Svekktur og sáttur á sama tíma Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins. mynd/heimasíða ehf Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leikmenn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjölmörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismaður væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn.Heimir Ríkarðsson þjálfari (t.h.) hefur starfað í kringum yngri landslið Ísland í rúm 30 ár en Andrés Kristjánsson (t.v.) fór á sitt fyrsta stórmót sem sjúkraþjálfari með A landsliði karla á HM í Sviss árið 1986.HSÍ„Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðsheildin var algerlega frábær. Varnarmennirnir okkar þrír í miðri vörninni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn var frábær á mótinu og sóknarleikurinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís-deildinni,“ sagði Heimir um framhaldið hjá lærisveinum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leikmenn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjölmörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismaður væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn.Heimir Ríkarðsson þjálfari (t.h.) hefur starfað í kringum yngri landslið Ísland í rúm 30 ár en Andrés Kristjánsson (t.v.) fór á sitt fyrsta stórmót sem sjúkraþjálfari með A landsliði karla á HM í Sviss árið 1986.HSÍ„Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðsheildin var algerlega frábær. Varnarmennirnir okkar þrír í miðri vörninni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn var frábær á mótinu og sóknarleikurinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís-deildinni,“ sagði Heimir um framhaldið hjá lærisveinum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira