Enn einn silfurdrengurinn leggur skóna á hilluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 15:00 Róbert fagnar á ÓL í Peking 2008 ásamt vini sínum og herbergisfélaga, Snorra Steini Guðjónssyni. vísir/afp Það heldur áfram að fækka í hópi silfurdrengjanna sem enn spila handbolta en línumaðurinn Róbert Gunnarsson hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég er hættur. Líkaminn farinn að segja til sín og ástríðan ekki alveg sú sama og áður. Ég fann að allt var orðið erfiðara hjá mér,“ segir Róbert við Vísi en hann fagnaði 38 ára afmæli sínu í gær. „Ég vildi hætta áður en líkaminn væri búinn svo ég geti spilað bolta með krökkunum og farið í hjólatúr. Það er svolítið langt síðan ég ákvað þetta eða í október síðastliðnum. Ég var ekkert að flagga því samt og vissi ekki hvenær ég ætlaði að segja frá þessu.“Róbert í leik með Århus árið 2002. Hans fyrsta og síðasta lið í atvinnumennskunni.vísir/afpSíðasta tímabili Róberts í boltanum er nýlokið og hann er ekki alveg búinn að átta sig á því að ferlinum sé lokið. Ferill hans í boltanum hefur verið glæsilegur. Hér heima spilaði hann með Fylki og Fram áður en hann fór til Århus í Danmörku.Frábær ferill Þaðan lá leiðin til Þýskalands þar sem hann spilaði með Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen. Hann spilaði svo í fjögur ár með ofurliði PSG áður en hann hélt aftur til Árósa fyrir tveimur árum síðan. Þar verður hann áfram næstu árin. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég hætti núna er að ég er að fara að vinna með viðskiptasálfræðingi. Við erum að fara að vinna með liðum og fyrirtækjum á ýmsan hátt. Mjög spennandi verkefni og svo er ég líka að vinna í Bob eins og áður en við erum að selja fatnað þar. Ég mun því hafa nóg að gera,“ segir Róbert kátur og ljóst að hann er spenntur fyrir komandi tímum utan handboltans.Róbert í leik með landsliðinu árið 2006. Hann gladdi alltaf þjóðina með frábærum mörkuim sínum.vísir/afp„Við erum ekkert á heimleið á næstunni. Okkur líður vel í Árósum og verðum hér örugglega tvö til þrjú ár í viðbót. Svo sjáum við hvað setur.“ Að vera línumaður í handbolta kallar á mikil átök og skrokkurinn á Róberti er nokkuð lemstraður eftir öll átökin.Líkaminn lemstraður „Maður var farinn að eiga erfitt með að standa upp úr rúminu og leggjast í það líka. Þegar koma nokkrir dagar í röð þar sem maður getur ekki labbað þá kominn tími á að segja stopp,“ segir Róbert en hann er þakklátur fyrir tímann í handboltanum. „Ævintýrið í Peking stendur auðvitað alltaf upp úr varðandi árangurinn sem og bronsið. Árin í Frakklandi voru líka mjög skemmtileg. Það sem gaf manni mest í þessu var félagsskapurinn í landsliðinu. Þar eignaðist maður sína bestu vini og það var alltaf frábært að hitta þá. Ætli það sé ekki það sem maður eigi eftir að sakna mest.“ Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Það heldur áfram að fækka í hópi silfurdrengjanna sem enn spila handbolta en línumaðurinn Róbert Gunnarsson hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég er hættur. Líkaminn farinn að segja til sín og ástríðan ekki alveg sú sama og áður. Ég fann að allt var orðið erfiðara hjá mér,“ segir Róbert við Vísi en hann fagnaði 38 ára afmæli sínu í gær. „Ég vildi hætta áður en líkaminn væri búinn svo ég geti spilað bolta með krökkunum og farið í hjólatúr. Það er svolítið langt síðan ég ákvað þetta eða í október síðastliðnum. Ég var ekkert að flagga því samt og vissi ekki hvenær ég ætlaði að segja frá þessu.“Róbert í leik með Århus árið 2002. Hans fyrsta og síðasta lið í atvinnumennskunni.vísir/afpSíðasta tímabili Róberts í boltanum er nýlokið og hann er ekki alveg búinn að átta sig á því að ferlinum sé lokið. Ferill hans í boltanum hefur verið glæsilegur. Hér heima spilaði hann með Fylki og Fram áður en hann fór til Århus í Danmörku.Frábær ferill Þaðan lá leiðin til Þýskalands þar sem hann spilaði með Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen. Hann spilaði svo í fjögur ár með ofurliði PSG áður en hann hélt aftur til Árósa fyrir tveimur árum síðan. Þar verður hann áfram næstu árin. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég hætti núna er að ég er að fara að vinna með viðskiptasálfræðingi. Við erum að fara að vinna með liðum og fyrirtækjum á ýmsan hátt. Mjög spennandi verkefni og svo er ég líka að vinna í Bob eins og áður en við erum að selja fatnað þar. Ég mun því hafa nóg að gera,“ segir Róbert kátur og ljóst að hann er spenntur fyrir komandi tímum utan handboltans.Róbert í leik með landsliðinu árið 2006. Hann gladdi alltaf þjóðina með frábærum mörkuim sínum.vísir/afp„Við erum ekkert á heimleið á næstunni. Okkur líður vel í Árósum og verðum hér örugglega tvö til þrjú ár í viðbót. Svo sjáum við hvað setur.“ Að vera línumaður í handbolta kallar á mikil átök og skrokkurinn á Róberti er nokkuð lemstraður eftir öll átökin.Líkaminn lemstraður „Maður var farinn að eiga erfitt með að standa upp úr rúminu og leggjast í það líka. Þegar koma nokkrir dagar í röð þar sem maður getur ekki labbað þá kominn tími á að segja stopp,“ segir Róbert en hann er þakklátur fyrir tímann í handboltanum. „Ævintýrið í Peking stendur auðvitað alltaf upp úr varðandi árangurinn sem og bronsið. Árin í Frakklandi voru líka mjög skemmtileg. Það sem gaf manni mest í þessu var félagsskapurinn í landsliðinu. Þar eignaðist maður sína bestu vini og það var alltaf frábært að hitta þá. Ætli það sé ekki það sem maður eigi eftir að sakna mest.“
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira