mér finnst þetta allt rosalega gott og gæti nánast lifað á því. Ég borðaði mjög mikið af því og var alltaf að borða. Er svona það sem kallast stressæta. Þegar það er mikið um að vera, þá borða ég meira.“ Sigmundur segist ekki vera á sérstökum matarkúr en: „Á margan hátt má segja að það sem hefur skilað mér þessum árangri sé framhald af íslenska kúrnum, íslenski kúrinn 2.0. Það snýst um að borða hollan íslenskan mat. Skyr, kjöt og ef maður vill svindla smá þá er það íslenskar kartöflur, maður eyðir ekki svindlinu í erlendar kartöflur.“ Hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi en þá var farið í ræktina með Sigmundi og farið yfir þau helstu atriði sem hann gerir í World Class Laugum. Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að missa þrjátíu kíló undanfarna mánuði og er hvergi nærri hættur. Sigmund þekkja líklega flestir sem fyrrum forsætisráðherra, formann Miðflokksins og sjónvarpsmann í fyrri tíð. Hersir Aron Ólafsson fór með Sigumundi Davíð í ræktina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Færri þekkja hann hins vegar sem mikinn líkamsræktarfrömuð, en þar hefur hann látið til sín taka undanfarna mánuði. Átakið byrjaði þegar kílóin voru orðin 127 á vigtinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. „Ég er búinn að missa þrjátíu kíló og þarf að missa kannski tíu í viðbót. Þegar maður fer að sjá þennan árangur og finna muninn þá langar mann til að hvetja aðra til þess að ná sama árangri. Þetta er löng saga hjá mér og ég er oft búinn að reyna fara í megrun og léttast. Stundum hef ég náð einhverjum árangri í einhvern tíma en aldrei náð eins miklum árangri og núna. Svo held ég að ég hafi verið búinn að ná hámarki í þyngd og maður ákvað bara að maður yrði að gera þetta.“Sama nálgun og í pólitíkinni Sigmundur segist hafa ákveðið að hætta að fresta hlutunum og veita sér ákveðnar undanþágur. „Þetta var í raun sama nálgun og í pólitíkinni. Maður ákvað að ætla sér að klára þetta verkefni og láta ekkert stöðva mann.“ Nokkrir Miðflokksmenn ákváðu að snúa við blaðinu að frumkvæði þingmannsins Bergþórs Ólasonar, enda hafi þingflokkur þeirra verið orðinn sá lang þyngsti.Sigmundur með dóttur sinni þegar hann var sem þyngstur.„Þá kom Beggi með þessa hugmynd, að við ættum að sammælast um það að sá sem næði ekki að missa fimmtán kíló fyrir tiltekna dagsetningu þyrfti að greiða í eigin nafni 100 þúsund krónur í kosningasjóð Samfylkingarinnar,“ segir Sigmundur og bætir við að þetta hafi verið ágætis hvatti. Sigmundur var orðinn 127,4 kíló þegar hann var sem þyngstur. „Ég komst loksins nýverið undir 100 kíló en sá að það dugar ekki alveg til og nú er stefnan sett á 90 kíló. Það væri freistandi að fara niður í 87,4 kíló til að hafa misst fjörutíu kíló,“ segir Sigmundur en hann hefur í gegnum tíðina verið mikill kolvetnafíkill. „Öll þessi sterkja. Brauð, pasta, hrísgrjón og kartöflur. Mér finnst þetta allt rosalega gott og gæti nánast lifað á því. Ég borðaði mjög mikið af því og var alltaf að borða. Er svona það sem kallast stressæta. Þegar það er mikið um að vera, þá borða ég meira.“ Sigmundur segist ekki vera á sérstökum matarkúr en: „Á margan hátt má segja að það sem hefur skilað mér þessum árangri sé framhald af íslenska kúrnum, íslenski kúrinn 2.0. Það snýst um að borða hollan íslenskan mat. Skyr, kjöt og ef maður vill svindla smá þá er það íslenskar kartöflur, maður eyðir ekki svindlinu í erlendar kartöflur.“ Hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi en þá var farið í ræktina með Sigmundi og farið yfir þau helstu atriði sem hann gerir í World Class Laugum.
Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira