Lýðræði, Evrópa og ríkidæmi Þorvaldur Gylfason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Menn greinir á um Evrópusambandið innan lands og utan. Það er eðlilegt þar eð sambandið er öðrum þræði pólitískt í eðli sínu, samband um frið í álfunni og virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Ágreiningur um stjórnmál liggur í hlutarins eðli. Menn getur einnig greint á um efnahagshluta reynslunnar af ESB þar eð hagrænar vísbendingar um málið eru margslungnar. Sumir benda á að viðskipti innan ESB hafa glæðzt til muna til hagsbóta fyrir aðildarríkin eins og að var stefnt. Aðrir benda á að sameiginleg mynt 19 aðildarlanda af 28, evran, hefur sums staðar valdið vandræðum með því að svipta einstök evrulönd getunni til að fella gengi eigin gjaldmiðila með gamla laginu. Þeir segja: Sama gengi hentar ekki öllum. Enn aðrir segja: Sama örlæti gagnvart erlendum flóttamönnum og öðrum innflytjendum hentar ekki heldur öllum. Svíar sem telja 2% af mannfjölda ESB tóku á móti 160.000 flóttamönnum 2015. Ef öll aðildarlönd ESB hefðu tekið við sama fjölda flóttamanna í hlutfalli við mannfjölda hefði ESB tekið við átta milljónum flóttamanna á einu ári. Til viðmiðunar telja Svisslendingar röskar átta milljónir. Hvert ESB-land ræður því sjálft hversu mörgum innflytjendum það tekur við frá löndum utan ESB. Hvert ESB-land ræður því þó ekki hversu mörgum það tekur við frá öðrum ESB-löndum.Eigin forsendur Svíþjóð og Sviss, vel á minnzt. Byrjum á Svíum. Svíþjóð og Finnland eru náskyld lönd og nauðalík að flestu öðru leyti en því að Finnar tóku upp evruna um leið og færi gafst 1999 en Svíar ekki. Samt hefur efnahagsþróun beggja landa æ síðan verið áþekk í grófum dráttum. Svíar hafa haldið lítils háttar forskoti sínu á Finna mælt í þjóðartekjum á mann. Sama máli gegnir um Sviss og Austurríki. Austurríkismenn tóku upp evruna 1999 en Svisslendingar ekki. Svisslendingar eru jafnvel ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hvað þá að ESB eða evrunni. Eigi að síður hefur efnahagsþróun beggja landa verið áþekk frá aldamótum. Svisslendingar hafa haldið forskoti sínu á Austurríkismenn mælt í þjóðartekjum á mann. Sviss hefur lengið verið meðal allra ríkustu landa heims mælt í tekjum og eignum á mann. Af báðum þessum dæmum virðist mega ráða að aðild að ESB og evrusamstarfinu skiptir ekki öllu máli fyrir afkomu þjóða sé vel á málum haldið heima fyrir. Líku máli gegnir um Kanada og Bandaríkin. Efnahagur beggja landa hefur þróazt með áþekkum hætti undangenginn mannsaldur. Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við Brexit eða a.m.k. hugsun þeirra sem standa nú frammi fyrir útgöngu Breta úr ESB að ári. Hví skyldi Bretlandi ekki geta vegnað vel utan ESB á eigin forsendum líkt og Sviss og Kanada? Á móti kemur aðhald og hópefli sem ESB-aðild felur í sér. Hvort vegur þyngra er álitamál. Sviss í hjarta Evrópu Sviss er kapítuli út af fyrir sig. Landið er hlutlaust, stóð utan beggja heimsstyrjalda og gerðist ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en 2002. Landið stendur einnig utan efnahagsbandalaga að öðru leyti en því að Sviss er ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA). Sviss er einnig aðili að Alþjóðaviðskiptastofnunni (WTO) sem hefur það hlutverk að örva millilandaviðskipti. Svisslendingar hafa samið sérstaklega við ESB um viðskipti, umferð o.fl. enda er landið umlukið evrulöndum. Enginn sem fer um svæðið rekur sig á nokkurn mun sem máli skiptir að öðru leyti en því að Svisslendingar nota franka frekar en evrur. Sviss er Evrópuland Meira lýðræði, minni spilling Svisslendingar hafa einnig markað sér sérstöðu með beinu lýðræði við hlið fulltrúalýðræðis. Þeir ganga til þjóðaratkvæðis um stór mál og smá u.þ.b. fjórum sinnum á ári að jafnaði. Kjörnum fulltrúum stjórnmálaflokka á þingi eru því falin færri verkefni en ella væri. Stjórnmálamenn og flokkar eru eftir því minni fyrirferðar en annars staðar í álfunni. Hér kann að liggja hluti skýringarinnar á því hvers vegna spilling mælist mun minni í Sviss en í nálægum löndum. Í heimskönnun Gallups 2012 kom fram að 23% Svisslendinga töldu spillingu vera umtalsvert vandamál heima fyrir á móti 54% í Frakklandi, 58% í Þýzkalandi, 67% í Austurríki og 86% á Ítalíu. Transparency International tekur í sama streng og skipar Sviss í þriðja sæti listans yfir óspilltustu ríki heims 2017; aðeins Nýja-Sjáland og Danmörk fá hærri einkunn. Sviss stendur jafnfætis Finnlandi og Noregi á listanum og miklu framar en Frakkland, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Hingað heim Reynsla Svisslendinga virðist vitna um að lýðræði aftrar spillingu. Í þessu ljósi þarf að skoða ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði með auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna hér heima og andstöðu margra stjórnmálamanna við að staðfesta stjórnarskrána sem 67% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Nýju stjórnarskránni er beinlínis ætlað að minnka vægi stjórnmálamanna og flokka og draga m.a. þannig úr spillingu að svissneskri fyrirmynd.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun