Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um voru keyptir níu rafmagnsvagnar í fyrra en afhending þeirra hefur dregist verulega eftir að prófanir leiddu í ljós að styrkja þyrfti burðarvirki vagnanna til að þola hraðahindranafjöld höfuðborgarsvæðisins. Upphaflega áttu fyrstu fjórir að koma í júní en nú styttist í þá. Hinir fimm eru væntanlegir um mitt ár. „Ég veit ekki hvort það er satt en innflytjandinn grínaðist með að það væri svo mikill innflutningur vegna netverslunar frá Kína að hann fengi ekki pláss,“ segir Jóhannes. Strætó mun verja 300 milljónum í kaup á nýjum vögnum í ár en margir vagnar núverandi flota eru komnir til ára sinna. Tveir elstu þeirra eru átján ára og eru 49 af þeim 91 vagni sem Strætó er með í rekstri eldri en tíu ára. Jóhannes Svavar segir flotann of gamlan og viðhaldskostnað nema tugum milljóna á ári. Að lágmarki verða keyptir fimm vagnar í ár en örútboð mun leiða í ljós hvort hægt verði að kaupa fleiri. Eftir kaupin lýkur gildistíma rammasamnings um innkaup hjá Strætó en í borgarstjórn í vikunni var spurst fyrir um hvort keyptir yrðu vistvænni vagnar nú. Jóhannes segir að það verði stjórnar og eigenda að ákveða hvort aðeins verði leitað eftir tilboðum í vistvænni vagna í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira
„Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um voru keyptir níu rafmagnsvagnar í fyrra en afhending þeirra hefur dregist verulega eftir að prófanir leiddu í ljós að styrkja þyrfti burðarvirki vagnanna til að þola hraðahindranafjöld höfuðborgarsvæðisins. Upphaflega áttu fyrstu fjórir að koma í júní en nú styttist í þá. Hinir fimm eru væntanlegir um mitt ár. „Ég veit ekki hvort það er satt en innflytjandinn grínaðist með að það væri svo mikill innflutningur vegna netverslunar frá Kína að hann fengi ekki pláss,“ segir Jóhannes. Strætó mun verja 300 milljónum í kaup á nýjum vögnum í ár en margir vagnar núverandi flota eru komnir til ára sinna. Tveir elstu þeirra eru átján ára og eru 49 af þeim 91 vagni sem Strætó er með í rekstri eldri en tíu ára. Jóhannes Svavar segir flotann of gamlan og viðhaldskostnað nema tugum milljóna á ári. Að lágmarki verða keyptir fimm vagnar í ár en örútboð mun leiða í ljós hvort hægt verði að kaupa fleiri. Eftir kaupin lýkur gildistíma rammasamnings um innkaup hjá Strætó en í borgarstjórn í vikunni var spurst fyrir um hvort keyptir yrðu vistvænni vagnar nú. Jóhannes segir að það verði stjórnar og eigenda að ákveða hvort aðeins verði leitað eftir tilboðum í vistvænni vagna í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira