Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður á meðal þátttakenda á fyrsta risamóti ársins, ANA Inspiration, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.
Mótið hefst á fimmtudaginn en leikið er í Kaliforníu á hinum glæsilega velli Mission Hills Country Club. Enginn Íslendingur hefur leikið áður á þessu móti og verður Ólafía því fyrst meðal keppenda.
Þetta verður fjórða risamótið sem Ólafía keppir á en hún leik á þremur risamótum á síðasta ári. Fyrsta var KPMG mótið í júní síðastliðnum áður en hún keppti á opna breska í ágúst.
The Evian Championship var síðasta risamótið sem Ólafía keppti á og þar hún komst í gegnum niðurskurð.
Það er ljóst að það verður nóg að keppa fyrir Ólafíu því verðlaunaféð á mótinu nemur alls 283 milljónum króna. Það er því ekki bara til mikils að vinna fyrir Ólafíu upp á ferilskrá sína í golfinu heldur gæti hún einnig fengið góðan pening í kassann.
Mótinu verður að sjálfsögðu gerð góð skil á Golfstöðinni en bein útsending hefst á fimmtudag klukkan 16.00.
