Konur hafa áhrif á orkuskiptin Áslaug Thelma Einarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 10:54 Víða má sjá orðinu orkuskipti bregða fyrir í fjölmiðlum og oft til viðtals verkfræðingar, jarðfræðingar, hagfræðingar eða aðrir þeir fræðingar sem með einum eða öðrum hætti koma að málum. Orkuskiptin eru hafin, en gefa aðeins vísbendingu um þær miklu breytingar sem í vændum eru. Þau eru Íslendingum gríðarlega mikilvæg og felast meðal annars í að færa bílaflotann frá jarðefnaeldsneyti í rafmagn, innlendan, umhverfisvænan, orkugjafa.Konur við stýrið Við orkuskiptin hættum við að dæla bensíni eða dísilolíu á bílana okkar og losnum þar með við orkugjafa sem skaðlegir eru umhverfinu í öllu framleiðslu- og flutningsferli til landsins, auk þess að hafa neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð. Í staðinn nýtum við innlenda orku og uppskerum ríkulegan þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Svo er rekstur rafbíls náttúrlega bara brot af kostnaði við rekstur bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Í markaðsrannsóknum síðustu ára er víða bent á að konur stýri rekstri heimilanna og hafi lokaorð um nær allar fjárfestingar. Því mætti halda því fram að í raun ráði orkusérfræðingarnir því ekki hvenær orkuskiptin fara fram. Markaðsfræðin segja okkur að við konurnar séum í bílstjórasætinu. (Án þess þó að lítið sé gert úr hlut sérfræðinga, á þeirra ábyrgð er að tækni og framboð sé fyrsta flokks og að markaðurinn sé tilbúinn í skiptin.)Raunhæft markmið Með opnun hlöðu ON á Mývatni fyrir páska var þeim áfanga náð að á þjóðvegi 1, hringinn í kringum landið, eru alls staðar innan við 100 kílómetrar í næstu hraðhleðslu Orku náttúrunnar. Hraðhleðslum hefur fjölgað hratt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, en fyrir sumarið verða hraðhleðslur ON orðnar 33 talsins. Það er þreföldun á einu og hálfu ári. Grunnurinn að orkuskiptunum hefur verið lagður. Framboð rafbíla hefur stóraukist og þeir á samkeppnishæfu verði við bensín- og dísilbíla. Meira að segja sjást til sölu notaðir, vandaðir og góðir rafbílar, og fyrri eigendur að endurnýja með rafbíl númer tvö. Allt er því til reiðu að við konur hefjum orkuskiptin í landinu. Fyrsta skrefið er að gera „aukabílinn“, eða bíl númer tvö, á heimilinu að rafbíl. Raunhæft markmið er að fyrir árið 2022 sé einn rafbíll á hverju heimili. Það er í okkar höndum að klára það verkefni. Þegar þessum áfanga verður náð þarf kannski einhver olíuprins í Miðausturlöndum skrúfa aðeins niður lífstílinn hjá sér, en við grátum það svo sem ekki. Með stórauknu hlutfalli vistvænnar orku í samgöngum höfum við þá hér heima náð áfanga sem aðrar þjóðir telja öfundsverðan.Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Víða má sjá orðinu orkuskipti bregða fyrir í fjölmiðlum og oft til viðtals verkfræðingar, jarðfræðingar, hagfræðingar eða aðrir þeir fræðingar sem með einum eða öðrum hætti koma að málum. Orkuskiptin eru hafin, en gefa aðeins vísbendingu um þær miklu breytingar sem í vændum eru. Þau eru Íslendingum gríðarlega mikilvæg og felast meðal annars í að færa bílaflotann frá jarðefnaeldsneyti í rafmagn, innlendan, umhverfisvænan, orkugjafa.Konur við stýrið Við orkuskiptin hættum við að dæla bensíni eða dísilolíu á bílana okkar og losnum þar með við orkugjafa sem skaðlegir eru umhverfinu í öllu framleiðslu- og flutningsferli til landsins, auk þess að hafa neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð. Í staðinn nýtum við innlenda orku og uppskerum ríkulegan þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Svo er rekstur rafbíls náttúrlega bara brot af kostnaði við rekstur bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Í markaðsrannsóknum síðustu ára er víða bent á að konur stýri rekstri heimilanna og hafi lokaorð um nær allar fjárfestingar. Því mætti halda því fram að í raun ráði orkusérfræðingarnir því ekki hvenær orkuskiptin fara fram. Markaðsfræðin segja okkur að við konurnar séum í bílstjórasætinu. (Án þess þó að lítið sé gert úr hlut sérfræðinga, á þeirra ábyrgð er að tækni og framboð sé fyrsta flokks og að markaðurinn sé tilbúinn í skiptin.)Raunhæft markmið Með opnun hlöðu ON á Mývatni fyrir páska var þeim áfanga náð að á þjóðvegi 1, hringinn í kringum landið, eru alls staðar innan við 100 kílómetrar í næstu hraðhleðslu Orku náttúrunnar. Hraðhleðslum hefur fjölgað hratt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, en fyrir sumarið verða hraðhleðslur ON orðnar 33 talsins. Það er þreföldun á einu og hálfu ári. Grunnurinn að orkuskiptunum hefur verið lagður. Framboð rafbíla hefur stóraukist og þeir á samkeppnishæfu verði við bensín- og dísilbíla. Meira að segja sjást til sölu notaðir, vandaðir og góðir rafbílar, og fyrri eigendur að endurnýja með rafbíl númer tvö. Allt er því til reiðu að við konur hefjum orkuskiptin í landinu. Fyrsta skrefið er að gera „aukabílinn“, eða bíl númer tvö, á heimilinu að rafbíl. Raunhæft markmið er að fyrir árið 2022 sé einn rafbíll á hverju heimili. Það er í okkar höndum að klára það verkefni. Þegar þessum áfanga verður náð þarf kannski einhver olíuprins í Miðausturlöndum skrúfa aðeins niður lífstílinn hjá sér, en við grátum það svo sem ekki. Með stórauknu hlutfalli vistvænnar orku í samgöngum höfum við þá hér heima náð áfanga sem aðrar þjóðir telja öfundsverðan.Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun