Meirihluti plastumbúða skilar sér ekki til endurvinnslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. VÍSIR/ANTON BRINK Aðeins rúm 42 prósent af þeim plastumbúðum sem settar voru á markað árið 2016 skiluðu sér til endurvinnslu og magn plastumbúða á markaði jókst um tæplega 1.400 tonn milli áranna 2014 til 2016. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia, varaþingsmanns Pírata, fyrir helgi. Þar segir að til séu áreiðanlegar tölur frá Endurvinnslunni hf. og Úrvinnslusjóði yfir notkun plastumbúða, það er magn umbúða sem settar eru á markað og afdrif þeirra. Plastumbúðir á markaði árið tvö þúsund og fjórtán voru 13.660 tonn en af þeim skiluðu 4.478 tonn sér til endurvinnslu. Árið 2014 nam magn plastumbúða 14.806 tonnum en til endurvinnslu komu 5.511 tonn. Árið 2016 var magnið 15.029 tonn en af þeim skiluðu 6.411 tonn sér í endurvinnslu. Plastumbúðir sem skiluðu sér til brennslu með orkunýtingu námu á alls 423 tonnum árið 2014 og 666 tonnum árið 2016. Plastúrgangur, annar en plastumbúðir, sem skiluðu sér í endurvinnslu var 193 tonn 2014, 171 tonn 2015 og 666 tonn árið 2016. Í svarinu segir að erfitt sé að leggja mat á hversu stór hluti þetta er af þeim plastúrgangi sem fellur til þar sem tölur yfir notkun vantar og töluverður hluti plastúrgangs fer að öllum líkindum með blönduðum úrgangi til förgunar. Í svarinu kemur einnig fram að alls voru flutt inn rúmlega 155 kíló af innkaupapokum úr plasti í fyrra en magntölur fyrir innlenda framleiðslu séu ekki fáanlegar. Þar sem fyrirspurn Olgu Margrétar sneri að mengun af völdum plastnotkunar kemur fram að ekki hafi farið fram beinar mælingar á þeirri mengun. Umfang úrgangs við strendur sé þó reglulega kannað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Aðeins rúm 42 prósent af þeim plastumbúðum sem settar voru á markað árið 2016 skiluðu sér til endurvinnslu og magn plastumbúða á markaði jókst um tæplega 1.400 tonn milli áranna 2014 til 2016. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia, varaþingsmanns Pírata, fyrir helgi. Þar segir að til séu áreiðanlegar tölur frá Endurvinnslunni hf. og Úrvinnslusjóði yfir notkun plastumbúða, það er magn umbúða sem settar eru á markað og afdrif þeirra. Plastumbúðir á markaði árið tvö þúsund og fjórtán voru 13.660 tonn en af þeim skiluðu 4.478 tonn sér til endurvinnslu. Árið 2014 nam magn plastumbúða 14.806 tonnum en til endurvinnslu komu 5.511 tonn. Árið 2016 var magnið 15.029 tonn en af þeim skiluðu 6.411 tonn sér í endurvinnslu. Plastumbúðir sem skiluðu sér til brennslu með orkunýtingu námu á alls 423 tonnum árið 2014 og 666 tonnum árið 2016. Plastúrgangur, annar en plastumbúðir, sem skiluðu sér í endurvinnslu var 193 tonn 2014, 171 tonn 2015 og 666 tonn árið 2016. Í svarinu segir að erfitt sé að leggja mat á hversu stór hluti þetta er af þeim plastúrgangi sem fellur til þar sem tölur yfir notkun vantar og töluverður hluti plastúrgangs fer að öllum líkindum með blönduðum úrgangi til förgunar. Í svarinu kemur einnig fram að alls voru flutt inn rúmlega 155 kíló af innkaupapokum úr plasti í fyrra en magntölur fyrir innlenda framleiðslu séu ekki fáanlegar. Þar sem fyrirspurn Olgu Margrétar sneri að mengun af völdum plastnotkunar kemur fram að ekki hafi farið fram beinar mælingar á þeirri mengun. Umfang úrgangs við strendur sé þó reglulega kannað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira