Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 23:03 Steinunn himinlifandi í kvöld, fremst í flokki. vísir/vilhelm Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar er Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. „Geðveik úrslitakeppni, geggjað einvígi, geggjuð spenna og gaman að klára þetta á heimavelli.“ „Okkur langaði þetta svo virkilega mikið. Þetta hafa verið baráttuleikir fram og tilbaka áhlaup frá báðum liðum. Okkar áhlaup kom á lokakaflanum í dag og það skilaði okkur sigrinum,“ sagði Steinunn en Fram átti frábæran lokakafla í kvöld þegar þær snéru leiknum úr 16-19 í 26-22. Það er langt síðan það hefur verið jafn mikil stemning á leik í Olís-deild kvenna og var í kvöld. Mikil læti voru í stuðningsmönnum beggja liða allt frá fyrstu mínútu og var vel mætt. „Þetta var ótrúlegur stuðningur og ég verð að hrósa Völsurum, þessi hópur hjá þeim var sturlað skemmtilegur. Þeir voru ekkert dónalegir, voru bara skemmtilegir og það má vel taka þá til fyrirmyndar. Framararnir voru frábærir líka, voru miklu fjölmennari en Valsmenn og létu vel í sér heyra.” „Þetta er svo ógeðslega skemmtilegt, ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Steinunn sem átti erfitt með að lýsa tilfinningum sínum, en gleðin var allsráðandi hjá henni. Fram byrjaði mótið rólega en eftir áramót fór að myndast það ógna sterka lið sem hópurinn hafði uppá að bjóða. Steinunn sagði að leikmenn hefðu alltaf haft trú á þessum hópi þrátt fyrir að hafa misst lykilleikmenn í meiðsli. „Við höfðum alltaf trú á því að við myndum klára þetta mót en eftir að við endurheimtum liðið okkar allt til baka þá fór þetta að gerast,“ sagði Steinunn sem þurfti að lokum að hlaupa frá til að taka við verðlaunum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar er Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. „Geðveik úrslitakeppni, geggjað einvígi, geggjuð spenna og gaman að klára þetta á heimavelli.“ „Okkur langaði þetta svo virkilega mikið. Þetta hafa verið baráttuleikir fram og tilbaka áhlaup frá báðum liðum. Okkar áhlaup kom á lokakaflanum í dag og það skilaði okkur sigrinum,“ sagði Steinunn en Fram átti frábæran lokakafla í kvöld þegar þær snéru leiknum úr 16-19 í 26-22. Það er langt síðan það hefur verið jafn mikil stemning á leik í Olís-deild kvenna og var í kvöld. Mikil læti voru í stuðningsmönnum beggja liða allt frá fyrstu mínútu og var vel mætt. „Þetta var ótrúlegur stuðningur og ég verð að hrósa Völsurum, þessi hópur hjá þeim var sturlað skemmtilegur. Þeir voru ekkert dónalegir, voru bara skemmtilegir og það má vel taka þá til fyrirmyndar. Framararnir voru frábærir líka, voru miklu fjölmennari en Valsmenn og létu vel í sér heyra.” „Þetta er svo ógeðslega skemmtilegt, ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Steinunn sem átti erfitt með að lýsa tilfinningum sínum, en gleðin var allsráðandi hjá henni. Fram byrjaði mótið rólega en eftir áramót fór að myndast það ógna sterka lið sem hópurinn hafði uppá að bjóða. Steinunn sagði að leikmenn hefðu alltaf haft trú á þessum hópi þrátt fyrir að hafa misst lykilleikmenn í meiðsli. „Við höfðum alltaf trú á því að við myndum klára þetta mót en eftir að við endurheimtum liðið okkar allt til baka þá fór þetta að gerast,“ sagði Steinunn sem þurfti að lokum að hlaupa frá til að taka við verðlaunum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00