Umfjöllun um húsnæðismál Listaháskóla Íslands – athugasemd Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikilvæg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nemendur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar landsins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (https://www.lhi.is/frettir/husnaedismal-listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sú að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/21/Husnaedismal-Listahaskolans-komin-i-farveg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuðmáli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig fullyrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðismálin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vettvangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sannreyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upplýstrar og áreiðanlegrar blaðamennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráðherrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á uppsöfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í baráttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinnviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikilvæg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nemendur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar landsins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (https://www.lhi.is/frettir/husnaedismal-listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sú að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/21/Husnaedismal-Listahaskolans-komin-i-farveg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuðmáli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig fullyrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðismálin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vettvangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sannreyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upplýstrar og áreiðanlegrar blaðamennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráðherrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á uppsöfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í baráttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinnviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun