Þess vegna ber að standa vörð um starf GET/Hugarafls Hópur fræðimanna við Háskóla Íslands skrifar 19. apríl 2018 07:00 Um þessar mundir er verið að efla heilbrigðisþjónustu fyrir fólk sem á við geðræna erfiðleika að stríða og m.a. mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fjölga geðteymum. Frá 2003 hefur verið starfandi þar afar öflugt geðteymi: Geðheilsa og eftirfylgd (GET) sem hefur í samstarfi við Hugarafl, frjáls félagasamtök notenda, veitt stórum hópi mikilvæga samfélagslega geðþjónustu sem byggir á valdeflingu á grundvelli batanálgunar. Um er að ræða opna þjónustu sem fólk getur leitað eftir án tilvísunar. Þá hefur GET/Hugarafl einnig lagt áherslu á forvarnarstarf og að veita aðstandendum stuðning. Árangur af þessu starfi hefur vakið eftirtekt langt út fyrir landsteinana og hefur starfið hlotið margvíslegar viðurkenningar. Batasögur notenda varpa skýru ljósi á hvers vegna þetta úrræði er viðbót við þá þjónustu sem fyrir er: Notendum er mætt á eigin forsendum og úrræði mótuð í samvinnu við þá. Til viðbótar við þjónustu teymis fagfólks (alls 4 stöðugildi) þá vinna félagar í Hugarafli mikilvægt starf við jafningjafræðslu og stuðning. Það starf er að mestu unnið í sjálfboðavinnu þannig að úrræðið er afar hagkvæmt og hefur getað þjónað mjög stórum hópum notenda. Ýmsar athuganir og rannsóknir hafa verið unnar á árangri þess og hafa þær allar staðfest afar góðan árangur starfsins.Þátttaka notenda og valdefling Í stefnumótun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), Evrópubandalagsins og Norrænu ráðherranefndarinnar er lögð áhersla á þátttöku notenda og valdeflingu þeirra til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Þar er lögð áhersla á nýsköpun og frumkvöðlastarf þar sem hið opinbera, samtök notenda og einkafyrirtæki vinna saman til að mæta þörfum fólks á skilvirkan hátt og að notendur taki þátt í að þróa, framkvæma og meta þjónustuna. GET og Hugarafl hafa frá upphafi byggt starf sitt á sömu grunngildum og lögð eru til grundvallar í alþjóðlegri stefnumótun sem og stefnu og aðgerðaáætlun Alþingis um geðheilbrigðismál. Það kom því flestum í opna skjöldu þegar tilkynnt var að vegna stofnunar hinna nýju geðteyma innan heilsugæslunnar yrði GET-teymið lagt niður! Hin nýju teymi munu ekki byggja sitt starf á samvinnu við notendur í Hugarafli og geta því ekki veitt sambærilega þjónustu. Virðisaukinn sem samstarf fagfólks í GET og notenda í Hugarafli skapar er gríðarlega mikilvægur fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem njóta þjónustunnar en einnig fyrir samfélagið í heild, þar sem slíkt samstarf gerir það að verkum að hægt er að sinna mun fleiri notendum en ella væri mögulegt. Við undirritaðar hvetjum heilbrigðis- og félagsmálaráðherra til að tryggja starf GET og Hugarafls til framtíðar.Höfundar: Ásta Snorradóttir lektor í starfsendurhæfingu við Háskóla ÍslandsGuðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla ÍslandsSigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla ÍslandsSteinunn Hrafnsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er verið að efla heilbrigðisþjónustu fyrir fólk sem á við geðræna erfiðleika að stríða og m.a. mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins fjölga geðteymum. Frá 2003 hefur verið starfandi þar afar öflugt geðteymi: Geðheilsa og eftirfylgd (GET) sem hefur í samstarfi við Hugarafl, frjáls félagasamtök notenda, veitt stórum hópi mikilvæga samfélagslega geðþjónustu sem byggir á valdeflingu á grundvelli batanálgunar. Um er að ræða opna þjónustu sem fólk getur leitað eftir án tilvísunar. Þá hefur GET/Hugarafl einnig lagt áherslu á forvarnarstarf og að veita aðstandendum stuðning. Árangur af þessu starfi hefur vakið eftirtekt langt út fyrir landsteinana og hefur starfið hlotið margvíslegar viðurkenningar. Batasögur notenda varpa skýru ljósi á hvers vegna þetta úrræði er viðbót við þá þjónustu sem fyrir er: Notendum er mætt á eigin forsendum og úrræði mótuð í samvinnu við þá. Til viðbótar við þjónustu teymis fagfólks (alls 4 stöðugildi) þá vinna félagar í Hugarafli mikilvægt starf við jafningjafræðslu og stuðning. Það starf er að mestu unnið í sjálfboðavinnu þannig að úrræðið er afar hagkvæmt og hefur getað þjónað mjög stórum hópum notenda. Ýmsar athuganir og rannsóknir hafa verið unnar á árangri þess og hafa þær allar staðfest afar góðan árangur starfsins.Þátttaka notenda og valdefling Í stefnumótun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), Evrópubandalagsins og Norrænu ráðherranefndarinnar er lögð áhersla á þátttöku notenda og valdeflingu þeirra til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Þar er lögð áhersla á nýsköpun og frumkvöðlastarf þar sem hið opinbera, samtök notenda og einkafyrirtæki vinna saman til að mæta þörfum fólks á skilvirkan hátt og að notendur taki þátt í að þróa, framkvæma og meta þjónustuna. GET og Hugarafl hafa frá upphafi byggt starf sitt á sömu grunngildum og lögð eru til grundvallar í alþjóðlegri stefnumótun sem og stefnu og aðgerðaáætlun Alþingis um geðheilbrigðismál. Það kom því flestum í opna skjöldu þegar tilkynnt var að vegna stofnunar hinna nýju geðteyma innan heilsugæslunnar yrði GET-teymið lagt niður! Hin nýju teymi munu ekki byggja sitt starf á samvinnu við notendur í Hugarafli og geta því ekki veitt sambærilega þjónustu. Virðisaukinn sem samstarf fagfólks í GET og notenda í Hugarafli skapar er gríðarlega mikilvægur fyrir þá einstaklinga og fjölskyldur sem njóta þjónustunnar en einnig fyrir samfélagið í heild, þar sem slíkt samstarf gerir það að verkum að hægt er að sinna mun fleiri notendum en ella væri mögulegt. Við undirritaðar hvetjum heilbrigðis- og félagsmálaráðherra til að tryggja starf GET og Hugarafls til framtíðar.Höfundar: Ásta Snorradóttir lektor í starfsendurhæfingu við Háskóla ÍslandsGuðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla ÍslandsSigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla ÍslandsSteinunn Hrafnsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun