Axel: Erum með vopn gegn þeirra sóknarleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 07:30 Eyjakonan Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Fréttablaðið/Anton brink Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira