Aumingjarnir sem hættu í skóla? Davíð Snær Jónsson skrifar 17. febrúar 2018 14:12 Krefjandi, skemmtilegt og lærdómsríkt. Þessir þrír þættir eiga að einkenna skólagöngu framhaldsskólanema. Samkvæmt hvítbók menntamálaráðuneytisins frá 2014 útskrifast 44% nemenda ekki á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Samkvæmt Velferðarvaktinni er hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs á Íslandi hið hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum og það fimmta hæsta meðal OECD-ríkja eða um 30%. Brotthvarf úr framhaldsskólum á Íslandi er um 19%, en í Danmörku 8%, Svíþjóð 7%, Finnlandi 9% og Noregi 11%. Meðaltal brotthvarfs í Evrópu er 11%. Það er því sorglegt að horfa upp á slíkan brotinn pott, þegar við Íslendingar toppum hverja OECD mælinguna á fætur á annarri. Miðað við þessar brottfallstölur má draga þá ályktun að sá stuðningur sem er til staðar í skólunum sé ekki nægilegur og þurfi að efla til muna. Ráðamenn hafa rætt um brottfall í áratugi en hvaða árangri hefur verið náð? Þeirri spurningu get ég ekki svarað og efast um að þú getir það kæri lesandi. Horfa þarf á hvað hefur farið úrskeiðis í grunnskólanum til að greina hvað er að gerast í framhaldsskólanum. Ég hef áður greint frá því að of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði þegar grunnskóla lauk. Þessir nemendur eru hluti af þeim 44% nemenda sem ljúka ekki námi á tilsettum tíma. Afleiðing brottfalls geta verið afar mismunandi, allt frá neyslu vímuefna, til illa launaðra starfa og í sorglegustu tilfellunum sjálfsvíg. Stöðug sjálfsskoðun og ríkjandi staðalímyndir samfélagsins leiða til þess að ungmenni þurfa stöðugt að endurskoða sig og aðlaga sig að þeim staðalímyndum sem eru í samfélaginu. Framhaldsskólinn á ekki að vera auðveldur og það lærir enginn af því að fá hlutina upp í hendurnar. Við þurfum samt sem áður ekki að setja endalausar hraðahindranir í veg nemenda. Ég skora á Lilju D. Alfreðsdóttir og Ásmund Einar Daðason að hlusta á nemendur og hagsmunaaðila. Framhaldsskólanemar vilja sjá samráð í verki en ekki tali.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Krefjandi, skemmtilegt og lærdómsríkt. Þessir þrír þættir eiga að einkenna skólagöngu framhaldsskólanema. Samkvæmt hvítbók menntamálaráðuneytisins frá 2014 útskrifast 44% nemenda ekki á tilsettum tíma eða flosna upp úr skóla. Samkvæmt Velferðarvaktinni er hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs á Íslandi hið hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum og það fimmta hæsta meðal OECD-ríkja eða um 30%. Brotthvarf úr framhaldsskólum á Íslandi er um 19%, en í Danmörku 8%, Svíþjóð 7%, Finnlandi 9% og Noregi 11%. Meðaltal brotthvarfs í Evrópu er 11%. Það er því sorglegt að horfa upp á slíkan brotinn pott, þegar við Íslendingar toppum hverja OECD mælinguna á fætur á annarri. Miðað við þessar brottfallstölur má draga þá ályktun að sá stuðningur sem er til staðar í skólunum sé ekki nægilegur og þurfi að efla til muna. Ráðamenn hafa rætt um brottfall í áratugi en hvaða árangri hefur verið náð? Þeirri spurningu get ég ekki svarað og efast um að þú getir það kæri lesandi. Horfa þarf á hvað hefur farið úrskeiðis í grunnskólanum til að greina hvað er að gerast í framhaldsskólanum. Ég hef áður greint frá því að of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi, en snúa aftur síðar lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma að væri í boði þegar grunnskóla lauk. Þessir nemendur eru hluti af þeim 44% nemenda sem ljúka ekki námi á tilsettum tíma. Afleiðing brottfalls geta verið afar mismunandi, allt frá neyslu vímuefna, til illa launaðra starfa og í sorglegustu tilfellunum sjálfsvíg. Stöðug sjálfsskoðun og ríkjandi staðalímyndir samfélagsins leiða til þess að ungmenni þurfa stöðugt að endurskoða sig og aðlaga sig að þeim staðalímyndum sem eru í samfélaginu. Framhaldsskólinn á ekki að vera auðveldur og það lærir enginn af því að fá hlutina upp í hendurnar. Við þurfum samt sem áður ekki að setja endalausar hraðahindranir í veg nemenda. Ég skora á Lilju D. Alfreðsdóttir og Ásmund Einar Daðason að hlusta á nemendur og hagsmunaaðila. Framhaldsskólanemar vilja sjá samráð í verki en ekki tali.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar