Tveir leikir upp á líf og dauða á einum sólarhring og besta handboltakona heims borin af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 15:30 Cristina Neagu. Vísir/EPA Rúmenska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á EM í Frakklandi en síðasti leikur liðsins í milliriðlinum var heldur betur dýrtkeyptur. Hin frábæra Cristina Neagu var komin með 9 mörk og 6 stoðsendingar í leiknum þegar hún meiddist illa á hné. Neagu stóð ekki upp aftur og var borin af velli á börum. Cristina Neagu mun af þessum sökum eflaust ekki spila meiri handbolta á þessu móti eða þá næstu mánuðina. Rúmenska liðið tókst ekki að landa sigri án hennar en slapp inn í undanúrslitin á kostnað Norðmanna af því að rúmenska liðið tapaði bara með tveimur mörkum á móti Ungverjum. Þriggja marka tap hefði þýtt að norsku stelpurnar hefðu spilað um verðlaun. Nú verður rúmenska liðið að mæta í sinn stærsta leik á EM í átta ár án þess að hafa eina allra bestu handboltakonu heims inn á vellinum. Margir hafa gagnrýnt uppsetningu Evrópumótsins því að fimmti og sjötti leikur Rúmena á þessu Evrópumóti fóru fram með aðeins sólarhrings millibili. Báða dagana spilaði rúmenska liðið klukkan 18.00 að staðartíma.Cristina Neagu tallies six goals in the first 30 minutes for Romania, but it's not enough for her side to hold a half-time lead. Check out the left back's best moments as the teams take level score, 17:17, into the break #HUNROU#ehfeuro2018#handballissime@MKSZhandballpic.twitter.com/fLp92Wzgzr — EHF EURO (@EHFEURO) December 12, 2018Enginn af leikmönnum undanúrslitaliðanna hefur spilað eins mikið og Cristina Neagu sem er eins og áður sagði í algjöru lykilhlutverki í rúmenska liðinu. Hún hefur spilað 335 mínútur af 360 mögulegum á mótinu. Af þessum 25 sem hún missti af voru átta mínútur eftir að hún meiddist á móti Ungverjum. Cristina Neagu er næstmarkahæst í mótinu með 44 mörk í 6 leikjum og hún er í níunda sæti í stoðsendingum með 23. Enginn leikmaður á mótinu hefur átt þátt í fleiri mörkum. Cristina Neagu hefur komið að 67 í sex leikjum eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Rúmenar mæta Rússum í undanúrslitum annað kvöld en í hinum leiknum mætast Hollendingar og Frakkar. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Rúmenska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á EM í Frakklandi en síðasti leikur liðsins í milliriðlinum var heldur betur dýrtkeyptur. Hin frábæra Cristina Neagu var komin með 9 mörk og 6 stoðsendingar í leiknum þegar hún meiddist illa á hné. Neagu stóð ekki upp aftur og var borin af velli á börum. Cristina Neagu mun af þessum sökum eflaust ekki spila meiri handbolta á þessu móti eða þá næstu mánuðina. Rúmenska liðið tókst ekki að landa sigri án hennar en slapp inn í undanúrslitin á kostnað Norðmanna af því að rúmenska liðið tapaði bara með tveimur mörkum á móti Ungverjum. Þriggja marka tap hefði þýtt að norsku stelpurnar hefðu spilað um verðlaun. Nú verður rúmenska liðið að mæta í sinn stærsta leik á EM í átta ár án þess að hafa eina allra bestu handboltakonu heims inn á vellinum. Margir hafa gagnrýnt uppsetningu Evrópumótsins því að fimmti og sjötti leikur Rúmena á þessu Evrópumóti fóru fram með aðeins sólarhrings millibili. Báða dagana spilaði rúmenska liðið klukkan 18.00 að staðartíma.Cristina Neagu tallies six goals in the first 30 minutes for Romania, but it's not enough for her side to hold a half-time lead. Check out the left back's best moments as the teams take level score, 17:17, into the break #HUNROU#ehfeuro2018#handballissime@MKSZhandballpic.twitter.com/fLp92Wzgzr — EHF EURO (@EHFEURO) December 12, 2018Enginn af leikmönnum undanúrslitaliðanna hefur spilað eins mikið og Cristina Neagu sem er eins og áður sagði í algjöru lykilhlutverki í rúmenska liðinu. Hún hefur spilað 335 mínútur af 360 mögulegum á mótinu. Af þessum 25 sem hún missti af voru átta mínútur eftir að hún meiddist á móti Ungverjum. Cristina Neagu er næstmarkahæst í mótinu með 44 mörk í 6 leikjum og hún er í níunda sæti í stoðsendingum með 23. Enginn leikmaður á mótinu hefur átt þátt í fleiri mörkum. Cristina Neagu hefur komið að 67 í sex leikjum eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Rúmenar mæta Rússum í undanúrslitum annað kvöld en í hinum leiknum mætast Hollendingar og Frakkar.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira