Í trássi við reglur Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2018 07:00 Ég hitti um daginn erlendan leiðsögumann sem sagðist hafa boðið upp á ferðir með fjölskyldur, 1-4 einstaklinga og aðra örlitla hópa til Íslands í 15 ár, leigt hér hús og bíl, sótt fólkið á flugvöllinn, farið með það í skoðunarferðir, tekið til morgunverð og nesti og eldað svo kvöldmat. Hún sagðist þjónusta þau 24 tíma á sólarhring. Í skoðunarferðum sagðist hún sjá um leiðsögnina því hún hefði komið svo oft til Íslands að hún viti allt um landið. Ég var sem steini lostin. Á Íslandi eru ekki gerðar neinar kröfur til leiðsögumanna hvað varðar menntun, þekkingu og reynslu. Hver sem er má starfa sem leiðsögumaður hér á landi þó að leiðsögumenn hafi lengi krafist þess að gerðar verði kröfur um menntun og að starfsheitið fái löggildingu. Sjálfstætt starfandi leiðsögumenn búsettir á Íslandi verða hins vegar að hafa ferðaskipuleggjendaleyfi og rekstrarleyfi, leigubílapróf eða meirapróf eftir því hvaða farartæki þeir keyra. Önnur nauðsynleg leyfi eru hópferðaleyfi, leyfi fyrir breytta jeppa eða eðalvagna og/eða ferðaþjónustuleyfi. Erlendi leiðsögumaðurinn virðist ekki fara eftir lögum og reglum á Íslandi. Hún lágmarkar hversu miklir peningar verða eftir í landinu um leið og hún nýtir sér vinsældir Íslands og selur grimmt. Hún er ekki ein um þetta eins og glögglega sést ef rætt er við þá sem vel til þekkja í ferðaþjónustunni. Um leið og erlendir aðilar geta svindlað og svínað verða íslenskir leiðsögumenn og ferðaskrifstofur að fara að lögum og reglum, virða kjarasamninga og standa skil á öllum sköttum. Þeim er auðvitað engin vorkunn. En samkeppnisstaðan er skökk. Félagslegt undirboð er eitt af þeim hugtökum sem koma upp í hugann. Þessir aðilar geta boðið ferðirnar á mun lægra verði en Íslendingar og láta ekki kjarasamninga þvælast fyrir sér. Þetta þarf að laga. Það þarf að gera kröfur til menntunar, helst fá löggildingu. Það þarf líka að sjá til þess að ökuleiðsögumenn geti ekki farið um með örhópa án þess að hafa tilskilin leyfi og réttindi.Höfundur er blaðamaður og ökuleiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hitti um daginn erlendan leiðsögumann sem sagðist hafa boðið upp á ferðir með fjölskyldur, 1-4 einstaklinga og aðra örlitla hópa til Íslands í 15 ár, leigt hér hús og bíl, sótt fólkið á flugvöllinn, farið með það í skoðunarferðir, tekið til morgunverð og nesti og eldað svo kvöldmat. Hún sagðist þjónusta þau 24 tíma á sólarhring. Í skoðunarferðum sagðist hún sjá um leiðsögnina því hún hefði komið svo oft til Íslands að hún viti allt um landið. Ég var sem steini lostin. Á Íslandi eru ekki gerðar neinar kröfur til leiðsögumanna hvað varðar menntun, þekkingu og reynslu. Hver sem er má starfa sem leiðsögumaður hér á landi þó að leiðsögumenn hafi lengi krafist þess að gerðar verði kröfur um menntun og að starfsheitið fái löggildingu. Sjálfstætt starfandi leiðsögumenn búsettir á Íslandi verða hins vegar að hafa ferðaskipuleggjendaleyfi og rekstrarleyfi, leigubílapróf eða meirapróf eftir því hvaða farartæki þeir keyra. Önnur nauðsynleg leyfi eru hópferðaleyfi, leyfi fyrir breytta jeppa eða eðalvagna og/eða ferðaþjónustuleyfi. Erlendi leiðsögumaðurinn virðist ekki fara eftir lögum og reglum á Íslandi. Hún lágmarkar hversu miklir peningar verða eftir í landinu um leið og hún nýtir sér vinsældir Íslands og selur grimmt. Hún er ekki ein um þetta eins og glögglega sést ef rætt er við þá sem vel til þekkja í ferðaþjónustunni. Um leið og erlendir aðilar geta svindlað og svínað verða íslenskir leiðsögumenn og ferðaskrifstofur að fara að lögum og reglum, virða kjarasamninga og standa skil á öllum sköttum. Þeim er auðvitað engin vorkunn. En samkeppnisstaðan er skökk. Félagslegt undirboð er eitt af þeim hugtökum sem koma upp í hugann. Þessir aðilar geta boðið ferðirnar á mun lægra verði en Íslendingar og láta ekki kjarasamninga þvælast fyrir sér. Þetta þarf að laga. Það þarf að gera kröfur til menntunar, helst fá löggildingu. Það þarf líka að sjá til þess að ökuleiðsögumenn geti ekki farið um með örhópa án þess að hafa tilskilin leyfi og réttindi.Höfundur er blaðamaður og ökuleiðsögumaður
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar