Dylgjur og vanþekking Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 28. júlí 2018 21:46 Hafþór Sævarsson er sonur Sævars heitins Ciesielskis, sem var ranglega dæmdur í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Eins og flestum er kunnugt hefur þetta mál loksins verið endurupptekið og mun málflutningur fara fram fyrir Hæstarétti í september. Þar mun ég flytja málið sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar en hann er einn sakborninganna sem máttu þola dóm á sínum tíma. Hafþór Sævarsson hefur nú tekið sér fyrir hendur að ástunda látlausar persónulegar árásir á mig í greinum á Vísi. Meðal annars uppnefnir hann mig og kallar mig „hirðfífl“. Segir hann mig „vanhæfan“ til þess að flytja málið fyrir skjólstæðing minn. Ástæðurnar fyrir þessum dæmalausu árásum eru frekar torskildar svo ekki sé meira sagt og virðast aðallega byggja á dylgjum um einhverjar sakir sem engin leið er að henda reiður á. Ég sé mig knúinn til þess að hafa um þetta nokkur orð. 1. Hafþór hefði átt að kynna sér áður en hann hóf árásir sínar að reglur um vanhæfi eiga ekki við um verjendur sakborinna manna. Þeir taka ekki ákvarðanir um úrslit mála þannig að gæta þurfi að hæfi þeirra eins og væru þeir dómarar. Tal Hafþórs um þetta er því byggt á hreinum misskilningi. Hann hefði betur leitað ráða hjá lögmanni sínum áður en hann tók sér orð um þetta í munn. 2. Hafþór hefur nefnt ýmsar „sakir“ mínar sem hann telur valda vanhæfi mínu. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert hvað pilturinn er að fara. Svo er að sjá að hann telji ætlaða fjandsamlega afstöðu mína til Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa hér áhrif. Því er til að svara að ég hef aldrei verið andsnúinn þessum mæta gamla kennara mínum. Hafþór getur ef hann vill flett upp í Vísi 5. febrúar 1976 (bls. 9) til að kynna sér innlegg mitt til stuðnings ráðherranum þegar óvandaðir menn veittust að honum. 3. Hafþór veitist að greinargerð minni til Hæstaréttar í málinu núna og telur mig ástunda þöggun í málinu!? Það er eins og pilturinn telji málflutning okkar verjendanna betri ef við endurtökum hver á fætur öðrum málflutning um sömu efnisatriði málsins. Hvílík vanþekking á flutningi mála fyrir dómi. 4. Nú síðast nefndi Hafþór til sögunnar grein sem mun hafa birst í Morgunblaðinu á árinu 2011 og dylgjar um að ég hafi samið a.m.k. hluta hennar. Þetta eru hugarórar sem enginn fótur er fyrir. 5. Svo nefnir hann blaðagrein eftir mig með fyrirsögninni „Aðför“, sem birtist í Morgunblaðinu á árinu 2016. Sú grein var um allt annað málefni en það sem hér er til umræðu og kemur því ekkert við. 6. Það er auðvitað afar óviðeigandi að einn aðila í endurupptökumálinu núna skuli taka sér fyrir hendur að veitast að skipuðum verjanda, sem allt annar málsaðili hefur valið til að flytja fram varnir af sinni hálfu. Hafþóri Sævarssyni kemur það málefni auðvitað ekkert við. Það er frekar undarleg lífsreynsla að verða endurtekið fyrir svona innihalds- og tilefnislausum árásum. Hafþór Sævarsson ætti að gera grein fyrir því hvort hann hafi fundið það upp hjá sjálfum sér að leggjast í þennan hernað gegn mér eða hvort hann er að láta einhverja aðra menn etja sér á þetta forað. Svo mikið er víst að hann gerir sameiginlegum málstað sakborninga í endurupptökumálinu ekki gagn með þessu. Þvert á móti kann hann að skaða hagsmuni þeirra. Síðustu áratugi hef ég talið að dómurinn í þessu máli á sínum tíma hafi verið reistur á alls ófullnægjandi forsendum. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að skapa skilyrði til að fá málið endurupptekið. Það hefur nú gerst. Mér er heiður að því að fá að leggja hönd á plóginn til að fá fram formlega staðfestingu á því hversu hér var brotinn réttur á sakborningum. Þar hef ég og mun áfram leitast við að gera mitt besta. Tilefnislausar persónulegar árásir frá þessum pilti munu ekki hrekja mig neitt af leið við það verk.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Jón Steinar Gunnlaugsson Tengdar fréttir Innmúrað hirðfífl – því miður Hver mætir sjálfviljugur í Hæstarétt Íslands, í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hvorki meira né minna, með bundið fyrir augun, með snöruna um hálsinn og með bros á vör? 20. júlí 2018 09:30 Óvænt kveðja Ég fékk skrítna og frekar óvænta kveðju á Vísi í síðustu viku. 22. júlí 2018 21:37 Tími fyrir sögu Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur nú kosið að blanda sér opinberlega í samtal okkar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstarréttarlögmanns, varðandi það hvort sá síðarnefndi sé vanhæfur sem verjandi í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. 27. júlí 2018 13:45 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Sjá meira
Hafþór Sævarsson er sonur Sævars heitins Ciesielskis, sem var ranglega dæmdur í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Eins og flestum er kunnugt hefur þetta mál loksins verið endurupptekið og mun málflutningur fara fram fyrir Hæstarétti í september. Þar mun ég flytja málið sem skipaður verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar en hann er einn sakborninganna sem máttu þola dóm á sínum tíma. Hafþór Sævarsson hefur nú tekið sér fyrir hendur að ástunda látlausar persónulegar árásir á mig í greinum á Vísi. Meðal annars uppnefnir hann mig og kallar mig „hirðfífl“. Segir hann mig „vanhæfan“ til þess að flytja málið fyrir skjólstæðing minn. Ástæðurnar fyrir þessum dæmalausu árásum eru frekar torskildar svo ekki sé meira sagt og virðast aðallega byggja á dylgjum um einhverjar sakir sem engin leið er að henda reiður á. Ég sé mig knúinn til þess að hafa um þetta nokkur orð. 1. Hafþór hefði átt að kynna sér áður en hann hóf árásir sínar að reglur um vanhæfi eiga ekki við um verjendur sakborinna manna. Þeir taka ekki ákvarðanir um úrslit mála þannig að gæta þurfi að hæfi þeirra eins og væru þeir dómarar. Tal Hafþórs um þetta er því byggt á hreinum misskilningi. Hann hefði betur leitað ráða hjá lögmanni sínum áður en hann tók sér orð um þetta í munn. 2. Hafþór hefur nefnt ýmsar „sakir“ mínar sem hann telur valda vanhæfi mínu. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert hvað pilturinn er að fara. Svo er að sjá að hann telji ætlaða fjandsamlega afstöðu mína til Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa hér áhrif. Því er til að svara að ég hef aldrei verið andsnúinn þessum mæta gamla kennara mínum. Hafþór getur ef hann vill flett upp í Vísi 5. febrúar 1976 (bls. 9) til að kynna sér innlegg mitt til stuðnings ráðherranum þegar óvandaðir menn veittust að honum. 3. Hafþór veitist að greinargerð minni til Hæstaréttar í málinu núna og telur mig ástunda þöggun í málinu!? Það er eins og pilturinn telji málflutning okkar verjendanna betri ef við endurtökum hver á fætur öðrum málflutning um sömu efnisatriði málsins. Hvílík vanþekking á flutningi mála fyrir dómi. 4. Nú síðast nefndi Hafþór til sögunnar grein sem mun hafa birst í Morgunblaðinu á árinu 2011 og dylgjar um að ég hafi samið a.m.k. hluta hennar. Þetta eru hugarórar sem enginn fótur er fyrir. 5. Svo nefnir hann blaðagrein eftir mig með fyrirsögninni „Aðför“, sem birtist í Morgunblaðinu á árinu 2016. Sú grein var um allt annað málefni en það sem hér er til umræðu og kemur því ekkert við. 6. Það er auðvitað afar óviðeigandi að einn aðila í endurupptökumálinu núna skuli taka sér fyrir hendur að veitast að skipuðum verjanda, sem allt annar málsaðili hefur valið til að flytja fram varnir af sinni hálfu. Hafþóri Sævarssyni kemur það málefni auðvitað ekkert við. Það er frekar undarleg lífsreynsla að verða endurtekið fyrir svona innihalds- og tilefnislausum árásum. Hafþór Sævarsson ætti að gera grein fyrir því hvort hann hafi fundið það upp hjá sjálfum sér að leggjast í þennan hernað gegn mér eða hvort hann er að láta einhverja aðra menn etja sér á þetta forað. Svo mikið er víst að hann gerir sameiginlegum málstað sakborninga í endurupptökumálinu ekki gagn með þessu. Þvert á móti kann hann að skaða hagsmuni þeirra. Síðustu áratugi hef ég talið að dómurinn í þessu máli á sínum tíma hafi verið reistur á alls ófullnægjandi forsendum. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að skapa skilyrði til að fá málið endurupptekið. Það hefur nú gerst. Mér er heiður að því að fá að leggja hönd á plóginn til að fá fram formlega staðfestingu á því hversu hér var brotinn réttur á sakborningum. Þar hef ég og mun áfram leitast við að gera mitt besta. Tilefnislausar persónulegar árásir frá þessum pilti munu ekki hrekja mig neitt af leið við það verk.Höfundur er lögmaður
Innmúrað hirðfífl – því miður Hver mætir sjálfviljugur í Hæstarétt Íslands, í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hvorki meira né minna, með bundið fyrir augun, með snöruna um hálsinn og með bros á vör? 20. júlí 2018 09:30
Tími fyrir sögu Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur nú kosið að blanda sér opinberlega í samtal okkar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstarréttarlögmanns, varðandi það hvort sá síðarnefndi sé vanhæfur sem verjandi í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. 27. júlí 2018 13:45
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar