Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um voru keyptir níu rafmagnsvagnar í fyrra en afhending þeirra hefur dregist verulega eftir að prófanir leiddu í ljós að styrkja þyrfti burðarvirki vagnanna til að þola hraðahindranafjöld höfuðborgarsvæðisins. Upphaflega áttu fyrstu fjórir að koma í júní en nú styttist í þá. Hinir fimm eru væntanlegir um mitt ár. „Ég veit ekki hvort það er satt en innflytjandinn grínaðist með að það væri svo mikill innflutningur vegna netverslunar frá Kína að hann fengi ekki pláss,“ segir Jóhannes. Strætó mun verja 300 milljónum í kaup á nýjum vögnum í ár en margir vagnar núverandi flota eru komnir til ára sinna. Tveir elstu þeirra eru átján ára og eru 49 af þeim 91 vagni sem Strætó er með í rekstri eldri en tíu ára. Jóhannes Svavar segir flotann of gamlan og viðhaldskostnað nema tugum milljóna á ári. Að lágmarki verða keyptir fimm vagnar í ár en örútboð mun leiða í ljós hvort hægt verði að kaupa fleiri. Eftir kaupin lýkur gildistíma rammasamnings um innkaup hjá Strætó en í borgarstjórn í vikunni var spurst fyrir um hvort keyptir yrðu vistvænni vagnar nú. Jóhannes segir að það verði stjórnar og eigenda að ákveða hvort aðeins verði leitað eftir tilboðum í vistvænni vagna í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
„Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um voru keyptir níu rafmagnsvagnar í fyrra en afhending þeirra hefur dregist verulega eftir að prófanir leiddu í ljós að styrkja þyrfti burðarvirki vagnanna til að þola hraðahindranafjöld höfuðborgarsvæðisins. Upphaflega áttu fyrstu fjórir að koma í júní en nú styttist í þá. Hinir fimm eru væntanlegir um mitt ár. „Ég veit ekki hvort það er satt en innflytjandinn grínaðist með að það væri svo mikill innflutningur vegna netverslunar frá Kína að hann fengi ekki pláss,“ segir Jóhannes. Strætó mun verja 300 milljónum í kaup á nýjum vögnum í ár en margir vagnar núverandi flota eru komnir til ára sinna. Tveir elstu þeirra eru átján ára og eru 49 af þeim 91 vagni sem Strætó er með í rekstri eldri en tíu ára. Jóhannes Svavar segir flotann of gamlan og viðhaldskostnað nema tugum milljóna á ári. Að lágmarki verða keyptir fimm vagnar í ár en örútboð mun leiða í ljós hvort hægt verði að kaupa fleiri. Eftir kaupin lýkur gildistíma rammasamnings um innkaup hjá Strætó en í borgarstjórn í vikunni var spurst fyrir um hvort keyptir yrðu vistvænni vagnar nú. Jóhannes segir að það verði stjórnar og eigenda að ákveða hvort aðeins verði leitað eftir tilboðum í vistvænni vagna í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira