Finnar henta okkur ágætlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2018 11:00 Hlynur Bæringsson. Vísir/Bára „Við hlökkum bara til. Þetta er mjög skemmtileg höll og það verður uppselt á leikinn,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hlynur og félagar mæta Finnum í lokaleik sínum í F-riðli undankeppni HM 2019 og verða að vinna til að komast í milliriðla. Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Búlgaríu á föstudaginn, 88-86. „Við höfum farið yfir þann leik eins vel og við höfum getað. En einbeitingin er aðallega á leiknum gegn Finnum,“ segir Hlynur sem var stigahæstur íslensku leikmannanna gegn Tékkum með 16 stig. Hann segir að tapið fyrir Búlgörum svíði. „Þetta var mjög stórt. Þetta var þungur hnífur,“ segir Hlynur en íslenska liðið fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn gegn Búlgaríu í lokasókninni. Leikurinn í dag er þriðji leikur Íslands og Finnlands á innan við ári. Þau mættust í Helsinki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í september þar sem Finnar höfðu betur, 83-79, eftir góðan endasprett. Íslendingar unnu hins vegar fyrri leik liðanna í undankeppni HM í Laugardalshöllinni, 81-76. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með því að vinna 4. leikhlutann 26-13. Hlynur segir að öfugt við mörg lið hafi Finnar ekki mikla líkamlega yfirburði yfir Íslendinga. „Við getum spilað aðeins öðruvísi á móti þeim. Þeir eru ekki með marga stóra og sterka leikmenn sem eru góðir með bakið í körfuna. Þeir eru með góða og stóra skotmenn. Mér finnst þeir henta okkur ágætlega. Líkamlegir yfirburðir eru ekki eins rosalegir og við lendum stundum í,“ segir hann. „Það er margt svipað með þessum liðum. Þessi kjarni í finnska liðinu og þjálfarinn eru búnir að vera lengi saman. Það er eining í þessu liði sem mörg landslið vantar kannski. Þeir græða á því,“ bætir Hlynur við. Finnar voru án sinnar skærustu stjörnu, Lauri Markkanen, í fyrri leiknum gegn Íslandi í undankeppninni. Chicago Bulls-maðurinn er kominn aftur í finnska liðið og lék með því í tapinu fyrir Tékkum, 77-73, á föstudaginn. Það þýðir að Finnar verða að vinna Íslendinga í dag til að komast í milliriðla. „Við höfum séð brot úr leiknum þeirra gegn Tékkum og þá fannst mér þeir ekkert sérstaklega skarpir. Það eru veikleikar hjá þeim sem við getum nýtt okkur, og öfugt,“ segir Hlynur að lokum. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Við hlökkum bara til. Þetta er mjög skemmtileg höll og það verður uppselt á leikinn,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hlynur og félagar mæta Finnum í lokaleik sínum í F-riðli undankeppni HM 2019 og verða að vinna til að komast í milliriðla. Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Búlgaríu á föstudaginn, 88-86. „Við höfum farið yfir þann leik eins vel og við höfum getað. En einbeitingin er aðallega á leiknum gegn Finnum,“ segir Hlynur sem var stigahæstur íslensku leikmannanna gegn Tékkum með 16 stig. Hann segir að tapið fyrir Búlgörum svíði. „Þetta var mjög stórt. Þetta var þungur hnífur,“ segir Hlynur en íslenska liðið fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn gegn Búlgaríu í lokasókninni. Leikurinn í dag er þriðji leikur Íslands og Finnlands á innan við ári. Þau mættust í Helsinki í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í september þar sem Finnar höfðu betur, 83-79, eftir góðan endasprett. Íslendingar unnu hins vegar fyrri leik liðanna í undankeppni HM í Laugardalshöllinni, 81-76. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með því að vinna 4. leikhlutann 26-13. Hlynur segir að öfugt við mörg lið hafi Finnar ekki mikla líkamlega yfirburði yfir Íslendinga. „Við getum spilað aðeins öðruvísi á móti þeim. Þeir eru ekki með marga stóra og sterka leikmenn sem eru góðir með bakið í körfuna. Þeir eru með góða og stóra skotmenn. Mér finnst þeir henta okkur ágætlega. Líkamlegir yfirburðir eru ekki eins rosalegir og við lendum stundum í,“ segir hann. „Það er margt svipað með þessum liðum. Þessi kjarni í finnska liðinu og þjálfarinn eru búnir að vera lengi saman. Það er eining í þessu liði sem mörg landslið vantar kannski. Þeir græða á því,“ bætir Hlynur við. Finnar voru án sinnar skærustu stjörnu, Lauri Markkanen, í fyrri leiknum gegn Íslandi í undankeppninni. Chicago Bulls-maðurinn er kominn aftur í finnska liðið og lék með því í tapinu fyrir Tékkum, 77-73, á föstudaginn. Það þýðir að Finnar verða að vinna Íslendinga í dag til að komast í milliriðla. „Við höfum séð brot úr leiknum þeirra gegn Tékkum og þá fannst mér þeir ekkert sérstaklega skarpir. Það eru veikleikar hjá þeim sem við getum nýtt okkur, og öfugt,“ segir Hlynur að lokum.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira