Aron: Hrikalega ánægðir að fá Gumma sem er einn besti þjálfari heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Aron Pálmarsson á æfingu í Víkinni í vikunni. vísir/rakel ósk Aron Pálmarsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt erfitt tímabil hjá félagsliði sínu Barcelona sem stafar helst af því að hann fékk ekki að byrja þar fyrr en seint um síðir vegna deilna við fyrrverandi félag sitt, Veszprém. Aron hefur svo glímt við smávægileg meiðsli eftir komuna til Katalóníu og aldrei komist almennilega í takt við hlutina. „Alltaf þegar að maður hefur verið að komast í sitt besta form hef ég tognað á nára til dæmis. Það hafa alltaf komið einhver bakslög. Ég skal viðurkenna það, að þetta tímabil hefði getað verið betra. Nú þarf ég bara að reyna að klára þetta með stæl,“ segir Aron.Miklar kröfur Börsungar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á móti Montpellier í 16 liða úrslitum en Börsungar eru vanir því að komast að minnsta kosti í undanúrslit. Þar er stefnt að því að vinna allt sem í boði er. „Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar. Við duttum úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum en erum búnir að vinna deildina. Það eru sex leikir eftir í deildinni og tveir mánuðir eftir þannig það er ekki mikil gulrót í gangi,“ segir Aron. „Það var mikið áfall að detta út en það eina sem hægt er að gera úr þessu er að stíga upp og klára deildina með sóma. Svo er bara að koma tvíefldir á næsta ári.“Bestur í heimi Aron vann til bronsverðlauna á EM 2010 með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og skyttan magnaða fagnar því að fá Guðmund aftur. „Ég hef spilað fyrir hann og svo á móti honum. Það er frábært að fá hann aftur inn. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er einn besti þjálfari í heimi,“ segir Aron. „Ég hef alltaf fílað pælingar Guðmundar. Mér hefur liðið vel hjá þeim og hann hefur náð árangri. Við erum hrikalega ánægðir með þetta og það hefur sést á æfingum,“ segir Aron Pálmarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30 Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30 Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Aron Pálmarsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt erfitt tímabil hjá félagsliði sínu Barcelona sem stafar helst af því að hann fékk ekki að byrja þar fyrr en seint um síðir vegna deilna við fyrrverandi félag sitt, Veszprém. Aron hefur svo glímt við smávægileg meiðsli eftir komuna til Katalóníu og aldrei komist almennilega í takt við hlutina. „Alltaf þegar að maður hefur verið að komast í sitt besta form hef ég tognað á nára til dæmis. Það hafa alltaf komið einhver bakslög. Ég skal viðurkenna það, að þetta tímabil hefði getað verið betra. Nú þarf ég bara að reyna að klára þetta með stæl,“ segir Aron.Miklar kröfur Börsungar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á móti Montpellier í 16 liða úrslitum en Börsungar eru vanir því að komast að minnsta kosti í undanúrslit. Þar er stefnt að því að vinna allt sem í boði er. „Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar. Við duttum úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum en erum búnir að vinna deildina. Það eru sex leikir eftir í deildinni og tveir mánuðir eftir þannig það er ekki mikil gulrót í gangi,“ segir Aron. „Það var mikið áfall að detta út en það eina sem hægt er að gera úr þessu er að stíga upp og klára deildina með sóma. Svo er bara að koma tvíefldir á næsta ári.“Bestur í heimi Aron vann til bronsverðlauna á EM 2010 með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og skyttan magnaða fagnar því að fá Guðmund aftur. „Ég hef spilað fyrir hann og svo á móti honum. Það er frábært að fá hann aftur inn. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er einn besti þjálfari í heimi,“ segir Aron. „Ég hef alltaf fílað pælingar Guðmundar. Mér hefur liðið vel hjá þeim og hann hefur náð árangri. Við erum hrikalega ánægðir með þetta og það hefur sést á æfingum,“ segir Aron Pálmarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30 Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30 Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30
Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30
Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00