Finnar henta okkur ágætlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2018 11:00 Hlynur Bæringsson. Vísir/Bára „Við hlökkum bara til. Þetta er mjög skemmtileg höll og það verður uppselt á leikinn,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hlynur og félagar mæta Finnum í lokaleik sínum í F-riðli undankeppni HM 2019 og verða að vinna til að komast í milliriðla. Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Búlgaríu á föstudaginn, 88-86. „Við höfum farið yfir þann leik eins vel og við höfum getað. En einbeitingin er aðallega á leiknum gegn Finnum,“ segir Hlynur sem var stigahæstur íslensku leikmannanna gegn Tékkum með 16 stig. Hann segir að tapið fyrir Búlgörum svíði. „Þetta var mjög stórt. Þetta var þungur hnífur,“ segir Hlynur en íslenska liðið fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn gegn Búlgaríu í lokasókninni. Leikurinn í dag er þriðji leikur Íslands og Finnlands á innan við ári. Þau mættust í Helsinki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í september þar sem Finnar höfðu betur, 83-79, eftir góðan endasprett. Íslendingar unnu hins vegar fyrri leik liðanna í undankeppni HM í Laugardalshöllinni, 81-76. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með því að vinna 4. leikhlutann 26-13. Hlynur segir að öfugt við mörg lið hafi Finnar ekki mikla líkamlega yfirburði yfir Íslendinga. „Við getum spilað aðeins öðruvísi á móti þeim. Þeir eru ekki með marga stóra og sterka leikmenn sem eru góðir með bakið í körfuna. Þeir eru með góða og stóra skotmenn. Mér finnst þeir henta okkur ágætlega. Líkamlegir yfirburðir eru ekki eins rosalegir og við lendum stundum í,“ segir hann. „Það er margt svipað með þessum liðum. Þessi kjarni í finnska liðinu og þjálfarinn eru búnir að vera lengi saman. Það er eining í þessu liði sem mörg landslið vantar kannski. Þeir græða á því,“ bætir Hlynur við. Finnar voru án sinnar skærustu stjörnu, Lauri Markkanen, í fyrri leiknum gegn Íslandi í undankeppninni. Chicago Bulls-maðurinn er kominn aftur í finnska liðið og lék með því í tapinu fyrir Tékkum, 77-73, á föstudaginn. Það þýðir að Finnar verða að vinna Íslendinga í dag til að komast í milliriðla. „Við höfum séð brot úr leiknum þeirra gegn Tékkum og þá fannst mér þeir ekkert sérstaklega skarpir. Það eru veikleikar hjá þeim sem við getum nýtt okkur, og öfugt,“ segir Hlynur að lokum. Körfubolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
„Við hlökkum bara til. Þetta er mjög skemmtileg höll og það verður uppselt á leikinn,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hlynur og félagar mæta Finnum í lokaleik sínum í F-riðli undankeppni HM 2019 og verða að vinna til að komast í milliriðla. Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Búlgaríu á föstudaginn, 88-86. „Við höfum farið yfir þann leik eins vel og við höfum getað. En einbeitingin er aðallega á leiknum gegn Finnum,“ segir Hlynur sem var stigahæstur íslensku leikmannanna gegn Tékkum með 16 stig. Hann segir að tapið fyrir Búlgörum svíði. „Þetta var mjög stórt. Þetta var þungur hnífur,“ segir Hlynur en íslenska liðið fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn gegn Búlgaríu í lokasókninni. Leikurinn í dag er þriðji leikur Íslands og Finnlands á innan við ári. Þau mættust í Helsinki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í september þar sem Finnar höfðu betur, 83-79, eftir góðan endasprett. Íslendingar unnu hins vegar fyrri leik liðanna í undankeppni HM í Laugardalshöllinni, 81-76. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með því að vinna 4. leikhlutann 26-13. Hlynur segir að öfugt við mörg lið hafi Finnar ekki mikla líkamlega yfirburði yfir Íslendinga. „Við getum spilað aðeins öðruvísi á móti þeim. Þeir eru ekki með marga stóra og sterka leikmenn sem eru góðir með bakið í körfuna. Þeir eru með góða og stóra skotmenn. Mér finnst þeir henta okkur ágætlega. Líkamlegir yfirburðir eru ekki eins rosalegir og við lendum stundum í,“ segir hann. „Það er margt svipað með þessum liðum. Þessi kjarni í finnska liðinu og þjálfarinn eru búnir að vera lengi saman. Það er eining í þessu liði sem mörg landslið vantar kannski. Þeir græða á því,“ bætir Hlynur við. Finnar voru án sinnar skærustu stjörnu, Lauri Markkanen, í fyrri leiknum gegn Íslandi í undankeppninni. Chicago Bulls-maðurinn er kominn aftur í finnska liðið og lék með því í tapinu fyrir Tékkum, 77-73, á föstudaginn. Það þýðir að Finnar verða að vinna Íslendinga í dag til að komast í milliriðla. „Við höfum séð brot úr leiknum þeirra gegn Tékkum og þá fannst mér þeir ekkert sérstaklega skarpir. Það eru veikleikar hjá þeim sem við getum nýtt okkur, og öfugt,“ segir Hlynur að lokum.
Körfubolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira