Fjárfest í sjálfbærni, fjárfest til ávinnings Sandra Rán Ásgrímsdóttir skrifar 21. september 2018 14:09 Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli að huga að áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og stjórnvöld setja sér markmið í þeirri von að ná að uppfylla Parísarsáttmálann. Við eigum þó enn langt í land sé horft til nágranna okkar á Norðurlöndum og ljóst að við þurfum að halda okkur vel við efnið. Eitt að lykilatriðum þess að tryggja áframhaldandi vegferð til sjálfbærs samfélags er að fjármagn fylgi vilja til að bæta samfélagið. Hingað til hefur það þó sjaldan verið raunin þar sem hik virðist vera á því að fjárfesta í sjálfbærni vegna hræðslu við aukinn kostnað og takmarkaðan ávinning. Raunin er þó sú að þegar sjálfbærni er innleidd í kjarnastarfsemi fyrirtækja og verkefna getur ávinningurinn verið umtalsverður. Sem dæmi má nefna bætta fjárhagsafkomu, betri ásýnd, ánægðara starfsfólk og öflugri nýsköpun. Fjárfestingaumhverfið erlendis hefur breyst töluvert á undanförnum árum og sífellt fleiri fjárfestar og fjármögnunaraðilar telja mikilvægt að horfa ekki bara í hreinar krónur og aura heldur líka á heildaráhrif, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagsleg áhrif, þegar meta á fjárfestingakosti. Þá er meirihluti fjárfesta í heiminum þeirrar skoðunar að þau fyrirtæki sem huga að sjálfbærni í sínum rekstri skila betri afkomu. Þegar horft er til fjármögnunar í mannvirkjagerð sýna stöðugt fleiri alþjóðlegar rannsóknir fram á það að huga að sjálfbærni skapar meira verðmæti en þegar framkvæmt er á hefðbundinn hátt. Arðsemi verkefna sem taka mið af sjálfbærni getur því verið töluvert hærri en þeirra sem gera það ekki. Sem dæmi má taka hönnun og byggingu skrifstofuhúsnæðis þar sem lögð er áhersla á alla þætti sjálfbærninnar, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagslega þætti. Sé það gert er mögulegt að fá hærri leigu, lækka rekstrarkostnað og víða er hægt að fá hagkvæmari fjármögnunarmöguleika (t.d. með grænum skuldabréfum). Þá sýna rannsóknir að þrátt fyrir að staðsetning hafi oft mikið að segja þá hefur góð innivist og jákvæð áhrif á umhverfi eða samfélag sífellt meira vægi þegar verið er að velja húsnæði. Þrátt fyrir þennan ábata þá er staðan enn sú að of mikið er einblínt á stofnkostnað en ekki rekstrarkostnað og langtímaáhrif á notendur og eigendur mannvirkis. Við erum á réttri leið og margt gott hefur átt sér stað undanfarið meðal annars með stofnun samtaka um ábyrgar fjárfestingar og leiðbeiningum Kauphallarinnar um samfélagsábyrgð en betur má ef duga skal. Tímabært er að við fylgja fastar í fótspor nágranna okkar og leggja auknar áherslur á heildaráhrif og sjálfbærni við fjárfestingar og fjármögnun. Þegar hugað er að sjálfbærni skilar fjárfesting fyrst raunverulegum ávinning.Sandra Rán ÁsgrímsdóttirSjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli að huga að áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og stjórnvöld setja sér markmið í þeirri von að ná að uppfylla Parísarsáttmálann. Við eigum þó enn langt í land sé horft til nágranna okkar á Norðurlöndum og ljóst að við þurfum að halda okkur vel við efnið. Eitt að lykilatriðum þess að tryggja áframhaldandi vegferð til sjálfbærs samfélags er að fjármagn fylgi vilja til að bæta samfélagið. Hingað til hefur það þó sjaldan verið raunin þar sem hik virðist vera á því að fjárfesta í sjálfbærni vegna hræðslu við aukinn kostnað og takmarkaðan ávinning. Raunin er þó sú að þegar sjálfbærni er innleidd í kjarnastarfsemi fyrirtækja og verkefna getur ávinningurinn verið umtalsverður. Sem dæmi má nefna bætta fjárhagsafkomu, betri ásýnd, ánægðara starfsfólk og öflugri nýsköpun. Fjárfestingaumhverfið erlendis hefur breyst töluvert á undanförnum árum og sífellt fleiri fjárfestar og fjármögnunaraðilar telja mikilvægt að horfa ekki bara í hreinar krónur og aura heldur líka á heildaráhrif, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagsleg áhrif, þegar meta á fjárfestingakosti. Þá er meirihluti fjárfesta í heiminum þeirrar skoðunar að þau fyrirtæki sem huga að sjálfbærni í sínum rekstri skila betri afkomu. Þegar horft er til fjármögnunar í mannvirkjagerð sýna stöðugt fleiri alþjóðlegar rannsóknir fram á það að huga að sjálfbærni skapar meira verðmæti en þegar framkvæmt er á hefðbundinn hátt. Arðsemi verkefna sem taka mið af sjálfbærni getur því verið töluvert hærri en þeirra sem gera það ekki. Sem dæmi má taka hönnun og byggingu skrifstofuhúsnæðis þar sem lögð er áhersla á alla þætti sjálfbærninnar, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagslega þætti. Sé það gert er mögulegt að fá hærri leigu, lækka rekstrarkostnað og víða er hægt að fá hagkvæmari fjármögnunarmöguleika (t.d. með grænum skuldabréfum). Þá sýna rannsóknir að þrátt fyrir að staðsetning hafi oft mikið að segja þá hefur góð innivist og jákvæð áhrif á umhverfi eða samfélag sífellt meira vægi þegar verið er að velja húsnæði. Þrátt fyrir þennan ábata þá er staðan enn sú að of mikið er einblínt á stofnkostnað en ekki rekstrarkostnað og langtímaáhrif á notendur og eigendur mannvirkis. Við erum á réttri leið og margt gott hefur átt sér stað undanfarið meðal annars með stofnun samtaka um ábyrgar fjárfestingar og leiðbeiningum Kauphallarinnar um samfélagsábyrgð en betur má ef duga skal. Tímabært er að við fylgja fastar í fótspor nágranna okkar og leggja auknar áherslur á heildaráhrif og sjálfbærni við fjárfestingar og fjármögnun. Þegar hugað er að sjálfbærni skilar fjárfesting fyrst raunverulegum ávinning.Sandra Rán ÁsgrímsdóttirSjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun