Fjárfest í sjálfbærni, fjárfest til ávinnings Sandra Rán Ásgrímsdóttir skrifar 21. september 2018 14:09 Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli að huga að áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og stjórnvöld setja sér markmið í þeirri von að ná að uppfylla Parísarsáttmálann. Við eigum þó enn langt í land sé horft til nágranna okkar á Norðurlöndum og ljóst að við þurfum að halda okkur vel við efnið. Eitt að lykilatriðum þess að tryggja áframhaldandi vegferð til sjálfbærs samfélags er að fjármagn fylgi vilja til að bæta samfélagið. Hingað til hefur það þó sjaldan verið raunin þar sem hik virðist vera á því að fjárfesta í sjálfbærni vegna hræðslu við aukinn kostnað og takmarkaðan ávinning. Raunin er þó sú að þegar sjálfbærni er innleidd í kjarnastarfsemi fyrirtækja og verkefna getur ávinningurinn verið umtalsverður. Sem dæmi má nefna bætta fjárhagsafkomu, betri ásýnd, ánægðara starfsfólk og öflugri nýsköpun. Fjárfestingaumhverfið erlendis hefur breyst töluvert á undanförnum árum og sífellt fleiri fjárfestar og fjármögnunaraðilar telja mikilvægt að horfa ekki bara í hreinar krónur og aura heldur líka á heildaráhrif, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagsleg áhrif, þegar meta á fjárfestingakosti. Þá er meirihluti fjárfesta í heiminum þeirrar skoðunar að þau fyrirtæki sem huga að sjálfbærni í sínum rekstri skila betri afkomu. Þegar horft er til fjármögnunar í mannvirkjagerð sýna stöðugt fleiri alþjóðlegar rannsóknir fram á það að huga að sjálfbærni skapar meira verðmæti en þegar framkvæmt er á hefðbundinn hátt. Arðsemi verkefna sem taka mið af sjálfbærni getur því verið töluvert hærri en þeirra sem gera það ekki. Sem dæmi má taka hönnun og byggingu skrifstofuhúsnæðis þar sem lögð er áhersla á alla þætti sjálfbærninnar, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagslega þætti. Sé það gert er mögulegt að fá hærri leigu, lækka rekstrarkostnað og víða er hægt að fá hagkvæmari fjármögnunarmöguleika (t.d. með grænum skuldabréfum). Þá sýna rannsóknir að þrátt fyrir að staðsetning hafi oft mikið að segja þá hefur góð innivist og jákvæð áhrif á umhverfi eða samfélag sífellt meira vægi þegar verið er að velja húsnæði. Þrátt fyrir þennan ábata þá er staðan enn sú að of mikið er einblínt á stofnkostnað en ekki rekstrarkostnað og langtímaáhrif á notendur og eigendur mannvirkis. Við erum á réttri leið og margt gott hefur átt sér stað undanfarið meðal annars með stofnun samtaka um ábyrgar fjárfestingar og leiðbeiningum Kauphallarinnar um samfélagsábyrgð en betur má ef duga skal. Tímabært er að við fylgja fastar í fótspor nágranna okkar og leggja auknar áherslur á heildaráhrif og sjálfbærni við fjárfestingar og fjármögnun. Þegar hugað er að sjálfbærni skilar fjárfesting fyrst raunverulegum ávinning.Sandra Rán ÁsgrímsdóttirSjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu varðandi sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Einstaklingar og fyrirtæki eru í auknum mæli að huga að áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og stjórnvöld setja sér markmið í þeirri von að ná að uppfylla Parísarsáttmálann. Við eigum þó enn langt í land sé horft til nágranna okkar á Norðurlöndum og ljóst að við þurfum að halda okkur vel við efnið. Eitt að lykilatriðum þess að tryggja áframhaldandi vegferð til sjálfbærs samfélags er að fjármagn fylgi vilja til að bæta samfélagið. Hingað til hefur það þó sjaldan verið raunin þar sem hik virðist vera á því að fjárfesta í sjálfbærni vegna hræðslu við aukinn kostnað og takmarkaðan ávinning. Raunin er þó sú að þegar sjálfbærni er innleidd í kjarnastarfsemi fyrirtækja og verkefna getur ávinningurinn verið umtalsverður. Sem dæmi má nefna bætta fjárhagsafkomu, betri ásýnd, ánægðara starfsfólk og öflugri nýsköpun. Fjárfestingaumhverfið erlendis hefur breyst töluvert á undanförnum árum og sífellt fleiri fjárfestar og fjármögnunaraðilar telja mikilvægt að horfa ekki bara í hreinar krónur og aura heldur líka á heildaráhrif, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagsleg áhrif, þegar meta á fjárfestingakosti. Þá er meirihluti fjárfesta í heiminum þeirrar skoðunar að þau fyrirtæki sem huga að sjálfbærni í sínum rekstri skila betri afkomu. Þegar horft er til fjármögnunar í mannvirkjagerð sýna stöðugt fleiri alþjóðlegar rannsóknir fram á það að huga að sjálfbærni skapar meira verðmæti en þegar framkvæmt er á hefðbundinn hátt. Arðsemi verkefna sem taka mið af sjálfbærni getur því verið töluvert hærri en þeirra sem gera það ekki. Sem dæmi má taka hönnun og byggingu skrifstofuhúsnæðis þar sem lögð er áhersla á alla þætti sjálfbærninnar, þ.e. efnahags-, umhverfis- og samfélagslega þætti. Sé það gert er mögulegt að fá hærri leigu, lækka rekstrarkostnað og víða er hægt að fá hagkvæmari fjármögnunarmöguleika (t.d. með grænum skuldabréfum). Þá sýna rannsóknir að þrátt fyrir að staðsetning hafi oft mikið að segja þá hefur góð innivist og jákvæð áhrif á umhverfi eða samfélag sífellt meira vægi þegar verið er að velja húsnæði. Þrátt fyrir þennan ábata þá er staðan enn sú að of mikið er einblínt á stofnkostnað en ekki rekstrarkostnað og langtímaáhrif á notendur og eigendur mannvirkis. Við erum á réttri leið og margt gott hefur átt sér stað undanfarið meðal annars með stofnun samtaka um ábyrgar fjárfestingar og leiðbeiningum Kauphallarinnar um samfélagsábyrgð en betur má ef duga skal. Tímabært er að við fylgja fastar í fótspor nágranna okkar og leggja auknar áherslur á heildaráhrif og sjálfbærni við fjárfestingar og fjármögnun. Þegar hugað er að sjálfbærni skilar fjárfesting fyrst raunverulegum ávinning.Sandra Rán ÁsgrímsdóttirSjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar