Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi á bönkum Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2018 16:24 Í Hvítbókinni eru færð rök fyrir því að vert sé að losa um eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum og lækka á þau skattaheimtu. visir/vilhelm Svokölluð Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hefur verið sett fram af hálfu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar eru meðal annars sett fram rök sem um að vert sé að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. „Tekið er fram að rök séu fyrir því að dregið verði úr víðtæku eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum til þess að draga úr áhættu, fórnarkostnaði og neikvæðum samkeppnisáhrifum. Í aðdraganda sölu bankanna sé ástæða til að setja í forgang lækkun sértækra skatta og lögfestingu varnarlínu. Þá sé mikilvægt að stjórnvöld hugsi heildstætt um framtíðareignarhald þar sem fjölbreytt eignarhald sé til þess fallið að ná sátt og draga úr áhættu,“ segir í tilkynningu sem sett hefur verið fram á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis Bjarna Benediktssonar. Einnig er vakin athygli á því að vert sé að lækka skatta á fjármálafyrirtækin. Í skýrslunni kemur fram að smæð markaðarins, háir skattar og töluvert miklar eiginfjárkröfur „valdi álagi sem hefur verið nefnt „Íslandsálag“. Markaðinn sé erfitt að stækka án aukinnar áhættu eða með því að breyta gjaldmiðilsfyrirkomulagi og eiginfjárkröfur ráðist af mati á ýmiskonar áhættu. Því sé erfitt að draga úr þeim kostnaði til skamms tíma litið. Hins vegar sé hægt að draga úr rekstrarkostnaði með auknu samstarfi um rekstur fjármálainnviða og lækkun sértækra skatta.“ Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og hæstaréttarlögmaður er formaður hópsins sem að Hvítbókinni stendur en auk hans sitja í honum Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður, lausfjáráhætta, fjármálafyrirtæki, á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, Guðjón Rúnarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Sylvía K. Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair var einnig skipuð í hópinn og starfaði með honum fram á haust.Nánar verður fjallað um Hvítbókina í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Svokölluð Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hefur verið sett fram af hálfu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar eru meðal annars sett fram rök sem um að vert sé að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. „Tekið er fram að rök séu fyrir því að dregið verði úr víðtæku eignarhaldi ríkisins í fjármálafyrirtækjum til þess að draga úr áhættu, fórnarkostnaði og neikvæðum samkeppnisáhrifum. Í aðdraganda sölu bankanna sé ástæða til að setja í forgang lækkun sértækra skatta og lögfestingu varnarlínu. Þá sé mikilvægt að stjórnvöld hugsi heildstætt um framtíðareignarhald þar sem fjölbreytt eignarhald sé til þess fallið að ná sátt og draga úr áhættu,“ segir í tilkynningu sem sett hefur verið fram á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis Bjarna Benediktssonar. Einnig er vakin athygli á því að vert sé að lækka skatta á fjármálafyrirtækin. Í skýrslunni kemur fram að smæð markaðarins, háir skattar og töluvert miklar eiginfjárkröfur „valdi álagi sem hefur verið nefnt „Íslandsálag“. Markaðinn sé erfitt að stækka án aukinnar áhættu eða með því að breyta gjaldmiðilsfyrirkomulagi og eiginfjárkröfur ráðist af mati á ýmiskonar áhættu. Því sé erfitt að draga úr þeim kostnaði til skamms tíma litið. Hins vegar sé hægt að draga úr rekstrarkostnaði með auknu samstarfi um rekstur fjármálainnviða og lækkun sértækra skatta.“ Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og hæstaréttarlögmaður er formaður hópsins sem að Hvítbókinni stendur en auk hans sitja í honum Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður, lausfjáráhætta, fjármálafyrirtæki, á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, Guðjón Rúnarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Sylvía K. Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair var einnig skipuð í hópinn og starfaði með honum fram á haust.Nánar verður fjallað um Hvítbókina í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Efnahagsmál Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira