Ardóttir? Hulda Vigdísardóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:02 „Ég finn þig ekki í kerfinu,“ segir vingjarnleg kona um sextugt og brosir hálfafsakandi til mín. „Hvers dóttir sagðist þú vera?“ Ég endurtek það og í þetta skipti finnur hún skráningu mína, lætur mig fá öll nauðsynleg gögn og hlær vandræðalega þegar hún segist hafa skrifað Hulda Vigdís Aradóttir í fyrra skiptið. „Þú afsakar þetta vonandi,“ segir hún svo. „Heyrnin gefur sig víst með aldrinum.“ Síðan ég var lítil, hef ég hvað eftir annað verið spurð hvers vegna ég sé kennd við móður mína en ekki föður. „Áttu ekki pabba?“ spurðu krakkarnir í grunnskóla en í menntaskóla gerðu flestir samnemenda minna ráð fyrir að ég hefði skipt um eftirnafn því mér þætti einfaldlega sérstakara og „meira töff“ að vera kennd við móður en föður. Jafnvel æskuvinkona mín hélt í mörg ár að pabbi væri ekki lífræðilegur faðir minn þar sem ég kenndi mig ekki við hann og margir í föðurfjölskyldunni þrjóskast enn við að skrifa mig Huldu Steingrímsdóttur, þó ég sjálf tengi ekki við það nafn. Íslensk nafnahefð er um margt sérstök en ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum notast Íslendingar t.d. enn við svokölluð kenninöfn og eins hafa eiginnöfn meira vægi. Ættarnöfn eru ærið fátíð og heyra raunar til undantekninga, enda er óheimilt með lögum að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Nafnakennsl til föður eru algengust en ef marka má tölur Hagstofu Íslands frá byrjun síðasta árs, vísa um 98% kenninafna á Íslandi til föður. Það er því kannski engin furða að fólk spyrji út í eftirnafn mitt en þó fer hlutfall þeirra sem kenna sig við móður sívaxandi. Raunar eru dæmi um slík nafnakennsl aldagömul en til dæmis þekkja líklega flestir Loka Laufeyjarson úr norrænni goðafræði þó færri viti að hann hafi verið sonur Fárbauta jötuns. Enn aðrir kenna sig svo bæði við móður og föður en fyrir því liggja oft jafnréttishugsjónir. Út frá kvenfrelsissjónarmiðum hefur íslensk kenninafnahefð oft vakið athygli þar sem konur hér á landi halda eftirnafni sínu við giftingu og taka ekki upp nafn eiginmannsins, eins og víða tíðkast. Íslenska hefðin ber þó viss einkenni föðurréttarsamfélags og þó engar beinar jafnréttishugsjónir liggi upprunalega bakvið mitt nafn, er ég ánægð að tilheyra þeim minnihlutahóp sem kennir sig við móður. Hver sem ástæðan er, virðist fólk iðulega hafa skoðanir á eftirnafni mínu og það er oft fljótt að draga þær ályktanir að pabbi hafi ekki verið til staðar þegar ég kom í heiminn eða að eitthvað hljóti að hafa komið upp á milli okkar. Við pabbi erum nú samt bestu vinir og ég elska hann alveg jafnmikið þó ég kenni mig ekki við hann. Ég bara er og hef alltaf verið Vigdísardóttir, alveg frá því að ég fæddist. Þegar ég flutti ellefu ára gömul til Spánar með foreldrum mínum, tók ég reyndar upp á því að skrifa mig VigdísarSteingrímsdóttur en gafst þó fljótlega upp á svo löngu og erfiðu eftirnafni. Í kjölfarið varð nafnið Vist til; myndað úr fyrstu tveimur stöfum í eiginnöfnum foreldra minna og nota ég það nafn enn við viss tilefni, enda er það löngu orðið hluti af sjálfsímynd minni. Það skrýtna er samt að ég þarf töluvert sjaldnar að færa rök fyrir nafninu Vist en raunverulegu eftirnafni mínu. Kannski er Vist álitið ættarnafn og þykir e.t.v. fínna á einhvern hátt. Ég er samt stolt af því að vera Vigdísardóttir, enda er mamma mín helsta fyrirmynd, en Vigdísar- eða Steingrímsdóttir; ég er bara Hulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
„Ég finn þig ekki í kerfinu,“ segir vingjarnleg kona um sextugt og brosir hálfafsakandi til mín. „Hvers dóttir sagðist þú vera?“ Ég endurtek það og í þetta skipti finnur hún skráningu mína, lætur mig fá öll nauðsynleg gögn og hlær vandræðalega þegar hún segist hafa skrifað Hulda Vigdís Aradóttir í fyrra skiptið. „Þú afsakar þetta vonandi,“ segir hún svo. „Heyrnin gefur sig víst með aldrinum.“ Síðan ég var lítil, hef ég hvað eftir annað verið spurð hvers vegna ég sé kennd við móður mína en ekki föður. „Áttu ekki pabba?“ spurðu krakkarnir í grunnskóla en í menntaskóla gerðu flestir samnemenda minna ráð fyrir að ég hefði skipt um eftirnafn því mér þætti einfaldlega sérstakara og „meira töff“ að vera kennd við móður en föður. Jafnvel æskuvinkona mín hélt í mörg ár að pabbi væri ekki lífræðilegur faðir minn þar sem ég kenndi mig ekki við hann og margir í föðurfjölskyldunni þrjóskast enn við að skrifa mig Huldu Steingrímsdóttur, þó ég sjálf tengi ekki við það nafn. Íslensk nafnahefð er um margt sérstök en ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum notast Íslendingar t.d. enn við svokölluð kenninöfn og eins hafa eiginnöfn meira vægi. Ættarnöfn eru ærið fátíð og heyra raunar til undantekninga, enda er óheimilt með lögum að taka upp ný ættarnöfn hér á landi. Nafnakennsl til föður eru algengust en ef marka má tölur Hagstofu Íslands frá byrjun síðasta árs, vísa um 98% kenninafna á Íslandi til föður. Það er því kannski engin furða að fólk spyrji út í eftirnafn mitt en þó fer hlutfall þeirra sem kenna sig við móður sívaxandi. Raunar eru dæmi um slík nafnakennsl aldagömul en til dæmis þekkja líklega flestir Loka Laufeyjarson úr norrænni goðafræði þó færri viti að hann hafi verið sonur Fárbauta jötuns. Enn aðrir kenna sig svo bæði við móður og föður en fyrir því liggja oft jafnréttishugsjónir. Út frá kvenfrelsissjónarmiðum hefur íslensk kenninafnahefð oft vakið athygli þar sem konur hér á landi halda eftirnafni sínu við giftingu og taka ekki upp nafn eiginmannsins, eins og víða tíðkast. Íslenska hefðin ber þó viss einkenni föðurréttarsamfélags og þó engar beinar jafnréttishugsjónir liggi upprunalega bakvið mitt nafn, er ég ánægð að tilheyra þeim minnihlutahóp sem kennir sig við móður. Hver sem ástæðan er, virðist fólk iðulega hafa skoðanir á eftirnafni mínu og það er oft fljótt að draga þær ályktanir að pabbi hafi ekki verið til staðar þegar ég kom í heiminn eða að eitthvað hljóti að hafa komið upp á milli okkar. Við pabbi erum nú samt bestu vinir og ég elska hann alveg jafnmikið þó ég kenni mig ekki við hann. Ég bara er og hef alltaf verið Vigdísardóttir, alveg frá því að ég fæddist. Þegar ég flutti ellefu ára gömul til Spánar með foreldrum mínum, tók ég reyndar upp á því að skrifa mig VigdísarSteingrímsdóttur en gafst þó fljótlega upp á svo löngu og erfiðu eftirnafni. Í kjölfarið varð nafnið Vist til; myndað úr fyrstu tveimur stöfum í eiginnöfnum foreldra minna og nota ég það nafn enn við viss tilefni, enda er það löngu orðið hluti af sjálfsímynd minni. Það skrýtna er samt að ég þarf töluvert sjaldnar að færa rök fyrir nafninu Vist en raunverulegu eftirnafni mínu. Kannski er Vist álitið ættarnafn og þykir e.t.v. fínna á einhvern hátt. Ég er samt stolt af því að vera Vigdísardóttir, enda er mamma mín helsta fyrirmynd, en Vigdísar- eða Steingrímsdóttir; ég er bara Hulda.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun