Má „ég líka“ fá hærri laun? Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 30. mars 2018 19:34 Orðið „en“ er ótrúlega lítið orð en voldugt. Það getur umturnað heilu setningunum og loforðunum. „Hann lofaði að vera henni trúr en hélt síðan framhjá.“ „Barnið ætlaði að kaupa sér snúð en átti svo ekki fyrir honum.“ „Ríkisstjórnin segist vilja gera störf í heilbrigðiskerfinu meira aðlaðandi en...“ Nú standa ljósmæður í kjarabaráttu. Mjög þreytt. Deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara í byrjun febrúar en lítið hefur gerst síðan þá. Eitt af markmiðum ljósmæðra er að tryggja að þær lækki ekki í launum við að bæta við sig tveggja ára framhaldsnámi við hjúkrunarréttindin sín. Hjúkrunarfræðingar eru nefnilega margir hverjir á hærri launum en ljósmæður, þrátt fyrir að hjúkrunarleyfi sé forgangskrafa inn í ljósmóðurnámið. Hvers konar vitleysa er þetta? Enginn ætti að lækka í launum við að bæta við sig framhaldsmenntun sem gerir bæði kröfur um ákveðið grunnám og starfsleyfi. Enginn ætti að lækka í launum við að taka á sig meiri ábyrgð og meiri sérhæfingu í starfi sem byggir á sama grunni. Þetta hljómar allt svo borðliggjandi en einhverra hluta vegna finnst samninganefnd ríkisins það ekki. Og maður spyr sig réttilega hvers vegna ekki. Ljósmæður finna fyrir ótrúlega miklum meðbyr frá þjóðinni og þær hafa flestalla með sér, nema fólkið sem þær eru að semja við. Viðræðurnar hafa nær ekkert þokast áfram en fyrir skömmu síðan varð loks breyting þar á. Hagfræðingur á vegum BHM bauðst til að koma með ljósmæðrunum á fund og tala þeirra máli. Í samninganefnd ríkisins eru bæði karlar og konur en í viðræðunum við ljósmæður hafa þó aðallega verið karlar á fundunum. Eftir að hagfræðingurinn, sem vill svo til að er karlmaður, bauð ljósmæðrum krafta sína og stuðning og mætti með þeim á fundinn, þá varð hljóðið í samninganefndinni allt annað. Orðunum var beint til hans, hann var beðinn um að draga fram ákveðin gögn, og það var meira að segja svolítið gantast á fundinum. Andrúmsloftið létt. Þarna voru samankomnir menn með viti að tala saman. Konurnar þarna einhvers staðar með. Ég skil mæta vel að það sé ekki hægt að hækka opinber laun hjá einni starfsstétt án þess að valda höfrungahlaupi og uppnámi á vinnumarkaðnum. En, ljósmæður eru fámenn stétt og réttmæt og eðlileg leiðrétting á launum þeirra er ekki kostnaðarsöm fyrir ríkið. Þær tilheyra elstu kvennastétt landsins og hafa alla tíð þurft að berjast hart fyrir launum sínum. Enn þann dag í dag standa þær í harðri deilu við nokkra aðila sem eru ekkert annað en milligöngumenn ríkisstjórnarinnar sem hefur endanlegt vald í þessu máli. Það að ljósmæður hafi þurft að fá utanaðkomandi fulltrúa til liðs við sig, sem vill svo til að er karlmaður, til þess að viðræðurnar þokuðust eitthvað áfram finnst mér segja allt sem segja þarf. Nú er ég kannski svolítið ósanngjörn, kannski hefði eitthvað gerst þó svo að karlinn hefði verið kona. En þetta virkar samt eins og fullmikil tilviljun fyrir mér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið „en“ er ótrúlega lítið orð en voldugt. Það getur umturnað heilu setningunum og loforðunum. „Hann lofaði að vera henni trúr en hélt síðan framhjá.“ „Barnið ætlaði að kaupa sér snúð en átti svo ekki fyrir honum.“ „Ríkisstjórnin segist vilja gera störf í heilbrigðiskerfinu meira aðlaðandi en...“ Nú standa ljósmæður í kjarabaráttu. Mjög þreytt. Deilunni var vísað til Ríkissáttasemjara í byrjun febrúar en lítið hefur gerst síðan þá. Eitt af markmiðum ljósmæðra er að tryggja að þær lækki ekki í launum við að bæta við sig tveggja ára framhaldsnámi við hjúkrunarréttindin sín. Hjúkrunarfræðingar eru nefnilega margir hverjir á hærri launum en ljósmæður, þrátt fyrir að hjúkrunarleyfi sé forgangskrafa inn í ljósmóðurnámið. Hvers konar vitleysa er þetta? Enginn ætti að lækka í launum við að bæta við sig framhaldsmenntun sem gerir bæði kröfur um ákveðið grunnám og starfsleyfi. Enginn ætti að lækka í launum við að taka á sig meiri ábyrgð og meiri sérhæfingu í starfi sem byggir á sama grunni. Þetta hljómar allt svo borðliggjandi en einhverra hluta vegna finnst samninganefnd ríkisins það ekki. Og maður spyr sig réttilega hvers vegna ekki. Ljósmæður finna fyrir ótrúlega miklum meðbyr frá þjóðinni og þær hafa flestalla með sér, nema fólkið sem þær eru að semja við. Viðræðurnar hafa nær ekkert þokast áfram en fyrir skömmu síðan varð loks breyting þar á. Hagfræðingur á vegum BHM bauðst til að koma með ljósmæðrunum á fund og tala þeirra máli. Í samninganefnd ríkisins eru bæði karlar og konur en í viðræðunum við ljósmæður hafa þó aðallega verið karlar á fundunum. Eftir að hagfræðingurinn, sem vill svo til að er karlmaður, bauð ljósmæðrum krafta sína og stuðning og mætti með þeim á fundinn, þá varð hljóðið í samninganefndinni allt annað. Orðunum var beint til hans, hann var beðinn um að draga fram ákveðin gögn, og það var meira að segja svolítið gantast á fundinum. Andrúmsloftið létt. Þarna voru samankomnir menn með viti að tala saman. Konurnar þarna einhvers staðar með. Ég skil mæta vel að það sé ekki hægt að hækka opinber laun hjá einni starfsstétt án þess að valda höfrungahlaupi og uppnámi á vinnumarkaðnum. En, ljósmæður eru fámenn stétt og réttmæt og eðlileg leiðrétting á launum þeirra er ekki kostnaðarsöm fyrir ríkið. Þær tilheyra elstu kvennastétt landsins og hafa alla tíð þurft að berjast hart fyrir launum sínum. Enn þann dag í dag standa þær í harðri deilu við nokkra aðila sem eru ekkert annað en milligöngumenn ríkisstjórnarinnar sem hefur endanlegt vald í þessu máli. Það að ljósmæður hafi þurft að fá utanaðkomandi fulltrúa til liðs við sig, sem vill svo til að er karlmaður, til þess að viðræðurnar þokuðust eitthvað áfram finnst mér segja allt sem segja þarf. Nú er ég kannski svolítið ósanngjörn, kannski hefði eitthvað gerst þó svo að karlinn hefði verið kona. En þetta virkar samt eins og fullmikil tilviljun fyrir mér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun